Disney ætlar að endurgera Home Alone Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2019 08:06 Macaulay Culkin í Home Alone. IMDB Afþreyingarfyrirtækið Disney hefur í hyggju að endurgera hina sígildu kvikmynd Home Alone sem sló í gegn árið 1990. Um er að ræða jólamynd sem flestir hafa séð en hún segir frá hinum unga Kevin McCallister sem fyrir slysni er skilinn eftir einn heima og þarf að verja heimilið fyrir bíræfnum innbrotsþjófum. Myndin gerði Macaulay Culkin að einni skærustu stjörnu heims um tíma en Disney ætlar að endurgera myndina og er ætlunin að hún verði aðgengileg áskrifendum streymisveitunnar Disney+. Disney festi nýverið kaup á myndverinu 20th Century Fox og er ætlunin að endurgera nokkra af stærstu titlunum sem þaðan koma. Þar á meðal Night at the Museum, Diary of a Wimpy Kid og Cheaper By the Dozen. Disney+ verður aðgengilegt í Bandaríkjunum í nóvember en í Bretlandi á næsta ári. Disney hefur átt fádæma velgengni að fagna í ár en fyrirtækið á fimm af sex stærstu myndum ársins. Af þeim fimm hafa fjórar þénað yfir milljarð dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Með kaupunum á 20th Century Fox fær Disney einnig yfirráð yfir titlum á borð við Avatar, Planet of the Apes, X-Men og Deadpool. Disney á einnig star Wars og Marvel-myndirnar. Disney Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Afþreyingarfyrirtækið Disney hefur í hyggju að endurgera hina sígildu kvikmynd Home Alone sem sló í gegn árið 1990. Um er að ræða jólamynd sem flestir hafa séð en hún segir frá hinum unga Kevin McCallister sem fyrir slysni er skilinn eftir einn heima og þarf að verja heimilið fyrir bíræfnum innbrotsþjófum. Myndin gerði Macaulay Culkin að einni skærustu stjörnu heims um tíma en Disney ætlar að endurgera myndina og er ætlunin að hún verði aðgengileg áskrifendum streymisveitunnar Disney+. Disney festi nýverið kaup á myndverinu 20th Century Fox og er ætlunin að endurgera nokkra af stærstu titlunum sem þaðan koma. Þar á meðal Night at the Museum, Diary of a Wimpy Kid og Cheaper By the Dozen. Disney+ verður aðgengilegt í Bandaríkjunum í nóvember en í Bretlandi á næsta ári. Disney hefur átt fádæma velgengni að fagna í ár en fyrirtækið á fimm af sex stærstu myndum ársins. Af þeim fimm hafa fjórar þénað yfir milljarð dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Með kaupunum á 20th Century Fox fær Disney einnig yfirráð yfir titlum á borð við Avatar, Planet of the Apes, X-Men og Deadpool. Disney á einnig star Wars og Marvel-myndirnar.
Disney Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira