Erna Sóley Gunnarsdóttir varð í dag Norðurlandameistari 19 ára og yngri í kúluvarpi.
Erna Sóley kastaði 15,85 metra og setti nýtt mótsmet.
Þetta eru önnur gullverðlaunin sem Íslendingar vinna til á Norðurlandamótinu. Í gær vann Kristján Viggó Sigfinnsson sigur í hástökki.
Fyrr í sumar varð Erna Sóley í 3. sæti í kúluvarpi á EM U-20 ára. Hún kastaði þá 15,65 metra.
Erna Sóley Norðurlandameistari í kúluvarpi

Tengdar fréttir

Kristján Viggó Norðurlandameistari U20
Fyrri dagurinn á Norðurlandamótinu nítján ára og yngri fór fram í dag en Ísland skipar sameiginlegu liði með Dönum.

Erna Sóley náði bronsinu í Svíþjóð
Erna Sóley Gunnarsdóttir hafnaði í 3.sæti í kúluvarpi á EM U20 í frjálsum íþróttum