„Það stóðu öll spjót á mér“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 14:57 Arnar Þór Jónsson héraðsdómari Vísir/ÞÞ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. Arnar Þór hefur lýst efasemdum um hvort skynsamlegt sé að innleiða eigi þriðja orkupakkann. Alþingi ætti að íhuga vandlega næstu skref og það liggi fyrir að lögfræðileg óvissa sé uppi, verði hann innleiddur. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið meðbyr á þessum fundi, það stóðu öll spjót á mér,” sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu eftir að hann vék af fundi nefndarinnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, segir í samtali við fréttastofu að henni þyki það verulegt umhugsunarefni, með fullu tilliti til tjáningarfrelsis, að héraðsdómari lýsi svo miklu vantrausti á löggjafarþingið og segi það ekki þora að verja fullveldi Íslands líkt og fram hafi komið í máli hans á fundinum. Af þeim fimm sérfræðingum sem komu fyrir nefndina í morgun var Arnar Þór sá eini sem lýsti slíkum sjónarmiðum. Aðrir boðaðir gestir fundarins voru þeir Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, Margrét Einarsdóttir dósent við lagadeild HR, Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og Skúli Magnússon héraðsdómari. „Hann fjallar um það að auka getu raforkueftirlitsins, fjölga þarf starfsmönnum til að hafa eftirlit með raforkufyrirtækjum, auka neytendavernd og tryggja að kerfisáætlun sé í gangi. Sem reyndar er búið að innleiða hér. Svo fjallar hann um hvernig á að haga reglum ef byggð eru mannvirki sem tengja saman lönd. Það er auðvitað mjög mikilvægt atriði sem hefur fengið mikla athygli hér. Það eru sérstök þingmál sem valda því að það verður ekki gert. Það verður að mínu mati erfiðara að leggja sæstreng án samþykkis allra, og reyndar ómögulegt að mínu mati. En það verður erfiðara, lagalega og fleiri hindranir ef að þessi löggjöf er samþykkt en ef hún er felld,“ sagði Hilmar í samtali við fréttastofu.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. Arnar Þór hefur lýst efasemdum um hvort skynsamlegt sé að innleiða eigi þriðja orkupakkann. Alþingi ætti að íhuga vandlega næstu skref og það liggi fyrir að lögfræðileg óvissa sé uppi, verði hann innleiddur. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið meðbyr á þessum fundi, það stóðu öll spjót á mér,” sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu eftir að hann vék af fundi nefndarinnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, segir í samtali við fréttastofu að henni þyki það verulegt umhugsunarefni, með fullu tilliti til tjáningarfrelsis, að héraðsdómari lýsi svo miklu vantrausti á löggjafarþingið og segi það ekki þora að verja fullveldi Íslands líkt og fram hafi komið í máli hans á fundinum. Af þeim fimm sérfræðingum sem komu fyrir nefndina í morgun var Arnar Þór sá eini sem lýsti slíkum sjónarmiðum. Aðrir boðaðir gestir fundarins voru þeir Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, Margrét Einarsdóttir dósent við lagadeild HR, Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og Skúli Magnússon héraðsdómari. „Hann fjallar um það að auka getu raforkueftirlitsins, fjölga þarf starfsmönnum til að hafa eftirlit með raforkufyrirtækjum, auka neytendavernd og tryggja að kerfisáætlun sé í gangi. Sem reyndar er búið að innleiða hér. Svo fjallar hann um hvernig á að haga reglum ef byggð eru mannvirki sem tengja saman lönd. Það er auðvitað mjög mikilvægt atriði sem hefur fengið mikla athygli hér. Það eru sérstök þingmál sem valda því að það verður ekki gert. Það verður að mínu mati erfiðara að leggja sæstreng án samþykkis allra, og reyndar ómögulegt að mínu mati. En það verður erfiðara, lagalega og fleiri hindranir ef að þessi löggjöf er samþykkt en ef hún er felld,“ sagði Hilmar í samtali við fréttastofu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira