Popovich: Bandaríkin ekki að mæta með C-lið á HM Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2019 08:00 Kemba Walker verður í lykilhlutverki hjá Bandaríkjamönnum á HM í Kína. vísir/getty Bandaríska landsliðið í körfubolta mætti til æfinga vestanhafs í gær og hóf þar með formlegan undirbúning fyrir HM í Kína sem hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Óhætt er að segja að oft hafi verið meiri stjörnufans þegar þessi langbesta körfuboltaþjóð heims mætir til æfinga með landsliðinu en stærstu stjörnur NBA deildarinnar gefa ekki kost á sér í verkefnið. Þar að auki hafa nokkrir af þeim leikmönnum sem ætluðu sér að vera með dregið sig úr hópnum á undanförnum vikum. Í þeim hópi eru til að mynda James Harden, Anthony Davis, Damian Lillard og Russell Westbrook. LeBron James, Steph Curry, Klay Thompson, Kawhi Leonard, Kyrie Irving og fleiri góðir höfðu áður gefið út að þeir hygðust ekki taka þátt í þessu verkefni auk þess sem Kevin Durant er frá vegna meiðsla.A lot to like about this group. First look at the USA Men's National Team training camp squad. pic.twitter.com/TS248Jguqr — USA Basketball (@usabasketball) August 6, 2019Hefur fjarvera allra helstu stórstjarnanna valdið töluverðu fjaðrafoki í körfuboltasamfélaginu í Bandaríkjunum en liðið vann gull á HM 2014 þar sem áðurnefndur Irving var valinn besti leikmaður mótsins en þá léku Curry, Thompson, Harden og Davis allir með liðinu. Það vantar þó ekki stórstjörnur í þjálfarateymi liðsins þar sem Gregg Popovich mun þjálfa það á HM í Kína og hefur Steve Kerr meðal aðstoðarmanna. Popovich kveðst ánægður með hópinn þó allar helstu stjörnurnar vanti. „Ég hef sagt það áður og segi enn að við verðum í góðum málum. Við búum vel að því að hafa mikla breidd í bandarískum körfubolta. Allir leikmennirnir sem eru hér vilja vera hér,“ segir Popovich. „Þetta eru ekki C-liðsmenn. Þið hafið heyrt mikla gagnrýni varðandi þá sem eru ekki með liðinu en ég held áfram að segja að þetta snýst um þá sem eru mættir hérna. Það eru mikil gæði í hópnum og það verður erfitt að skera niður í 12 manna hóp,“ segir Popovich. Á meðal stærstu stjarnanna sem þó eru í hópnum ber helsta að nefna Kemba Walker, Kyle Lowry og Jayson Tatum. Bandaríkin mæta Tékklandi á fyrsta mótsdegi þann 31.ágúst næstkomandi. NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Bandaríska landsliðið í körfubolta mætti til æfinga vestanhafs í gær og hóf þar með formlegan undirbúning fyrir HM í Kína sem hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Óhætt er að segja að oft hafi verið meiri stjörnufans þegar þessi langbesta körfuboltaþjóð heims mætir til æfinga með landsliðinu en stærstu stjörnur NBA deildarinnar gefa ekki kost á sér í verkefnið. Þar að auki hafa nokkrir af þeim leikmönnum sem ætluðu sér að vera með dregið sig úr hópnum á undanförnum vikum. Í þeim hópi eru til að mynda James Harden, Anthony Davis, Damian Lillard og Russell Westbrook. LeBron James, Steph Curry, Klay Thompson, Kawhi Leonard, Kyrie Irving og fleiri góðir höfðu áður gefið út að þeir hygðust ekki taka þátt í þessu verkefni auk þess sem Kevin Durant er frá vegna meiðsla.A lot to like about this group. First look at the USA Men's National Team training camp squad. pic.twitter.com/TS248Jguqr — USA Basketball (@usabasketball) August 6, 2019Hefur fjarvera allra helstu stórstjarnanna valdið töluverðu fjaðrafoki í körfuboltasamfélaginu í Bandaríkjunum en liðið vann gull á HM 2014 þar sem áðurnefndur Irving var valinn besti leikmaður mótsins en þá léku Curry, Thompson, Harden og Davis allir með liðinu. Það vantar þó ekki stórstjörnur í þjálfarateymi liðsins þar sem Gregg Popovich mun þjálfa það á HM í Kína og hefur Steve Kerr meðal aðstoðarmanna. Popovich kveðst ánægður með hópinn þó allar helstu stjörnurnar vanti. „Ég hef sagt það áður og segi enn að við verðum í góðum málum. Við búum vel að því að hafa mikla breidd í bandarískum körfubolta. Allir leikmennirnir sem eru hér vilja vera hér,“ segir Popovich. „Þetta eru ekki C-liðsmenn. Þið hafið heyrt mikla gagnrýni varðandi þá sem eru ekki með liðinu en ég held áfram að segja að þetta snýst um þá sem eru mættir hérna. Það eru mikil gæði í hópnum og það verður erfitt að skera niður í 12 manna hóp,“ segir Popovich. Á meðal stærstu stjarnanna sem þó eru í hópnum ber helsta að nefna Kemba Walker, Kyle Lowry og Jayson Tatum. Bandaríkin mæta Tékklandi á fyrsta mótsdegi þann 31.ágúst næstkomandi.
NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira