Trump teflir djarft í tollastríði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 21:27 Trump var ekki sáttur þegar bandaríska sendinefndin greindi honum frá gangi viðræðna og sakar forseta Kína um að ganga á bak orða sinna. Vísir/EPA Í tísti sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, birti í dag boðaði hann tollahækkanir á kínverskan innflutning að andvirði þrjú hundruð milljarða Bandaríkjadala. Trump sagði að leiðtogar ríkjanna myndu halda áfram viðræðum en frá og með 1. september myndi Bandaríkjastjórn hækka tolla á kínverskan varning um auka 10%. Viðskiptaþvinganirnar munu hafa áhrif á neytendur í Bandaríkjunum en vörur á borð við Iphone, strigaskó, raftæki og leikföng munu hækka í verði með nýju tollunum. Trump lét í ljós óánægju sína eftir að hafa fundað með bandarísku sendinefndinni, með Steven Mnuchin fjármálaráðherra og Robert Lighthizer í broddi fylkingar, í Hvíta húsinu í dag en sendinefndin sneri aftur heim í dag eftir að hafa setið við samningaborðið í Shanghai í vikunni. Trump varð afar ósáttur þegar sendinefndin greindi honum frá gangi viðræðna og þegar hann komst að því að Kínverjar gætu ekki lofað því að fjárfesta í bandarískum landbúnaðarvörum. Trump sagðist hafa talið sér trú um að það hefði verið niðurstaða fundar hans og Xi Jinping, forseta Kína, í sumar. Hann sagði að leiðtogi Kína hefði einnig lofað sér að reyna að koma í veg fyrir innflutning á Fentanyl til Bandaríkjanna. Þjóðarleiðtogarnir tveir sættust á að hefja samningaviðræður að nýju á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Japan í lok júní. Trump segir að þrátt fyrir boðaðar tollahækkanir sé hann sannfærður um að samstarf ríkjanna tveggja verði gott í framtíðinni....buy agricultural product from the U.S. in large quantities, but did not do so. Additionally, my friend President Xi said that he would stop the sale of Fentanyl to the United States – this never happened, and many Americans continue to die! Trade talks are continuing, and... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 1, 2019 Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. 29. júní 2019 14:01 Hafa áhyggjur af biblíuskorti verði af tollahækkunum á vörur frá Kína Útgefendur helgirita í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af afleiðingum þess að Bandaríkjastjórn leggi frekari tolla og höft á innflutning frá Kína. 8. júlí 2019 21:26 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Í tísti sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, birti í dag boðaði hann tollahækkanir á kínverskan innflutning að andvirði þrjú hundruð milljarða Bandaríkjadala. Trump sagði að leiðtogar ríkjanna myndu halda áfram viðræðum en frá og með 1. september myndi Bandaríkjastjórn hækka tolla á kínverskan varning um auka 10%. Viðskiptaþvinganirnar munu hafa áhrif á neytendur í Bandaríkjunum en vörur á borð við Iphone, strigaskó, raftæki og leikföng munu hækka í verði með nýju tollunum. Trump lét í ljós óánægju sína eftir að hafa fundað með bandarísku sendinefndinni, með Steven Mnuchin fjármálaráðherra og Robert Lighthizer í broddi fylkingar, í Hvíta húsinu í dag en sendinefndin sneri aftur heim í dag eftir að hafa setið við samningaborðið í Shanghai í vikunni. Trump varð afar ósáttur þegar sendinefndin greindi honum frá gangi viðræðna og þegar hann komst að því að Kínverjar gætu ekki lofað því að fjárfesta í bandarískum landbúnaðarvörum. Trump sagðist hafa talið sér trú um að það hefði verið niðurstaða fundar hans og Xi Jinping, forseta Kína, í sumar. Hann sagði að leiðtogi Kína hefði einnig lofað sér að reyna að koma í veg fyrir innflutning á Fentanyl til Bandaríkjanna. Þjóðarleiðtogarnir tveir sættust á að hefja samningaviðræður að nýju á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Japan í lok júní. Trump segir að þrátt fyrir boðaðar tollahækkanir sé hann sannfærður um að samstarf ríkjanna tveggja verði gott í framtíðinni....buy agricultural product from the U.S. in large quantities, but did not do so. Additionally, my friend President Xi said that he would stop the sale of Fentanyl to the United States – this never happened, and many Americans continue to die! Trade talks are continuing, and... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 1, 2019
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. 29. júní 2019 14:01 Hafa áhyggjur af biblíuskorti verði af tollahækkunum á vörur frá Kína Útgefendur helgirita í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af afleiðingum þess að Bandaríkjastjórn leggi frekari tolla og höft á innflutning frá Kína. 8. júlí 2019 21:26 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23
Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00
„Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. 29. júní 2019 14:01
Hafa áhyggjur af biblíuskorti verði af tollahækkunum á vörur frá Kína Útgefendur helgirita í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af afleiðingum þess að Bandaríkjastjórn leggi frekari tolla og höft á innflutning frá Kína. 8. júlí 2019 21:26