Alþjóðlega fótboltaspillingin nær til átta leikmanna á Íslandi Benedikt Bóas skrifar 15. ágúst 2019 07:45 47 landsleikir voru merktir grunaðir um spillingu, þar af fimm af 10 landsleikjum hjá einu liðinu. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Fréttablaðið/Ernir Ný skýrsla frá Starlizard Integrity Services, í samstarfi við Stats perform og TXOdds, sýnir örlitla fækkun á grunsamlegum veðmálum tengdum fótbolta. Tveir leikir, flokkaðir í A-flokk, koma þó í fyrsta sinn fyrir í skýrslunni vegna gruns um spillingu. Aldrei áður hefur leikur í þeim flokki komið fyrir í skýrslu af þessu tagi. Í A-flokki teljast leikir á HM og aðrir stórleikir. Alls voru 377 leikir merktir sem grunsamlegir í skýrslunni en þeir voru 397 fyrir árið 2017. Mun fleiri leikir voru þó skoðaðir í fyrra. Alls voru skoðaðir yfir 62 þúsund leikir í 115 löndum sem þýðir að í aðeins 0,61 prósenti leikja sem voru skoðaðir var grunur um að leyndist óhreint mjöl í pokahorninu. Leikirnir ná frá karla- og kvennaflokki og niður í unglingaflokk. Flestir leikir voru skoðaðir í Evrópu eða 35.469 og voru 227 merktir sérstaklega vegna gruns um spillingu. Af þeim 377 leikjum sem merktir voru vegna gruns um spillingu voru 58 í yngri flokkum. Skýrslan nafngreinir ekki deild eða leiki en tekur fram að í einni unglingadeild í Evrópu hafi verið gríðarlega mikið veðjað á úrslit. 47 landsleikir voru merktir, þar af fimm af tíu landsleikjum hjá einu landsliði á árinu. Grunsemdir um spillingu eru sem fyrr mestar í Asíu samkvæmt skýrslunni. Í könnun sem Leikmannasamtökin létu gera meðal leikmanna í efstu deild hér heima, og 191 leikmaður tók þátt í, kom fram að rætt hefði verið við átta leikmenn á þessu ári um að úrslitum hefði verið hagrætt, eða fjögur prósent. Sama prósentutala var í könnun ársins 2016. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Ný skýrsla frá Starlizard Integrity Services, í samstarfi við Stats perform og TXOdds, sýnir örlitla fækkun á grunsamlegum veðmálum tengdum fótbolta. Tveir leikir, flokkaðir í A-flokk, koma þó í fyrsta sinn fyrir í skýrslunni vegna gruns um spillingu. Aldrei áður hefur leikur í þeim flokki komið fyrir í skýrslu af þessu tagi. Í A-flokki teljast leikir á HM og aðrir stórleikir. Alls voru 377 leikir merktir sem grunsamlegir í skýrslunni en þeir voru 397 fyrir árið 2017. Mun fleiri leikir voru þó skoðaðir í fyrra. Alls voru skoðaðir yfir 62 þúsund leikir í 115 löndum sem þýðir að í aðeins 0,61 prósenti leikja sem voru skoðaðir var grunur um að leyndist óhreint mjöl í pokahorninu. Leikirnir ná frá karla- og kvennaflokki og niður í unglingaflokk. Flestir leikir voru skoðaðir í Evrópu eða 35.469 og voru 227 merktir sérstaklega vegna gruns um spillingu. Af þeim 377 leikjum sem merktir voru vegna gruns um spillingu voru 58 í yngri flokkum. Skýrslan nafngreinir ekki deild eða leiki en tekur fram að í einni unglingadeild í Evrópu hafi verið gríðarlega mikið veðjað á úrslit. 47 landsleikir voru merktir, þar af fimm af tíu landsleikjum hjá einu landsliði á árinu. Grunsemdir um spillingu eru sem fyrr mestar í Asíu samkvæmt skýrslunni. Í könnun sem Leikmannasamtökin létu gera meðal leikmanna í efstu deild hér heima, og 191 leikmaður tók þátt í, kom fram að rætt hefði verið við átta leikmenn á þessu ári um að úrslitum hefði verið hagrætt, eða fjögur prósent. Sama prósentutala var í könnun ársins 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira