Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 17:01 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, telur andstæðinga Brexit ganga erinda Evrópusambandsins. Vísir/EPA Breskir þingmenn sem vonast til þess að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings eiga í „hræðilegri samvinnu“ við sambandið, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra. Forseti neðri deildar Bandaríkjaþings útilokar fríverslunarsamning við Bretland verði ákvæði útgöngusamnings um Írland rift. Johnson greip til hernámstals þegar hann var spurður út í hvort að breska þingið gæti lagt stein í götu hans hvað varðaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október í fyrirspurnartíma á Facebook í dag. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útgangan fari fram þá, með eða án samnings við Evrópusambandið. „Þetta er hræðileg tegund samvinnu í reynd á milli þeirra sem telja sig geta stöðvað Brexit á þingi og evrópskra vina okkar,“ sagði Johnson. Virtist hann þannig tala um andstæðinga útgöngunnar á sama hátt og þá sem vinna með hernámsliði. Sakaði Johnson fulltrúa Evrópusambandsins jafnframt um að neita að miðla málum. Því lengur sem þráteflið ríkti, því líklegri yrði útganga án samnings.Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar ekki að samþykkja fríverslunarsamning við Bretland ef útgangan úr ESB skapar glundroða á Írlandi.Vísir/EPAÚtilokar fríverslunarsamning ef friður verður ekki tryggður Harðlínumenn innan Íhaldsflokksins hafa krafist þess að írska baktryggingin svonefnda verði felld úr útgöngusamningnum sem Theresa May, forveri Johnson í embætti, gerði við sambandið. Það er ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands. Fulltrúar Evrópusambandsins og Írlands hafa ekki tekið það í mál. Sumir óttast að friðarsamkomulagið sem gert var á Norður-Írlandi árið 1998 og kennt er við föstudaginn langa gæti verið í hættu verði landamæraeftirliti komið upp á Írlandi. Í þann hóp bættist Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hún sagði ekki koma til greina að skrifa undir fríverslunarsamning við Bretland eftir útgönguna grafi hún undan friðsamkomulaginu á Írlandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Hvert sem formið verður er ekki hægt að leyfa Brexit að ógna samkomulagi frá föstudeginum langa, þar á meðal fyrirstöðulausum landamærum Írlands og Norður-Írlands,“ sagði Pelosi en Demókrataflokkur hennar er með meirihluta í fulltrúadeildinni. Ummæli Pelosi koma í kjölfar þess að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta, sögðu Bandaríkjastjórn tilbúna að gera fríverslunarsamning við Breta um leið og þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bolton sagðist jafnframt styðja útgöngu Breta án samnings eftir að hann fundaði með Johnson í gær.John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði Breta fyrsta í röðinni eftir fríverslunarsamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu þegar hann heimsótti London í gær.Vísir/AP Bandaríkin Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því. 14. ágúst 2019 11:13 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Breskir þingmenn sem vonast til þess að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings eiga í „hræðilegri samvinnu“ við sambandið, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra. Forseti neðri deildar Bandaríkjaþings útilokar fríverslunarsamning við Bretland verði ákvæði útgöngusamnings um Írland rift. Johnson greip til hernámstals þegar hann var spurður út í hvort að breska þingið gæti lagt stein í götu hans hvað varðaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október í fyrirspurnartíma á Facebook í dag. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útgangan fari fram þá, með eða án samnings við Evrópusambandið. „Þetta er hræðileg tegund samvinnu í reynd á milli þeirra sem telja sig geta stöðvað Brexit á þingi og evrópskra vina okkar,“ sagði Johnson. Virtist hann þannig tala um andstæðinga útgöngunnar á sama hátt og þá sem vinna með hernámsliði. Sakaði Johnson fulltrúa Evrópusambandsins jafnframt um að neita að miðla málum. Því lengur sem þráteflið ríkti, því líklegri yrði útganga án samnings.Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar ekki að samþykkja fríverslunarsamning við Bretland ef útgangan úr ESB skapar glundroða á Írlandi.Vísir/EPAÚtilokar fríverslunarsamning ef friður verður ekki tryggður Harðlínumenn innan Íhaldsflokksins hafa krafist þess að írska baktryggingin svonefnda verði felld úr útgöngusamningnum sem Theresa May, forveri Johnson í embætti, gerði við sambandið. Það er ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands. Fulltrúar Evrópusambandsins og Írlands hafa ekki tekið það í mál. Sumir óttast að friðarsamkomulagið sem gert var á Norður-Írlandi árið 1998 og kennt er við föstudaginn langa gæti verið í hættu verði landamæraeftirliti komið upp á Írlandi. Í þann hóp bættist Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hún sagði ekki koma til greina að skrifa undir fríverslunarsamning við Bretland eftir útgönguna grafi hún undan friðsamkomulaginu á Írlandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Hvert sem formið verður er ekki hægt að leyfa Brexit að ógna samkomulagi frá föstudeginum langa, þar á meðal fyrirstöðulausum landamærum Írlands og Norður-Írlands,“ sagði Pelosi en Demókrataflokkur hennar er með meirihluta í fulltrúadeildinni. Ummæli Pelosi koma í kjölfar þess að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta, sögðu Bandaríkjastjórn tilbúna að gera fríverslunarsamning við Breta um leið og þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bolton sagðist jafnframt styðja útgöngu Breta án samnings eftir að hann fundaði með Johnson í gær.John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði Breta fyrsta í röðinni eftir fríverslunarsamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu þegar hann heimsótti London í gær.Vísir/AP
Bandaríkin Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því. 14. ágúst 2019 11:13 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21
Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því. 14. ágúst 2019 11:13
Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41
Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00