Upphitun: Síðasta keppni fyrir sumarfrí Bragi Þórðarson skrifar 1. ágúst 2019 18:00 Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari í rigningunni í Þýskalandi fyrir viku. Getty Tólfta umferðin í Formúlu 1 fer fram á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi um helgina. Liðin fá aðeins tæpa viku til að ferðast frá Þýskalandi þar sem einn magnaðasti kappakstur sögunnar átti sér stað um síðustu helgi. ,,Þetta var versta keppnin mín á ferlinum’’ sagði Lewis Hamilton í rigningunni á Hockenheim. Þrátt fyrir það jók hann forskot sitt í heimsmeistaramótinu á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas, um tvö stig þar sem Bottas datt úr leik eftir að hafa klesst á vegg. Takist Max Verstappen að ná öðrum sigri um helgina gæti hann sett pressu á Mercedes ökumennina þó að staða þeirra í mótinu virðist nánast örugg. Eftir keppnina í Búdapest um helgina fer Formúlan í mánaðar sumarfrí. Næsta umferð fer fram í Belgíu um næstu mánaðarmót.Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn í fyrra.GettyErfitt að taka framúrTímatökurnar verða mjög mikilvægar, erfitt er að taka framúr á brautinni í Búdapest og verður því lykilatriði að ná ráspól á laugardaginn. Hamilton er sigursælasti ökuþórinn á Hungaroring brautinni með sex sigra. Keppnin hefur verið haldin hvert einasta ár síðan 1986 og laðar að á milli 200 og 300 þúsund manns ár hvert. Íslendingurinn Baldvin Hansson verður starfsmaður á keppninni um helgina. Hann verður aðstoðarmaður brautarstjóra og situr þá einnig í keppnisstjórn. ,,Ég er hér til að safna þekkingu sem mun nýtast okkur beint við starfið á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins’’ sagði Baldvin í samtali við Vísi. Útsending frá keppninni hefst á sunnudag klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 2. Tímatökur hefjast á sama tíma á laugardaginn og æfing verður einnig í beinni á laugardaginn klukkan 09:50. Formúla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Tólfta umferðin í Formúlu 1 fer fram á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi um helgina. Liðin fá aðeins tæpa viku til að ferðast frá Þýskalandi þar sem einn magnaðasti kappakstur sögunnar átti sér stað um síðustu helgi. ,,Þetta var versta keppnin mín á ferlinum’’ sagði Lewis Hamilton í rigningunni á Hockenheim. Þrátt fyrir það jók hann forskot sitt í heimsmeistaramótinu á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas, um tvö stig þar sem Bottas datt úr leik eftir að hafa klesst á vegg. Takist Max Verstappen að ná öðrum sigri um helgina gæti hann sett pressu á Mercedes ökumennina þó að staða þeirra í mótinu virðist nánast örugg. Eftir keppnina í Búdapest um helgina fer Formúlan í mánaðar sumarfrí. Næsta umferð fer fram í Belgíu um næstu mánaðarmót.Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn í fyrra.GettyErfitt að taka framúrTímatökurnar verða mjög mikilvægar, erfitt er að taka framúr á brautinni í Búdapest og verður því lykilatriði að ná ráspól á laugardaginn. Hamilton er sigursælasti ökuþórinn á Hungaroring brautinni með sex sigra. Keppnin hefur verið haldin hvert einasta ár síðan 1986 og laðar að á milli 200 og 300 þúsund manns ár hvert. Íslendingurinn Baldvin Hansson verður starfsmaður á keppninni um helgina. Hann verður aðstoðarmaður brautarstjóra og situr þá einnig í keppnisstjórn. ,,Ég er hér til að safna þekkingu sem mun nýtast okkur beint við starfið á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins’’ sagði Baldvin í samtali við Vísi. Útsending frá keppninni hefst á sunnudag klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 2. Tímatökur hefjast á sama tíma á laugardaginn og æfing verður einnig í beinni á laugardaginn klukkan 09:50.
Formúla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira