Íslenskt skákfélag hélt mót á einni afskekktustu eyju Grænlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 17:18 Gleðin var allsráðandi eftir fyrsta meistaramót Kullorsuaq í skák. mynd/aðsend Í gær lauk hátíð Hróksins, skákfélags, í þorpinu Kullorsuaq á samnefndri eyju við vesturströnd Grænlands. Hátíðin var haldin annað árið í röð en nánast allir í þorpinu, um 450 manns, tóku þátt í hátíðarhöldunum. Fyrsta meistaramótið í skák var haldið í bænum og haldin var sirkussýning.Robert Magro ásamt nokkrum ungmennanna úr sikrisskólanum á lokahátíðinni.mynd/aðsendSirkuslistamennirnir Axel Diego og Roberto Magro voru með sirkusskóla fyrir börn og fullorðna, og slógu upp mikilli sýningu í íþróttahúsi bæjarins í hátíðarlok. Þeir voru líka í föruneyti Hróksins til Kullorsuaq í fyrra, og segir Roberto að Kullorsuaq sé einstakur staður. ,,Ég hef sýnt og kennt í flestum heimsálfum, en aldrei kynnst öðru eins og hérna," segir Roberto.Sirkussýningin vakti mikla gleði meðal áhorfenda.mynd/aðsendHrafn Jökulsson, forseti Hróksins, segir ferðina hafa gengið vonum framar en hann kenndi skák í grunnskólanum í vikunni. Skákfélag var stofnað í bænum þegar Hrókurinn heimsótti bæinn í fyrra. Hann segir börnin í skólanum, sem eru um hundrað talsins, hafa verið mjög áhugasöm: „Þau sýndu hreint undraverða leikni við skákborðið og öll voru þau jafn áhugasöm og yndislegt að upplifa leikgleðina.“ Þrjátíu og tveir keppendur tóku þátt í meistaramótinu og voru þeir á öllum aldri. Keppendur í Kullorsuaq voru fleiri en keppendur á meistaramótinu í Nuuk, þar sem meira en 18 þúsund manns eru búsettir. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir næstu hátíð. Grænland Skák Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Í gær lauk hátíð Hróksins, skákfélags, í þorpinu Kullorsuaq á samnefndri eyju við vesturströnd Grænlands. Hátíðin var haldin annað árið í röð en nánast allir í þorpinu, um 450 manns, tóku þátt í hátíðarhöldunum. Fyrsta meistaramótið í skák var haldið í bænum og haldin var sirkussýning.Robert Magro ásamt nokkrum ungmennanna úr sikrisskólanum á lokahátíðinni.mynd/aðsendSirkuslistamennirnir Axel Diego og Roberto Magro voru með sirkusskóla fyrir börn og fullorðna, og slógu upp mikilli sýningu í íþróttahúsi bæjarins í hátíðarlok. Þeir voru líka í föruneyti Hróksins til Kullorsuaq í fyrra, og segir Roberto að Kullorsuaq sé einstakur staður. ,,Ég hef sýnt og kennt í flestum heimsálfum, en aldrei kynnst öðru eins og hérna," segir Roberto.Sirkussýningin vakti mikla gleði meðal áhorfenda.mynd/aðsendHrafn Jökulsson, forseti Hróksins, segir ferðina hafa gengið vonum framar en hann kenndi skák í grunnskólanum í vikunni. Skákfélag var stofnað í bænum þegar Hrókurinn heimsótti bæinn í fyrra. Hann segir börnin í skólanum, sem eru um hundrað talsins, hafa verið mjög áhugasöm: „Þau sýndu hreint undraverða leikni við skákborðið og öll voru þau jafn áhugasöm og yndislegt að upplifa leikgleðina.“ Þrjátíu og tveir keppendur tóku þátt í meistaramótinu og voru þeir á öllum aldri. Keppendur í Kullorsuaq voru fleiri en keppendur á meistaramótinu í Nuuk, þar sem meira en 18 þúsund manns eru búsettir. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir næstu hátíð.
Grænland Skák Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira