Segir skýrt að engar kvaðir um sæstreng séu í þriðja orkupakkanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 13:35 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. Það sé enn fremur kýrskýrt að innleiðing orkupakkans feli ekki í sér neinar kvaðir um lagningu sæstrengs. Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík var meðal þeirra sérfræðinga sem komu fyrir utanríkismálanefnd í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét kemur fyrir nefndina en hún vann álitsgerð ásamt fleirum um það hvaða lagalegu afleiðingar það hefði í för með sér ef að Alþingi myndi synja um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara með þriðja orkupakkanum. „Það sem að við bendum á er í fyrsta lagi er að löggjöfin myndi þá ekki taka gildi, hvorki gagnvart Íslandi, Noregi né Lictenstein. Sameiginlega EES nefndin myndi þá fresta fjórða viðauka um orku í EES-samningnum til bráðabirða þannig að hluti eða öll löggjöf sem snýr að orkumálum yrði frestað,” segir Margrét. Það gæti haft í för með sér ýmsar afleiðingar. „Það gæti haft ákveðnar efnahagslegar afleiðingar, meðal annars fyrir orkufyrirtæki á Íslandi sem eru að selja upprunaábyrgðir, þá myndi þetta hafa í för með sér ákveðnar pólitískar afleiðingar, gæti sett framkvæmd EES-samningsins í ákveðið uppnám, og það sem kannski mestu máli skiptir er að það er mjög óljóst hver ættu að verða næstu skref.” Þá segir hún afar langsótt að halda því fram að innleiðingin feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs líkt og margir hafa þegar bent á. „Það er alveg kýrskýrt að þriðji orkupakkinn leggur ekki skyldur á íslenska ríkið til þess að leggja sæstreng og það leggur ekki þær skyldur á íslenska ríkið að heimila einhverjum öðrum einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng,” segir Margrét. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. Það sé enn fremur kýrskýrt að innleiðing orkupakkans feli ekki í sér neinar kvaðir um lagningu sæstrengs. Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík var meðal þeirra sérfræðinga sem komu fyrir utanríkismálanefnd í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét kemur fyrir nefndina en hún vann álitsgerð ásamt fleirum um það hvaða lagalegu afleiðingar það hefði í för með sér ef að Alþingi myndi synja um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara með þriðja orkupakkanum. „Það sem að við bendum á er í fyrsta lagi er að löggjöfin myndi þá ekki taka gildi, hvorki gagnvart Íslandi, Noregi né Lictenstein. Sameiginlega EES nefndin myndi þá fresta fjórða viðauka um orku í EES-samningnum til bráðabirða þannig að hluti eða öll löggjöf sem snýr að orkumálum yrði frestað,” segir Margrét. Það gæti haft í för með sér ýmsar afleiðingar. „Það gæti haft ákveðnar efnahagslegar afleiðingar, meðal annars fyrir orkufyrirtæki á Íslandi sem eru að selja upprunaábyrgðir, þá myndi þetta hafa í för með sér ákveðnar pólitískar afleiðingar, gæti sett framkvæmd EES-samningsins í ákveðið uppnám, og það sem kannski mestu máli skiptir er að það er mjög óljóst hver ættu að verða næstu skref.” Þá segir hún afar langsótt að halda því fram að innleiðingin feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs líkt og margir hafa þegar bent á. „Það er alveg kýrskýrt að þriðji orkupakkinn leggur ekki skyldur á íslenska ríkið til þess að leggja sæstreng og það leggur ekki þær skyldur á íslenska ríkið að heimila einhverjum öðrum einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng,” segir Margrét.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00