Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Sveinn Arnarsson skrifar 7. ágúst 2019 06:15 Ratcliffe hyggst vernda Atlantshafslaxinn með því að byggja upp mannvirki í þremur ám. nordicphotos/afp Áform Jims Ratcliffe um að byggja laxastiga í laxveiðiám á Norðausturlandi og að hefja stórfelldar hrognasleppingar munu hafa jákvæð staðbundin áhrif á laxastofna sem nýta sér þær ár. Hins vegar mun það ekki hafa stórvægileg áhrif á Atlantshafslaxinn í heild sinni að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra undrast seinagang starfshóps sem forsætisráðherra setti á laggirnar um stefnu varðandi jarðakaup auðmanna hér á landi. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Jim Ratcliffe ætlaði að fara í stórfellda uppbyggingu á Norðausturlandi til að vernda Atlantshafslaxinn sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja síðustu áratugi. Útbreiðsla hans hefur minnkað og stofnstærð. Að sama skapi ætlar Ratcliffe að hefja langtíma vísindarannsóknir í samstarfi við Hafrannsóknastofnun svo öðlast megi betri þekkingu á atferli og lífi Atlantshafslaxins.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.„Þessir laxastigar hafa svo sem sannað ágæti sitt í öðrum ám sem og hrognasleppingar. Þessar aðgerðir geta haft góð áhrif á þann lax sem lifir í þessum ám. Þessar framkvæmdir hafa ekki mikil áhrif á aðrar ár eða stofninn í heild sinni,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Jón Helgi segir jafnframt að framkvæmdir sem þessar sem stækki búsvæði laxins séu vitaskuld af hinu góða fyrir laxastofna. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, staðfestir að samningaviðræður séu í gangi milli Ratcliffes og stofnunarinnar um styrki til að rannsaka laxinn á Norðausturlandi. Að sama skapi hafi hér áður fyrr verið mikið samráð við veiðifélög á Austurlandi um rannsóknir. Stutt er þangað til skrifað verður undir samkomulag.Sigurður Ingi undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að hraða vinnu um eignarhald einstaklinga á jörðum. „Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt. Ráðherrar munu ræða þessi mál á vinnufundi ráðherra á fimmtudag [á morgun] sem verður í Mývatnssveit sem og að rætt verður við sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Mikilvægt er að lagafrumvarp komi fram næsta vetur,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins styðja langflestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær hugmyndir að löggjöf verði hert um eignarhald á jörðum og að nýtt lagafrumvarp líti dagsins ljós sem taki af öll tvímæli um vilja stjórnvalda. Miklir hagsmunir séu í húfi enda fylgi oft og tíðum mikil og gjöful hlunnindi jörðum hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Áform Jims Ratcliffe um að byggja laxastiga í laxveiðiám á Norðausturlandi og að hefja stórfelldar hrognasleppingar munu hafa jákvæð staðbundin áhrif á laxastofna sem nýta sér þær ár. Hins vegar mun það ekki hafa stórvægileg áhrif á Atlantshafslaxinn í heild sinni að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra undrast seinagang starfshóps sem forsætisráðherra setti á laggirnar um stefnu varðandi jarðakaup auðmanna hér á landi. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Jim Ratcliffe ætlaði að fara í stórfellda uppbyggingu á Norðausturlandi til að vernda Atlantshafslaxinn sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja síðustu áratugi. Útbreiðsla hans hefur minnkað og stofnstærð. Að sama skapi ætlar Ratcliffe að hefja langtíma vísindarannsóknir í samstarfi við Hafrannsóknastofnun svo öðlast megi betri þekkingu á atferli og lífi Atlantshafslaxins.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.„Þessir laxastigar hafa svo sem sannað ágæti sitt í öðrum ám sem og hrognasleppingar. Þessar aðgerðir geta haft góð áhrif á þann lax sem lifir í þessum ám. Þessar framkvæmdir hafa ekki mikil áhrif á aðrar ár eða stofninn í heild sinni,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Jón Helgi segir jafnframt að framkvæmdir sem þessar sem stækki búsvæði laxins séu vitaskuld af hinu góða fyrir laxastofna. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, staðfestir að samningaviðræður séu í gangi milli Ratcliffes og stofnunarinnar um styrki til að rannsaka laxinn á Norðausturlandi. Að sama skapi hafi hér áður fyrr verið mikið samráð við veiðifélög á Austurlandi um rannsóknir. Stutt er þangað til skrifað verður undir samkomulag.Sigurður Ingi undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að hraða vinnu um eignarhald einstaklinga á jörðum. „Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt. Ráðherrar munu ræða þessi mál á vinnufundi ráðherra á fimmtudag [á morgun] sem verður í Mývatnssveit sem og að rætt verður við sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Mikilvægt er að lagafrumvarp komi fram næsta vetur,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins styðja langflestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær hugmyndir að löggjöf verði hert um eignarhald á jörðum og að nýtt lagafrumvarp líti dagsins ljós sem taki af öll tvímæli um vilja stjórnvalda. Miklir hagsmunir séu í húfi enda fylgi oft og tíðum mikil og gjöful hlunnindi jörðum hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda