Íslendingaliðið FC Krasnodar töpuðu á grátlegan hátt gegn Porto í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Liðin mættust á Rússlandi í kvöld og fyrsta og eina mark leiksins kom á 89. mínútu er miðjumaðurinn Sergio Oliveira skoraði.
Landsliðsmaðurinn Jón Guðni Fjóluson byrjaði á bekknum hjá Krasnodar en kom inn á sem varamaður á 72. mínútu.
Liðin mætast aftur að viku liðinni en þá í Portúgal. Liðið sem sigrar einvígið fer í umspil um laust sæti í Meistaradeildinni en tapliðið fer í umspilið fyrir Evrópudeildina.
