Siðareglur til endurskoðunar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. ágúst 2019 08:00 Aðkoma forsætisnefndar þingsins að framkvæmd siðareglna hefur verið umdeild. Fréttablaðið/Stefán Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn í samvinnu við Helgu Völu Helgadóttur, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. „Við erum búin að kasta á milli okkar hugmyndum og höfum verið að sanka að okkur gögnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. „Nú er komin ákveðin reynsla á framkvæmdina og búið að reyna á ýmislegt og það er nú aðallega sú umgjörð sem við erum að skoða og framkvæmd reglnanna,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki eiga von á því að sjálfar hátternisreglurnar verði teknar upp heldur aðallega framkvæmd þeirra og farvegur kvartana. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna aðkomu forsætisnefndar að framkvæmd siðareglnanna og var raunar varað við því í umsögnum um siðareglurnar áður en þær voru samþykktar á Alþingi. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa fyrirkomulagið er Guðjón Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis,“ segir í bókun Guðjóns við niðurstöðu forsætisnefndar í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem talin var hafa brotið siðareglur með ummælum um meint refsivert athæfi Ásmundar Friðrikssonar. Nokkur mál um meint brot á siðareglum hafa verið tekin til athugunar frá því þær tóku gildi og töluvert af gögnum því orðið til við þá framkvæmd. Steingrímur segir þau geta reynst gagnleg við endurskoðunina enda ýmsar spurningar vaknað í ferlinu sem reynt hafi verið að svara eftir því sem á þær reyni. Málið er á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar Alþingis sem fer fram á Hólum í Hjaltadal um miðjan ágúst. „Við erum að miða við að geta lagt einhverjar tillögur fyrir þingið þegar það kemur saman í haust,“ segir Steingrímur. Aðspurður um aðkomu þingflokka segir Steingrímur þá hafa sinn fulltrúa í forsætisnefnd, en siðareglurnar eru á málefnasviði hennar. Lögð verði áhersla á að ná sem bestri samstöðu um málið á vettvangi forsætisnefndar áður en tillaga verði lögð fram. Meðal annarra mála á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar eru nýlegar breytingar á upplýsingalögum sem fela í sér að stjórnsýsla Alþingis hefur nú verið felld undir gildissvið laganna. Það hefur í för með sér að gera þarf breytingar á þingsköpum. Fyrirhuguð nýbygging og breytingar á Alþingisvefnum verða einnig til umfjöllunar á sumarfundi nefndarinnar auk annarra venjubundinna dagskrárliða; starfsáætlunar komandi vetrar, fjárhagsáætlunar þingsins og starfsemi eftirlitsstofnana þess; Umboðsmanns Alþingis og Ríkisendurskoðunar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn í samvinnu við Helgu Völu Helgadóttur, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. „Við erum búin að kasta á milli okkar hugmyndum og höfum verið að sanka að okkur gögnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. „Nú er komin ákveðin reynsla á framkvæmdina og búið að reyna á ýmislegt og það er nú aðallega sú umgjörð sem við erum að skoða og framkvæmd reglnanna,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki eiga von á því að sjálfar hátternisreglurnar verði teknar upp heldur aðallega framkvæmd þeirra og farvegur kvartana. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna aðkomu forsætisnefndar að framkvæmd siðareglnanna og var raunar varað við því í umsögnum um siðareglurnar áður en þær voru samþykktar á Alþingi. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa fyrirkomulagið er Guðjón Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis,“ segir í bókun Guðjóns við niðurstöðu forsætisnefndar í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem talin var hafa brotið siðareglur með ummælum um meint refsivert athæfi Ásmundar Friðrikssonar. Nokkur mál um meint brot á siðareglum hafa verið tekin til athugunar frá því þær tóku gildi og töluvert af gögnum því orðið til við þá framkvæmd. Steingrímur segir þau geta reynst gagnleg við endurskoðunina enda ýmsar spurningar vaknað í ferlinu sem reynt hafi verið að svara eftir því sem á þær reyni. Málið er á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar Alþingis sem fer fram á Hólum í Hjaltadal um miðjan ágúst. „Við erum að miða við að geta lagt einhverjar tillögur fyrir þingið þegar það kemur saman í haust,“ segir Steingrímur. Aðspurður um aðkomu þingflokka segir Steingrímur þá hafa sinn fulltrúa í forsætisnefnd, en siðareglurnar eru á málefnasviði hennar. Lögð verði áhersla á að ná sem bestri samstöðu um málið á vettvangi forsætisnefndar áður en tillaga verði lögð fram. Meðal annarra mála á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar eru nýlegar breytingar á upplýsingalögum sem fela í sér að stjórnsýsla Alþingis hefur nú verið felld undir gildissvið laganna. Það hefur í för með sér að gera þarf breytingar á þingsköpum. Fyrirhuguð nýbygging og breytingar á Alþingisvefnum verða einnig til umfjöllunar á sumarfundi nefndarinnar auk annarra venjubundinna dagskrárliða; starfsáætlunar komandi vetrar, fjárhagsáætlunar þingsins og starfsemi eftirlitsstofnana þess; Umboðsmanns Alþingis og Ríkisendurskoðunar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira