Jákvætt hvað fólk er meðvitað og upplýst um loftslagsmálin Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. ágúst 2019 10:00 fréttablaðið Rúmlega 62 prósent eru mjög sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir á að þegar almenningur hafi nýlega verið spurður um stærstu samfélagslegu áskoranirnar hafi loftslagsmálin verið langefst á blaði. „Þannig að við skynjum alls staðar hvatningu til að grípa til aðgerða. Mér finnst það því í sjálfu sér mjög jákvætt hvað meðvitund fólks er mikil og hvað fólk er upplýst um þetta. Um leið held ég að þetta sé mikilvæg áminning fyrir stjórnmálin að standa í stykkinu hvað þessi mál varðar,“ segir Katrín. Nú sé líka verið að setja aukinn þunga í rannsóknir sem tengjast loftslagsmálum. „Það er lykilatriði að það sem við erum að gera sé að skila raunverulegum árangri,“ segir Katrín. Nánast allir stuðningsmenn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, eða á bilinu 97 til 99 prósent, eru mjög eða frekar sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Tæplega 84 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins og tæp 80 prósent Sjálfstæðismanna eru því sammála. Efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum er nánast eingöngu að finna meðal stuðningsmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þannig er rúmur fimmtungur Miðflokksfólks frekar eða mjög ósammála og rúm 28 prósent kjósenda Flokks fólksins. Tæp 57 prósent stuðningsmanna Miðflokksins eru frekar eða mjög sammála og um tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Flokks fólksins. Konur eru heldur sannfærðari um loftslagsbreytingar af mannavöldum en karlar. Þannig eru tvær af hverjum þremur konum mjög sammála því en tæp 58 prósent karla. Rúm sjö prósent karla eru hins vegar ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd en einungis tæp þrjú prósent kvenna. Þegar horft er á afstöðu mismunandi aldurshópa til málsins kemur í ljós að því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Í aldurshópnum 18-24 ára eru 83 prósent mjög sammála fullyrðingunni og rúm tólf prósent frekar sammála. Enginn sem svaraði í þessum aldurshópi sagðist ósammála. Katrín segir þetta ekki koma á óvart og bendir á mikla þátttöku í loftslagsverkföllum. „Maður skynjar líka mikinn áhuga þegar maður ræðir við ungt fólk. Við erum að sjá hérna kynslóð koma fram sem er miklu meðvitaðri og hefur miklu sterkari skoðanir á þessu en fyrri kynslóðir.“ Í elsta aldurshópnum sem er fólk 65 ára eða eldra er rúmt 41 prósent mjög sammála fullyrðingunni og tæp 30 prósent frekar sammála. Þá reynast tæp 13 prósent ósammála fullyrðingunni. Könnunin var framkvæmd 24.-?29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Rúmlega 62 prósent eru mjög sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir á að þegar almenningur hafi nýlega verið spurður um stærstu samfélagslegu áskoranirnar hafi loftslagsmálin verið langefst á blaði. „Þannig að við skynjum alls staðar hvatningu til að grípa til aðgerða. Mér finnst það því í sjálfu sér mjög jákvætt hvað meðvitund fólks er mikil og hvað fólk er upplýst um þetta. Um leið held ég að þetta sé mikilvæg áminning fyrir stjórnmálin að standa í stykkinu hvað þessi mál varðar,“ segir Katrín. Nú sé líka verið að setja aukinn þunga í rannsóknir sem tengjast loftslagsmálum. „Það er lykilatriði að það sem við erum að gera sé að skila raunverulegum árangri,“ segir Katrín. Nánast allir stuðningsmenn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, eða á bilinu 97 til 99 prósent, eru mjög eða frekar sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Tæplega 84 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins og tæp 80 prósent Sjálfstæðismanna eru því sammála. Efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum er nánast eingöngu að finna meðal stuðningsmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þannig er rúmur fimmtungur Miðflokksfólks frekar eða mjög ósammála og rúm 28 prósent kjósenda Flokks fólksins. Tæp 57 prósent stuðningsmanna Miðflokksins eru frekar eða mjög sammála og um tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Flokks fólksins. Konur eru heldur sannfærðari um loftslagsbreytingar af mannavöldum en karlar. Þannig eru tvær af hverjum þremur konum mjög sammála því en tæp 58 prósent karla. Rúm sjö prósent karla eru hins vegar ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd en einungis tæp þrjú prósent kvenna. Þegar horft er á afstöðu mismunandi aldurshópa til málsins kemur í ljós að því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Í aldurshópnum 18-24 ára eru 83 prósent mjög sammála fullyrðingunni og rúm tólf prósent frekar sammála. Enginn sem svaraði í þessum aldurshópi sagðist ósammála. Katrín segir þetta ekki koma á óvart og bendir á mikla þátttöku í loftslagsverkföllum. „Maður skynjar líka mikinn áhuga þegar maður ræðir við ungt fólk. Við erum að sjá hérna kynslóð koma fram sem er miklu meðvitaðri og hefur miklu sterkari skoðanir á þessu en fyrri kynslóðir.“ Í elsta aldurshópnum sem er fólk 65 ára eða eldra er rúmt 41 prósent mjög sammála fullyrðingunni og tæp 30 prósent frekar sammála. Þá reynast tæp 13 prósent ósammála fullyrðingunni. Könnunin var framkvæmd 24.-?29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira