Búast má við lítilsháttar umferðartöfum þegar Reykjanesbraut verður þrengd um eina akrein vegna framkvæmda á morgun. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá klukkan níu til fjögur síðdegis.
Í tilkynningu frá verktakafyrirtækinu Hlaðbæ Colas kemur fram að stefnt sé að því að yfirsprauta eins kílómetra langan kafla á Reykjanesbraut austan megin við mislæg gatnamót við Voga á Vatnsleysuströnd á morgun.
Settar verða upp merkingar og eru vegfarendur beðnir um að virða ásamt hraðatakmörkunum. Vinnusvæðin séu þröng og menn og tæki verða við vinnu nálægt akstursbrautum.
Þrengja Reykjanesbraut vegna framkvæmda
Kjartan Kjartansson skrifar
