Ósætti með samskipti við borgina vegna ástandsins í Fossvogsskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2019 20:00 Skólahald hefst á ný í Fossvogsskóla í næstu viku þrátt fyrir að rakaskemmdir séu enn á austurhlið hússins. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir húsnæðið öruggt en nokkrir foreldrar ætla ekki að senda börn sín í skólann á fimmtudaginn. Forsaga málsins er sú að í Fossvogsskóla fundust raka- og loftgæðavandamál um miðjan mars og var skólanum lokað á meðan ráðist var í framkvæmdir. Sjá einnig: Foreldrar bálreiðir á hitafundi í Fossvogsskóla Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið áður en skólastarf hefst í næstu viku. Enn eru rakaskemmdir á austurhlið skólans og verður skólahald því í öðrum hlutum byggingarinnar. Helga Guðmundsdóttir er foreldri barns í Fossvogsskóla.Vísir/SIGURJÓN „Ég held að margir hafi álitið að þegar skólinn yrði tekinn í notkun þá yrði hann tilbúinn. Það var gengið út frá því. Það er ljóst að svo verður ekki,“ segir Helga Guðmundsdóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segir að borgin hafi í einu og öllu farið eftir fyrirmælum heilbrigðiseftirlitsins. „Auðvitað eru vonbrigði að við þurfum að þétta í húsinu því það eru ekki allir hlutar hússins tilbúnir til afhendingar því það á eftir að klára ákveðin atriði,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Aðspurður hvort öruggt sé að senda börn í skólann á meðan enn sé rakaskemmdir að finna segir hann að svo sé. „Við getum sagt já miðað við leiðbeiningarnar og það sem búið er að segja okkur þá er þetta öruggt skólahúsnæði,“ segir Helgi. Mikillar reiði gætti meðal foreldra á fundi í Fossvogsskóla í gærkvöldi, sér í lagi vegna ákvörðunar um að bera aftur inn í skólann bækur og húsgögn. Helga segist þó afar þakklát starfsfólki skólans fyrir að halda skólastarfi gangandi miðað við aðstæður. „Það var búið að fullvissa nokkra foreldra um það að það yrði ekki gert. Það getur reynst afar erfitt og sumir segja ómögulegt að þrífa blöð og svamp þannig að það sé alveg öruggt að ekki sé gró í blöðunum og svampnum.“ Mynd tekin af Fossvogsskóla í dag.Vísir/Egill Hún segir að fátt hafi verið um svör frá borginni á fundinum í gær. „Þeir sem hefðu helst þurft að vera þarna voru ekki á staðnum til að svara fyrir.“ Helgi hafði sjálfur ekki tök á því að mæta á fundinn. „En þarna voru fulltrúar frá Verkís, sú verkfræðistofa sem hefur fylgst náið með framkvæmdunum.“ Í samtali við fréttastofu sögðu nokkrir foreldrar að þau hafi ákveðið að senda börnin sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Skólahald hefst á ný í Fossvogsskóla í næstu viku þrátt fyrir að rakaskemmdir séu enn á austurhlið hússins. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir húsnæðið öruggt en nokkrir foreldrar ætla ekki að senda börn sín í skólann á fimmtudaginn. Forsaga málsins er sú að í Fossvogsskóla fundust raka- og loftgæðavandamál um miðjan mars og var skólanum lokað á meðan ráðist var í framkvæmdir. Sjá einnig: Foreldrar bálreiðir á hitafundi í Fossvogsskóla Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið áður en skólastarf hefst í næstu viku. Enn eru rakaskemmdir á austurhlið skólans og verður skólahald því í öðrum hlutum byggingarinnar. Helga Guðmundsdóttir er foreldri barns í Fossvogsskóla.Vísir/SIGURJÓN „Ég held að margir hafi álitið að þegar skólinn yrði tekinn í notkun þá yrði hann tilbúinn. Það var gengið út frá því. Það er ljóst að svo verður ekki,“ segir Helga Guðmundsdóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segir að borgin hafi í einu og öllu farið eftir fyrirmælum heilbrigðiseftirlitsins. „Auðvitað eru vonbrigði að við þurfum að þétta í húsinu því það eru ekki allir hlutar hússins tilbúnir til afhendingar því það á eftir að klára ákveðin atriði,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Aðspurður hvort öruggt sé að senda börn í skólann á meðan enn sé rakaskemmdir að finna segir hann að svo sé. „Við getum sagt já miðað við leiðbeiningarnar og það sem búið er að segja okkur þá er þetta öruggt skólahúsnæði,“ segir Helgi. Mikillar reiði gætti meðal foreldra á fundi í Fossvogsskóla í gærkvöldi, sér í lagi vegna ákvörðunar um að bera aftur inn í skólann bækur og húsgögn. Helga segist þó afar þakklát starfsfólki skólans fyrir að halda skólastarfi gangandi miðað við aðstæður. „Það var búið að fullvissa nokkra foreldra um það að það yrði ekki gert. Það getur reynst afar erfitt og sumir segja ómögulegt að þrífa blöð og svamp þannig að það sé alveg öruggt að ekki sé gró í blöðunum og svampnum.“ Mynd tekin af Fossvogsskóla í dag.Vísir/Egill Hún segir að fátt hafi verið um svör frá borginni á fundinum í gær. „Þeir sem hefðu helst þurft að vera þarna voru ekki á staðnum til að svara fyrir.“ Helgi hafði sjálfur ekki tök á því að mæta á fundinn. „En þarna voru fulltrúar frá Verkís, sú verkfræðistofa sem hefur fylgst náið með framkvæmdunum.“ Í samtali við fréttastofu sögðu nokkrir foreldrar að þau hafi ákveðið að senda börnin sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira