Konur meirihluti forstöðumannanna tvíhliða sendiskrifstofa í fyrsta sinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. ágúst 2019 12:51 Utanríkisráðuneytið. Fréttablaðið/E.Ól Frá og með deginum í dag eru konur nú í í meirihluta forstöðumanna í tvíhliða sendiráðum Íslands í fyrsta sinn. Í dag tóku gildi flutningar á forstöðumönnum sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem tilkynnt var um í haust.Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að breytingarnar sem nú taka gildi séu samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Um reglubundna flutninga á forstöðumönnum sendiskrifstofa sé að ræða og ekki sé verið að skipa neina nýja sendiherra.Með breytingunum verður Helga Hauksdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Kaupmannahöfn í stað Benedikts Jónssonar, sem verður aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn í Færeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.Fréttablaðið/Andri MarínóPétur Gunnar Thorsteinsson, fráfarandi aðalræðismaður, kemur til starfa í ráðuneytinu. Þá verður María Erla Marelsdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, sendiherra í Berlín í stað Martins Eyjólfssonar, sem verður skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Jörundur Valtýsson, fráfarandi skrifstofustjóri, verður fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í stað Bergdísar Ellertsdóttur. Hún verður sendiherra í Washington í stað Geirs H. Haarde en hann tók sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja þann 1. júlí sl.Hermann Ingólfsson, sendiherra í Ósló, tekur við sem fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu af Önnu Jóhannsdóttur sem verður skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins. Ingibjörg Davíðsdóttir verður sendiherra í Ósló.„Frá og með deginum í dag verða konur forstöðumenn 9 af 26 sendiskrifstofum Íslands (í Berlín, Kampala, Kaupmannahöfn, Lilongwe, Moskvu, Ósló, Stokkhólmi, Tókýó og Washington) og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Konur eru nú raunar meirihluti forstöðumannanna ef aðeins er litið til tvíhliða sendiráðanna (9 af 17) en það hefur aldrei gerst áður,“ segir í tilkynningu ráðuneytisinns.Ísland starfrækir 26 sendiskrifstofur í 21 ríki en í íslensku utanríkisþjónustunni eru nú starfandi 34 sendiherrar. Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Frá og með deginum í dag eru konur nú í í meirihluta forstöðumanna í tvíhliða sendiráðum Íslands í fyrsta sinn. Í dag tóku gildi flutningar á forstöðumönnum sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem tilkynnt var um í haust.Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að breytingarnar sem nú taka gildi séu samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Um reglubundna flutninga á forstöðumönnum sendiskrifstofa sé að ræða og ekki sé verið að skipa neina nýja sendiherra.Með breytingunum verður Helga Hauksdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Kaupmannahöfn í stað Benedikts Jónssonar, sem verður aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn í Færeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.Fréttablaðið/Andri MarínóPétur Gunnar Thorsteinsson, fráfarandi aðalræðismaður, kemur til starfa í ráðuneytinu. Þá verður María Erla Marelsdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, sendiherra í Berlín í stað Martins Eyjólfssonar, sem verður skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Jörundur Valtýsson, fráfarandi skrifstofustjóri, verður fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í stað Bergdísar Ellertsdóttur. Hún verður sendiherra í Washington í stað Geirs H. Haarde en hann tók sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja þann 1. júlí sl.Hermann Ingólfsson, sendiherra í Ósló, tekur við sem fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu af Önnu Jóhannsdóttur sem verður skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins. Ingibjörg Davíðsdóttir verður sendiherra í Ósló.„Frá og með deginum í dag verða konur forstöðumenn 9 af 26 sendiskrifstofum Íslands (í Berlín, Kampala, Kaupmannahöfn, Lilongwe, Moskvu, Ósló, Stokkhólmi, Tókýó og Washington) og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Konur eru nú raunar meirihluti forstöðumannanna ef aðeins er litið til tvíhliða sendiráðanna (9 af 17) en það hefur aldrei gerst áður,“ segir í tilkynningu ráðuneytisinns.Ísland starfrækir 26 sendiskrifstofur í 21 ríki en í íslensku utanríkisþjónustunni eru nú starfandi 34 sendiherrar.
Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira