Björgvin Karl Guðmundsson er í fjórða sæti eftir fyrstu keppnisgrein á heimleikunum í CrossFit sem hófust í dag.
Annie Mist Þórisdóttir stóð sig best af íslensku dætrunum en hún situr í sjötta sæti. Oddrún Eik Gylfadóttir hafnaði í þrettánda sæti og Þuríður Erla Helagóttir í því fjórtánda.
Katrín Tanja Davíðsdóttir lenti í 21. sæti og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í 40. sæti.
Þær þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki í gegnum niðurskurðinn en einungis 75 keppendur taka þátt í næstu keppnisgrein sem hefst um kl.22 að íslenskum tíma.
