Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 12:08 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir afsökunarbeiðnir sínar gilda áfram varðandi ummæli sem hann lét falla á upptökunum sem gerðar voru á barnum Klaustur síðastliðið haust. Þetta sagði hann í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður hvort tónninn í máli hans væri orðinn harðari frá því hann baðst afsökunar á gjörðum sínum þegar málið kom upp fyrst. Þáttastjórnandi Sprengisands, Kristján Kristjánsson, sagði tón Gunnars Braga í athugasemdum hans til forsætisnefndar mun harðari og bera þess merki að hann sæi ekki eftir þessu. Gunnar sagði línuna aðeins harðari nú en þegar málið kom upp fyrst en engu að síður gildi þær afsökunarbeiðnir áfram sem hann hafði strax uppi eftir að málið kom upp.Atriði slitin úr samhengi Hann sagði sína gagnrýni snúa alfarið að því pólitíska ferli sem málið hefði farið í. Samhengið hafi orðið skýrara, klippurnar sem fjölmiðlar nýttu voru settar í samhengi og þá hafi hann sé ákveðin atriði í öðru ljósi.„Ég leyfi mér að fullyrða að einstök atvik eru slitin úr samhengi sem gera þau miklu verri en þau voru í rauninni. En það breytir ekki að þegar maður segir einhvern vera apakött eða asna eða fífl eða hvað eina þá er sjálfsagt að biðja afsökunar á því ef maður hefur sært viðkomandi og hann á ekki innistæðu fyrir því, þá gerir maður það að sjálfsögðu. Ég sé jafn mikið eftir þessu kvöldi nú og þá.“Upptökurnar voru gerðar á barnum Klaustur.Vísir/VilhelmHann sagði pólitísku aðförina vegna málsins augljósa, 10 til 11 manns hafi sagt sig frá málinu vegna atviksins og Miðflokksmenn fengu ekki aðgang að handritinu sem Alþingi lét búa til upp úr upptökunum af Klaustur. Það sé því ekki óeðlilegt að tónninn sé grimmari núna og líka gagnvart fjölmiðlum sem hafi tekið búta úr samtalinu og slitið það úr samhengi. Sagði Gunnar að hann vissi ekki hvort málið hefði orðið honum til framdráttar en það væri ekki forsætis- eða siðanefndar að refsa þeim heldur kjósenda eftir tvö ár. Gunnar sagði persónuvernd hafa dæmd upptökurnar ólöglegar og því hafi Alþingi eytt þeim, var þá ákveðið að styðjast við efni úr fjölmiðlum en Gunnar sagði að það væri vafasamt því fjölmiðlar hér á landi hafi í einhverjum tilfellum ekki reynst þeir bestu.18 fréttir um Ágúst Ólaf en 70 um hann sjálfan Nefndin hann því samhengi að fréttastofa Ríkisútvarpsins hafi skrifað átján fréttir um kynferðislega áreitni Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, gagnvart blaðakonu en á sama tíma sjötíu fréttir um hann sjálfan fyrir mun vægari sakir. „Á maður að treysta Ríkisútvarpinu? Það finnst mér ekki,“ sagði Ágúst.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMHann sagði handritið sem forsætisnefnd studdist við ekki í samræmi við fjölmiðlaumfjöllun nema að einhverju leyti. Kristján sagði málflutning Miðflokksmanna, um að Bára Halldórsdóttir hafi verið send á Klaustur til að hljóðrita samtal þeirra, allt því kjánalegan en Gunnar Bragi sagði að sú skoðun Kristjáns gæti breyst ef hann fengi að sjá öll gögn málsins. Sagði Gunnar að hann teldi það enga tilviljun að manneskja sitji í fjóra tíma til að taka upp samtal þeirra og hefði brugðið sér út fyrir til að taka myndir af þeim.Ummæli um Írisi ekki kvenhatur Hann sagði það alfarið rangt að samtalið bæri alfarið merki um andúð þeirra gagnvart konum. Nefndi hann ummæli samflokksmanns síns Bergþórs Ólasonar í garð Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, þar sem hann Bergþór hafi í raun verið að hæla henni en bent á að hún þætti ekki nægjanlega sæt eða „sexy“ í augum Sjálfstæðismanna til að leiða framboð þeirra. „Af því þeir munu líta á hana þannig,“ sagði Gunnar og vildi meina að þarna hefðu þeir verið að ræða pólitískt landslag.Gunnar sagði ummæli Bergþórs Ólasonar í garð Írisar Róbertsdóttur ekki bera mark um kvenhatur hans. Fréttablaðið/Ernir.Gunnar sagði einnig að honum þætti gróft þegar fólk sem hann baðst afsökunar hefði ekki tekið afsökunarbeiðninni heldur nýtt sér hana gegn honum. Kristján spurði hvort að ekki væri möguleiki á að viðkomandi einstaklingar hefðu hreinlega ekki trúað því að afsökunarbeiðni Gunnars væri einlæg? Gunnar svaraði að það gæti vel verið.Átti ekki að kalla Lilju þessu orði Kristján benti á að þegar Gunnar var utanríkisráðherra hefði hann sett réttindamál kvenna á oddinn á alþjóðavettvangi og þess vegna hafi fólk mögulega brugðist svona illa við ummælum hans um konur. Gunnar spurði á móti hvaða ummæli hann hefði látið falla sem voru á skjön við það stefnumál? Nefndi hann í því samhengi ummæli sín um Lilju Alfreðsdóttur og spurði hvort þau væru virkilega kvenfjandsamlega og bað Kristján um að skipta Lilju út fyrir karlmann og nota annað orð um leið. Hann tók þó fram að hann átti ekki að kalla Lilju þessu orði en hann hafi verið reiður út í hana út af ákveðnum hlutum og baðst afsökunar á því. Ummæli hans hafi þó ekki breytt þeirra sýn hans að það eigi að efla konur og störf þeirra. Nefndi Gunnar að í vikunni hafi verið fluttar fregnir af því að aldrei hafi fleiri konur verið í forsvari fyrir sendiskrifstofur Íslands. Sagði hann að það hefði verið ákvörðunum sínum sem utanríkisráðherra að þakka því hann tók þá ákvörðun að skipa ætti fleiri konur. Það hafi hann gert því hann trúi á konur og vilji efla þær. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“ Vildi komast að því hvað þarna hefði gerst. 4. ágúst 2019 12:37 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir afsökunarbeiðnir sínar gilda áfram varðandi ummæli sem hann lét falla á upptökunum sem gerðar voru á barnum Klaustur síðastliðið haust. Þetta sagði hann í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður hvort tónninn í máli hans væri orðinn harðari frá því hann baðst afsökunar á gjörðum sínum þegar málið kom upp fyrst. Þáttastjórnandi Sprengisands, Kristján Kristjánsson, sagði tón Gunnars Braga í athugasemdum hans til forsætisnefndar mun harðari og bera þess merki að hann sæi ekki eftir þessu. Gunnar sagði línuna aðeins harðari nú en þegar málið kom upp fyrst en engu að síður gildi þær afsökunarbeiðnir áfram sem hann hafði strax uppi eftir að málið kom upp.Atriði slitin úr samhengi Hann sagði sína gagnrýni snúa alfarið að því pólitíska ferli sem málið hefði farið í. Samhengið hafi orðið skýrara, klippurnar sem fjölmiðlar nýttu voru settar í samhengi og þá hafi hann sé ákveðin atriði í öðru ljósi.„Ég leyfi mér að fullyrða að einstök atvik eru slitin úr samhengi sem gera þau miklu verri en þau voru í rauninni. En það breytir ekki að þegar maður segir einhvern vera apakött eða asna eða fífl eða hvað eina þá er sjálfsagt að biðja afsökunar á því ef maður hefur sært viðkomandi og hann á ekki innistæðu fyrir því, þá gerir maður það að sjálfsögðu. Ég sé jafn mikið eftir þessu kvöldi nú og þá.“Upptökurnar voru gerðar á barnum Klaustur.Vísir/VilhelmHann sagði pólitísku aðförina vegna málsins augljósa, 10 til 11 manns hafi sagt sig frá málinu vegna atviksins og Miðflokksmenn fengu ekki aðgang að handritinu sem Alþingi lét búa til upp úr upptökunum af Klaustur. Það sé því ekki óeðlilegt að tónninn sé grimmari núna og líka gagnvart fjölmiðlum sem hafi tekið búta úr samtalinu og slitið það úr samhengi. Sagði Gunnar að hann vissi ekki hvort málið hefði orðið honum til framdráttar en það væri ekki forsætis- eða siðanefndar að refsa þeim heldur kjósenda eftir tvö ár. Gunnar sagði persónuvernd hafa dæmd upptökurnar ólöglegar og því hafi Alþingi eytt þeim, var þá ákveðið að styðjast við efni úr fjölmiðlum en Gunnar sagði að það væri vafasamt því fjölmiðlar hér á landi hafi í einhverjum tilfellum ekki reynst þeir bestu.18 fréttir um Ágúst Ólaf en 70 um hann sjálfan Nefndin hann því samhengi að fréttastofa Ríkisútvarpsins hafi skrifað átján fréttir um kynferðislega áreitni Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, gagnvart blaðakonu en á sama tíma sjötíu fréttir um hann sjálfan fyrir mun vægari sakir. „Á maður að treysta Ríkisútvarpinu? Það finnst mér ekki,“ sagði Ágúst.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMHann sagði handritið sem forsætisnefnd studdist við ekki í samræmi við fjölmiðlaumfjöllun nema að einhverju leyti. Kristján sagði málflutning Miðflokksmanna, um að Bára Halldórsdóttir hafi verið send á Klaustur til að hljóðrita samtal þeirra, allt því kjánalegan en Gunnar Bragi sagði að sú skoðun Kristjáns gæti breyst ef hann fengi að sjá öll gögn málsins. Sagði Gunnar að hann teldi það enga tilviljun að manneskja sitji í fjóra tíma til að taka upp samtal þeirra og hefði brugðið sér út fyrir til að taka myndir af þeim.Ummæli um Írisi ekki kvenhatur Hann sagði það alfarið rangt að samtalið bæri alfarið merki um andúð þeirra gagnvart konum. Nefndi hann ummæli samflokksmanns síns Bergþórs Ólasonar í garð Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, þar sem hann Bergþór hafi í raun verið að hæla henni en bent á að hún þætti ekki nægjanlega sæt eða „sexy“ í augum Sjálfstæðismanna til að leiða framboð þeirra. „Af því þeir munu líta á hana þannig,“ sagði Gunnar og vildi meina að þarna hefðu þeir verið að ræða pólitískt landslag.Gunnar sagði ummæli Bergþórs Ólasonar í garð Írisar Róbertsdóttur ekki bera mark um kvenhatur hans. Fréttablaðið/Ernir.Gunnar sagði einnig að honum þætti gróft þegar fólk sem hann baðst afsökunar hefði ekki tekið afsökunarbeiðninni heldur nýtt sér hana gegn honum. Kristján spurði hvort að ekki væri möguleiki á að viðkomandi einstaklingar hefðu hreinlega ekki trúað því að afsökunarbeiðni Gunnars væri einlæg? Gunnar svaraði að það gæti vel verið.Átti ekki að kalla Lilju þessu orði Kristján benti á að þegar Gunnar var utanríkisráðherra hefði hann sett réttindamál kvenna á oddinn á alþjóðavettvangi og þess vegna hafi fólk mögulega brugðist svona illa við ummælum hans um konur. Gunnar spurði á móti hvaða ummæli hann hefði látið falla sem voru á skjön við það stefnumál? Nefndi hann í því samhengi ummæli sín um Lilju Alfreðsdóttur og spurði hvort þau væru virkilega kvenfjandsamlega og bað Kristján um að skipta Lilju út fyrir karlmann og nota annað orð um leið. Hann tók þó fram að hann átti ekki að kalla Lilju þessu orði en hann hafi verið reiður út í hana út af ákveðnum hlutum og baðst afsökunar á því. Ummæli hans hafi þó ekki breytt þeirra sýn hans að það eigi að efla konur og störf þeirra. Nefndi Gunnar að í vikunni hafi verið fluttar fregnir af því að aldrei hafi fleiri konur verið í forsvari fyrir sendiskrifstofur Íslands. Sagði hann að það hefði verið ákvörðunum sínum sem utanríkisráðherra að þakka því hann tók þá ákvörðun að skipa ætti fleiri konur. Það hafi hann gert því hann trúi á konur og vilji efla þær.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“ Vildi komast að því hvað þarna hefði gerst. 4. ágúst 2019 12:37 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“ Vildi komast að því hvað þarna hefði gerst. 4. ágúst 2019 12:37