Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. ágúst 2019 18:48 Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Hún upplifir að viðskiptalegir hagsmunir hafi verið teknir fram yfir líf og heilsu barnanna. Enn er óljóst hvort dóttir hennar nái sér að fullu. „Þetta voru rosaleg krampaköst. Að horfa upp á barnið sitt svona, það á engin að þurfa að ganga í gegn um þetta. Við verðum að læra af þessu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Þriggja ára dóttir Áslaugar, Aníta, er ein af þeim nítján börnum sem greindust með E.coli bakteríuna í sumar. Talið er að öll hafi þau smitast á bænum Efstadal 2 í Bláskógabyggð en ekki er komið á hreint hvort það sé vegna snertingar við kálfa á staðnum eða vegna íss sem þar er seldur. Aníta heimsótti bæinn um miðjan júní en þær mæðgur voru í útilegu á svæðinu. Nýrun á Anítu biluðu og lá hún þungt haldin á sjúkrahúsi þar sem hún hlaut sjaldgæfa lífshættulega eitrun af völdum E.coli. Sama dag og Aníta fékk einkennin dó tveggja ára drengur í San Digeo í Bandaríkjunum vegna eitrunarinnar. „Það var hátíð þar. Þar urðu fjögur smit og það var öllu lokað þar,“ segir Áslaug Hún er gagnrýnin á bænum hafi ekki verið lokað þann 1. júlí, um leið og í ljós kom að tvö börn hefðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug. Ekki var gripið til aðgerða á bænum fyrr en 4. júlí. Þær fólust meðal annars aðgengi að kálfunum var lokað. Tveir smituðust eftir þann tíma og var þá gripið til frekari aðgerða og var sala íss stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun höfðu verið framkvæmd. Áslaug segir nauðsynlegt að herða reglur um aðskilnað dýra og matvælaframleiðslu. Auk þess þurfi heilbrigðiseftirlitið að auka við eftirlit á slíkum stöðum og komi oftar á staðinn og taki sýni en hún hafi fengið upplýsingar um að heilbrigðiseftirlitið kæmi einu sinni á ári. Aníta er nú á batavegi. Enn er þó ekki hægt að segja til um hvort hún eigi eftir að ná sér alveg. Það verður tíminn að leiða í ljós. „Það verður bara að verða vakning. ég held að þetta sé alveg komið til að vera þessi tegund af ecoli og getur blossað upp hvenær sem er. Fólk gerir sér enga grein fyrir því hvað þessi börn eru búin að ganga í gegn um. Þetta er rosalegt. þessi börn eru algjörar hetur, segir Áslaug. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira
Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Hún upplifir að viðskiptalegir hagsmunir hafi verið teknir fram yfir líf og heilsu barnanna. Enn er óljóst hvort dóttir hennar nái sér að fullu. „Þetta voru rosaleg krampaköst. Að horfa upp á barnið sitt svona, það á engin að þurfa að ganga í gegn um þetta. Við verðum að læra af þessu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Þriggja ára dóttir Áslaugar, Aníta, er ein af þeim nítján börnum sem greindust með E.coli bakteríuna í sumar. Talið er að öll hafi þau smitast á bænum Efstadal 2 í Bláskógabyggð en ekki er komið á hreint hvort það sé vegna snertingar við kálfa á staðnum eða vegna íss sem þar er seldur. Aníta heimsótti bæinn um miðjan júní en þær mæðgur voru í útilegu á svæðinu. Nýrun á Anítu biluðu og lá hún þungt haldin á sjúkrahúsi þar sem hún hlaut sjaldgæfa lífshættulega eitrun af völdum E.coli. Sama dag og Aníta fékk einkennin dó tveggja ára drengur í San Digeo í Bandaríkjunum vegna eitrunarinnar. „Það var hátíð þar. Þar urðu fjögur smit og það var öllu lokað þar,“ segir Áslaug Hún er gagnrýnin á bænum hafi ekki verið lokað þann 1. júlí, um leið og í ljós kom að tvö börn hefðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug. Ekki var gripið til aðgerða á bænum fyrr en 4. júlí. Þær fólust meðal annars aðgengi að kálfunum var lokað. Tveir smituðust eftir þann tíma og var þá gripið til frekari aðgerða og var sala íss stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun höfðu verið framkvæmd. Áslaug segir nauðsynlegt að herða reglur um aðskilnað dýra og matvælaframleiðslu. Auk þess þurfi heilbrigðiseftirlitið að auka við eftirlit á slíkum stöðum og komi oftar á staðinn og taki sýni en hún hafi fengið upplýsingar um að heilbrigðiseftirlitið kæmi einu sinni á ári. Aníta er nú á batavegi. Enn er þó ekki hægt að segja til um hvort hún eigi eftir að ná sér alveg. Það verður tíminn að leiða í ljós. „Það verður bara að verða vakning. ég held að þetta sé alveg komið til að vera þessi tegund af ecoli og getur blossað upp hvenær sem er. Fólk gerir sér enga grein fyrir því hvað þessi börn eru búin að ganga í gegn um. Þetta er rosalegt. þessi börn eru algjörar hetur, segir Áslaug.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira