Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2019 21:21 Vel fór á með þeim Raab (t.v.) og Pompeo (t.h.) á blaðamannafundi í bandaríska utanríkisráðuneytinu í dag. AP/Susan Walsh Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld tilbúin að skrifa undir viðskiptasamning við Bretland eftir útgönguna úr Evrópusambandinu sem er fyrirhuguð í haust. Dominic Raab, nýr utanríkisráðherra Bretlands, hitti Donald Trump forseta í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Washington-borgar í gær. Eins og sakir standa eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Raab sagðist vonast eftir fríverslunarsamningi við Bandaríkin eins fljótt og hægt er eftir útgönguna. Trump hefði gert honum ljóst að vilji hans stæði til þess að gera metnaðarfullan samninga, að því er segir í frétt The Guardian. Eftir fund þeirra Raab sagði Pompeo að Bandaríkjastjórn styddi fullvalda ákvörðun Bretlands um að yfirgefa Evrópusambandið. „Þá verðum við tilbúin við þröskuldinn með penna í hönd, tilbúin að skrifa undir nýjan fríverslunarsamning eins fljótt og hægt er,“ sagði Pompeo sem treystir því að útgangan hafi ekki áhrif á friðarsamkomulagið á Norður-Írlandi. Eitt helsta ágreiningsefnið um útgöngu Breta úr sambandinu hefur snúist um hvað eigi að gera með mörk Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands, sem tilheyrir Bretlandi. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagst vilja losna við svonefnda baktryggingu úr útgöngusamningnum við ESB. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnu landamæra- og tollaeftirliti á Írlandi eftir útgönguna. Bandaríkin Bretland Brexit Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld tilbúin að skrifa undir viðskiptasamning við Bretland eftir útgönguna úr Evrópusambandinu sem er fyrirhuguð í haust. Dominic Raab, nýr utanríkisráðherra Bretlands, hitti Donald Trump forseta í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Washington-borgar í gær. Eins og sakir standa eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Raab sagðist vonast eftir fríverslunarsamningi við Bandaríkin eins fljótt og hægt er eftir útgönguna. Trump hefði gert honum ljóst að vilji hans stæði til þess að gera metnaðarfullan samninga, að því er segir í frétt The Guardian. Eftir fund þeirra Raab sagði Pompeo að Bandaríkjastjórn styddi fullvalda ákvörðun Bretlands um að yfirgefa Evrópusambandið. „Þá verðum við tilbúin við þröskuldinn með penna í hönd, tilbúin að skrifa undir nýjan fríverslunarsamning eins fljótt og hægt er,“ sagði Pompeo sem treystir því að útgangan hafi ekki áhrif á friðarsamkomulagið á Norður-Írlandi. Eitt helsta ágreiningsefnið um útgöngu Breta úr sambandinu hefur snúist um hvað eigi að gera með mörk Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands, sem tilheyrir Bretlandi. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagst vilja losna við svonefnda baktryggingu úr útgöngusamningnum við ESB. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnu landamæra- og tollaeftirliti á Írlandi eftir útgönguna.
Bandaríkin Bretland Brexit Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sjá meira