Atlantshafssigling Gretu Thunberg eins og „útilega í rússíbana“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2019 18:17 Siglingin hófst á miðvikudaginn. Vísir/Getty Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur. Hún segist hingað til ekki hafa fundið fyrir neinni sjóveiki. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Sigling á umhverfisvænni keppnisskútu þvert yfir Atlantshafið var eini möguleikinn á því að koma henni á ráðstefnurnar þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu. Thunberg lagði af stað frá Plymouth í Bretlandi á miðvikudaginn um borð í skútunni Maliza II, áhafnarmeðlimir eru fjórir, þar á meðal Svante, faðir Thunberg. Ferðin gekk þó brösuglega í en vont var í sjóinn fyrstu dagana. Ágúst ekki tilvalinn mánuður til að ferðast yfir Atlantshafið, að því er segir í frétt Guardian. Í uppfærslu á Twitter segir Thunberg þó að nú sé rólegri sjór framundan og allt hafi gengið vel hingað til. „Borða og sef vel og engin sjóveiki hingað til. Lífið um birð í Maliza II er eins og útilega í rússíbana,“ skrifar hún á Twitter. Föruneytið á eftir um 2.500 sjómilna ferðalag til Bandaríkjanna en reiknað er með að siglingin taki um tvær vikur.Day 4. Pos 46° 20‘ N 015° 46‘ W Eating and sleeping well and no sea sickness so far. Life on Malizia II is like camping on a roller coaster! pic.twitter.com/pf1PnqYCov — Greta Thunberg (@GretaThunberg) August 17, 2019 Fylgjast má með ferðalagi Thunberg hér að neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur. Hún segist hingað til ekki hafa fundið fyrir neinni sjóveiki. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Sigling á umhverfisvænni keppnisskútu þvert yfir Atlantshafið var eini möguleikinn á því að koma henni á ráðstefnurnar þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu. Thunberg lagði af stað frá Plymouth í Bretlandi á miðvikudaginn um borð í skútunni Maliza II, áhafnarmeðlimir eru fjórir, þar á meðal Svante, faðir Thunberg. Ferðin gekk þó brösuglega í en vont var í sjóinn fyrstu dagana. Ágúst ekki tilvalinn mánuður til að ferðast yfir Atlantshafið, að því er segir í frétt Guardian. Í uppfærslu á Twitter segir Thunberg þó að nú sé rólegri sjór framundan og allt hafi gengið vel hingað til. „Borða og sef vel og engin sjóveiki hingað til. Lífið um birð í Maliza II er eins og útilega í rússíbana,“ skrifar hún á Twitter. Föruneytið á eftir um 2.500 sjómilna ferðalag til Bandaríkjanna en reiknað er með að siglingin taki um tvær vikur.Day 4. Pos 46° 20‘ N 015° 46‘ W Eating and sleeping well and no sea sickness so far. Life on Malizia II is like camping on a roller coaster! pic.twitter.com/pf1PnqYCov — Greta Thunberg (@GretaThunberg) August 17, 2019 Fylgjast má með ferðalagi Thunberg hér að neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12