Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonuna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 10:19 Tlaib er af palestínskum ættum. Hún fær landvistarleyfi til heimsækja níræða ömmu sína. Vísir/EPA Rashida Tlaib, önnur bandarísku þingkvennanna tveggja sem ísraelsk stjórnvöld ætluðu að banna að koma til landsins, fær landvistarleyfi af mannúðarástæðum eftir allt saman. Ísraelsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þingkonunum tveimur, sem báðar eru múslimar og demókratar, yrði bannað að koma til landsins í kjölfar þrýstings frá Donald Trump Bandaríkjaforseta um að þeim yrði refsað. Tlaib, fulltrúadeildarþingkona frá Michigan, er af palestínskum ættum. Hún og Ilhan Omar, fulltrúadeildarþingkona frá Minnesota, hugðust heimsækja Vesturbakkann á sunnudag. Ísraelar tilkynntu í gær að þær fengju ekki að koma og vísuðu til stuðnings þeirra við sniðgöngu á Ísrael vegna hernámsins á landsvæðum Palestínumanna. Nú hefur innanríkisráðuneyti Ísraels lýst því yfir að Tlaib fái að koma til landsins. Hún fái leyfi af mannúðarástæðum til að hún geti heimsótt ættingja sína í Palestínu. Tlaib segist hafa óskað leyfinu til að geta heimsótt ömmu sína sem er níræð þar sem það gæti verið síðasta tækifæri hennar til að hitta hana, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Trump forseti hafði sótt það fast að ísraelsk stjórnvöld bönnuðu Tlaib og Omar að koma til landsins. Þær eru báðar í róttækasta armi Demókrataflokksins og hefur Trump beint árásum sínum að þeim undanfarið og reynt að gera þær að andliti flokksins í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári. Omar og Tlaib voru á meðal þeirra fjögurra þeldökku þingkvenna sem sættu rasískum árásum Trump og stuðningsmanna hans á dögunum. Trump tísti um að þingkonurnar ættu að fara aftur til síns heima, þrátt fyrir að þrjár þeirra væru fæddar í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trump kyrjuðu jafnframt um að hann ætti að reka Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna sem flóttamaður sem barn, úr landi. Ákvörðun Ísraelsstjórnar að banna þingkonunum að koma til landsins og þrýstingur Trump hefur vakið deilur bæði í Bandaríkjunum og Ísrael. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa gagnrýnt forsetann fyrir að þrýsta á erlent ríki um að banna bandarískum þingmönnum að koma til landsins. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkona demókrata og bandamaður þeirra Omar og Tlaib, sagðist í gær ekki ætla að heimsækja Ísrael svo lengi sem öðrum bandarískum þingmönnum sé meinað um að koma þangað.Netanyahu's discriminatory decision to ban members of Congress from Israel harms int'l diplomacy.Visiting Israel & Palestine are key experiences towards a path to peace.Sadly, I cannot move forward w scheduling any visits to Israel until all members of Congress are allowed. https://t.co/WTP5vnt5IH— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) August 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Rashida Tlaib, önnur bandarísku þingkvennanna tveggja sem ísraelsk stjórnvöld ætluðu að banna að koma til landsins, fær landvistarleyfi af mannúðarástæðum eftir allt saman. Ísraelsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þingkonunum tveimur, sem báðar eru múslimar og demókratar, yrði bannað að koma til landsins í kjölfar þrýstings frá Donald Trump Bandaríkjaforseta um að þeim yrði refsað. Tlaib, fulltrúadeildarþingkona frá Michigan, er af palestínskum ættum. Hún og Ilhan Omar, fulltrúadeildarþingkona frá Minnesota, hugðust heimsækja Vesturbakkann á sunnudag. Ísraelar tilkynntu í gær að þær fengju ekki að koma og vísuðu til stuðnings þeirra við sniðgöngu á Ísrael vegna hernámsins á landsvæðum Palestínumanna. Nú hefur innanríkisráðuneyti Ísraels lýst því yfir að Tlaib fái að koma til landsins. Hún fái leyfi af mannúðarástæðum til að hún geti heimsótt ættingja sína í Palestínu. Tlaib segist hafa óskað leyfinu til að geta heimsótt ömmu sína sem er níræð þar sem það gæti verið síðasta tækifæri hennar til að hitta hana, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Trump forseti hafði sótt það fast að ísraelsk stjórnvöld bönnuðu Tlaib og Omar að koma til landsins. Þær eru báðar í róttækasta armi Demókrataflokksins og hefur Trump beint árásum sínum að þeim undanfarið og reynt að gera þær að andliti flokksins í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári. Omar og Tlaib voru á meðal þeirra fjögurra þeldökku þingkvenna sem sættu rasískum árásum Trump og stuðningsmanna hans á dögunum. Trump tísti um að þingkonurnar ættu að fara aftur til síns heima, þrátt fyrir að þrjár þeirra væru fæddar í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trump kyrjuðu jafnframt um að hann ætti að reka Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna sem flóttamaður sem barn, úr landi. Ákvörðun Ísraelsstjórnar að banna þingkonunum að koma til landsins og þrýstingur Trump hefur vakið deilur bæði í Bandaríkjunum og Ísrael. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa gagnrýnt forsetann fyrir að þrýsta á erlent ríki um að banna bandarískum þingmönnum að koma til landsins. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkona demókrata og bandamaður þeirra Omar og Tlaib, sagðist í gær ekki ætla að heimsækja Ísrael svo lengi sem öðrum bandarískum þingmönnum sé meinað um að koma þangað.Netanyahu's discriminatory decision to ban members of Congress from Israel harms int'l diplomacy.Visiting Israel & Palestine are key experiences towards a path to peace.Sadly, I cannot move forward w scheduling any visits to Israel until all members of Congress are allowed. https://t.co/WTP5vnt5IH— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) August 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11