Innlent

Hávaðaseggirnir lausir úr haldi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá aðgerðum lögreglu og sérsveitar í Berjarima í nótt.
Frá aðgerðum lögreglu og sérsveitar í Berjarima í nótt. Mynd/Aðsend
Þremenningunum, sem vistaðir voru í fangaklefa eftir aðgerð lögreglu og sérsveitar í Berjarima í Grafarvogi í nótt, hefur verið sleppt úr haldi.

Sjá einnig: Sérsveitin handtók þrjá eftir að tilkynnt hafði verið um hávaða



Í dagbók lögreglu frá því í morgun sagði um málið að lögregla hefði fengið tilkynningu um hávaða frá samkvæmi í heimahúsi. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna útkallsins.

Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn gat ekki veitt neinar upplýsingar um málið þegar Vísir leitaði eftir því síðdegis í dag. Hann staðfesti þó að þremenningarnir hefðu verið yfirheyrðir í morgun og þeim sleppt í kjölfarið.

Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í nótt.Mynd/aðsend

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×