Sex gistu í fangaklefa í Eyjum í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2019 14:09 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Óskar P. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt þar sem þjóðhátíð fór fram. Sex gistu fangaklefa, þrír vegna minniháttar líkamsárásar, einn sem var grunaður um sölu fíkniefna og tveir vegna ölvunar og óspekta. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir enga hafa hlotið alvarlega áverka vegna þessara árása. Tíu fíkniefnamál komu upp og var í öllum nema einu um svokölluð neyslumál að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fór skemmtanahald vel fram. Fá útköll voru vegna vímuástands eða óspekta, en einn gisti þó í fangageymslu á Selfossi. Þá var nokkur erill vegna hraðakstursbrota en 20 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu síðasta sólarhringinn, en margir eru nú á ferðalagi í umdæminu. Sá sem hraðast ók var mældur á 176 kílómetra hraða á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og þurfti að láta af hendi nokkurra daga gamalt ökuskírteini sitt. Að sögn lögreglu verður fylgst vel með umferðinni á næstu dögum. Eftirlitsstöðvar verða settar upp á völdum stöðum þar sem ástand ökutækja verður kannað, sem og ástand og réttindi ökumanna. Lögregla verður einnig með óeinkennisklædda lögreglumenn á ferð um umdæmið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nóttin róleg. Þrír voru vistaðir í fangaklefum eftir nóttina og komu nokkur mál komu upp vegna ölvunar og óláta í miðborginni. Á Akureyri er fjöldi fólks kominn saman og öll tjaldstæði þétt setin að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra. Hann segir að nóttin hafi gengið vel en enginn gisti fangageymslu og kom ekkert fíkniefnamál upp. Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt þar sem þjóðhátíð fór fram. Sex gistu fangaklefa, þrír vegna minniháttar líkamsárásar, einn sem var grunaður um sölu fíkniefna og tveir vegna ölvunar og óspekta. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir enga hafa hlotið alvarlega áverka vegna þessara árása. Tíu fíkniefnamál komu upp og var í öllum nema einu um svokölluð neyslumál að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fór skemmtanahald vel fram. Fá útköll voru vegna vímuástands eða óspekta, en einn gisti þó í fangageymslu á Selfossi. Þá var nokkur erill vegna hraðakstursbrota en 20 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu síðasta sólarhringinn, en margir eru nú á ferðalagi í umdæminu. Sá sem hraðast ók var mældur á 176 kílómetra hraða á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og þurfti að láta af hendi nokkurra daga gamalt ökuskírteini sitt. Að sögn lögreglu verður fylgst vel með umferðinni á næstu dögum. Eftirlitsstöðvar verða settar upp á völdum stöðum þar sem ástand ökutækja verður kannað, sem og ástand og réttindi ökumanna. Lögregla verður einnig með óeinkennisklædda lögreglumenn á ferð um umdæmið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nóttin róleg. Þrír voru vistaðir í fangaklefum eftir nóttina og komu nokkur mál komu upp vegna ölvunar og óláta í miðborginni. Á Akureyri er fjöldi fólks kominn saman og öll tjaldstæði þétt setin að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra. Hann segir að nóttin hafi gengið vel en enginn gisti fangageymslu og kom ekkert fíkniefnamál upp.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum