Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 12:37 Frá framkvæmdum í Berufirði en nú er búið að leggja bundið slitlag á veginn. Vísir/Vilhelm Umferð hefur verið hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Um er að ræða 4,9 kílómetra langan vegarkafla sem nú er með bundið slitlag og kann að hljóma sem lítil tíðindi en staðreyndin er sú að opnun þessa nýja vegar eru mikil tímamót fyrir landsmenn alla því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn um Ísland er allur með bundnu slitlagi. Greint var frá því á vef Vegagerðarinnar í morgun að umferð hafi verið hleypt á þennan nýja veg en formleg vígsla hans verður fjórtánda ágúst næstkomandi. „Þetta er stór stund fyrir okkur öll,“ segir Sveinn Sveinsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði en hann segir það hafi staðið til að setja bundið slitlag á þennan vegarkafla í botni Berufjarðar frá síðustu aldamótum. „Þetta hefur tekið tíma eins og annað hjá okkur,“ segir Sveinn. Hringvegurinn varð til þegar brýr voru teknar í notkun á Skeiðarársandi árið 1974 og hefur því tekið 45 ár að leggja bundið slitlag á hann allan. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Þessi vegkafli hefur verið einn sá umdeildasti á Hringveginn um langt skeið en Sveinn segir að um malarveg hafi verið að ræða sem þoldi illa mikla rigningu samhliða mikilli umferð. Um þúsund bílar fóru um malarveginn á degi hverjum og varð hann því afar illa farinn ef hann blotnaði. Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Umferð hefur verið hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Um er að ræða 4,9 kílómetra langan vegarkafla sem nú er með bundið slitlag og kann að hljóma sem lítil tíðindi en staðreyndin er sú að opnun þessa nýja vegar eru mikil tímamót fyrir landsmenn alla því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn um Ísland er allur með bundnu slitlagi. Greint var frá því á vef Vegagerðarinnar í morgun að umferð hafi verið hleypt á þennan nýja veg en formleg vígsla hans verður fjórtánda ágúst næstkomandi. „Þetta er stór stund fyrir okkur öll,“ segir Sveinn Sveinsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði en hann segir það hafi staðið til að setja bundið slitlag á þennan vegarkafla í botni Berufjarðar frá síðustu aldamótum. „Þetta hefur tekið tíma eins og annað hjá okkur,“ segir Sveinn. Hringvegurinn varð til þegar brýr voru teknar í notkun á Skeiðarársandi árið 1974 og hefur því tekið 45 ár að leggja bundið slitlag á hann allan. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Þessi vegkafli hefur verið einn sá umdeildasti á Hringveginn um langt skeið en Sveinn segir að um malarveg hafi verið að ræða sem þoldi illa mikla rigningu samhliða mikilli umferð. Um þúsund bílar fóru um malarveginn á degi hverjum og varð hann því afar illa farinn ef hann blotnaði.
Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30