Sumartengdar vörur rokseljast í blíðunni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. ágúst 2019 06:15 Sala á viðarvörn í BYKO hefur aukist um 200 prósent. Fréttablaðið/Valli „Árið í fyrra var mjög óeðlilegt og þetta sumar er í rauninni líka mjög óeðlilegt, þetta eru svona kannski öfgarnar í báðar áttir. Núna er bara miklu meiri sala í öllu sem heitir garður, garðvörur, sumarbústaður, pallurinn og öllu sem lýtur að útivinnu,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar. Mikil aukning hefur orðið í sölu á sumarvörum bæði í Húsasmiðjunni og BYKO í sumar. Salan á vörum í þessum flokki jókst um 25 til 60 prósent í Húsasmiðjunni og allt upp í 200 prósent í BYKO, sé miðað við söluna síðasta sumar. „Við störfum í mjög svo veðurtengdri atvinnugrein, sérstaklega þegar kemur að einstaklingsmarkaði. Sól og sumar eins og er búið að vera hjá okkur hefur mjög svo jákvæð áhrif á framkvæmdagleði fólks. Vöxturinn hefur verið mikill í flestum sumartengdum vöruflokkum,“ segir Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO. „Við sjáum líka að fólk er meira að ferðast innanlands og er að nýta góða veðrið til framkvæmda. Ég hef oft sagt að helsti keppinauturinn séu ferðaskrifstofur. Þegar við höfum upplifað vætusamt sumar þá er eins og fólk kjósi að nota frekar þá fjármuni sem voru ætlaðir til framkvæmda í sólarferðir,“ bætir Sigurður við en pallaolía, pallaefni og útimálning hefur selst eins og heitar lummur í sumar.Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar.„Annað dæmi eru vökvunarvörur, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu, garðúðarar og slöngur og svona, þetta var lengi vel uppselt hjá okkur. Í fyrra geymdum við þetta bara á lager yfir veturinn, þú þurftir ekkert vökvunarvörur í fyrrasumar, en núna hefur þetta selst upp og við þurft að panta meira,“ segir Kristinn Einarsson í Húsasmiðjunni. Veðurfar á landinu hefur verið með besta móti í sumar og mældust 194,6 sólarstundir í Reykjavík í júlí sem er rúmlega hundrað stundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður tekur undir með Kristni og segir 200 prósenta söluaukningu á vörum í þessum flokki. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í þessu alveg síðan í lok apríl. Ekki bara í júní og júlí eins og vanalega heldur var þetta líka maí. Yfirleitt er þetta svo búið eftir verslunarmannahelgi en þegar veðrið er svona getur vel verið að þetta lengist,“ segir Kristinn. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Árið í fyrra var mjög óeðlilegt og þetta sumar er í rauninni líka mjög óeðlilegt, þetta eru svona kannski öfgarnar í báðar áttir. Núna er bara miklu meiri sala í öllu sem heitir garður, garðvörur, sumarbústaður, pallurinn og öllu sem lýtur að útivinnu,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar. Mikil aukning hefur orðið í sölu á sumarvörum bæði í Húsasmiðjunni og BYKO í sumar. Salan á vörum í þessum flokki jókst um 25 til 60 prósent í Húsasmiðjunni og allt upp í 200 prósent í BYKO, sé miðað við söluna síðasta sumar. „Við störfum í mjög svo veðurtengdri atvinnugrein, sérstaklega þegar kemur að einstaklingsmarkaði. Sól og sumar eins og er búið að vera hjá okkur hefur mjög svo jákvæð áhrif á framkvæmdagleði fólks. Vöxturinn hefur verið mikill í flestum sumartengdum vöruflokkum,“ segir Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO. „Við sjáum líka að fólk er meira að ferðast innanlands og er að nýta góða veðrið til framkvæmda. Ég hef oft sagt að helsti keppinauturinn séu ferðaskrifstofur. Þegar við höfum upplifað vætusamt sumar þá er eins og fólk kjósi að nota frekar þá fjármuni sem voru ætlaðir til framkvæmda í sólarferðir,“ bætir Sigurður við en pallaolía, pallaefni og útimálning hefur selst eins og heitar lummur í sumar.Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar.„Annað dæmi eru vökvunarvörur, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu, garðúðarar og slöngur og svona, þetta var lengi vel uppselt hjá okkur. Í fyrra geymdum við þetta bara á lager yfir veturinn, þú þurftir ekkert vökvunarvörur í fyrrasumar, en núna hefur þetta selst upp og við þurft að panta meira,“ segir Kristinn Einarsson í Húsasmiðjunni. Veðurfar á landinu hefur verið með besta móti í sumar og mældust 194,6 sólarstundir í Reykjavík í júlí sem er rúmlega hundrað stundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður tekur undir með Kristni og segir 200 prósenta söluaukningu á vörum í þessum flokki. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í þessu alveg síðan í lok apríl. Ekki bara í júní og júlí eins og vanalega heldur var þetta líka maí. Yfirleitt er þetta svo búið eftir verslunarmannahelgi en þegar veðrið er svona getur vel verið að þetta lengist,“ segir Kristinn.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira