Tímapantanir í skimun vegna krabbameins margfaldast Sighvatur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 12:00 Deildarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu segir að aukin notkun samfélagsmiðla við markaðsstarf hafi þau áhrif að fleiri konur en áður óska eftir skoðun. Getty/Dan Kitwood Tímapantanir í skimun vegna krabbameins hafa margfaldast hjá Krabbameinsfélaginu. Deildarstjóri leitarstöðvar félagsins segir að tilraunaverkefni sé að skila árangri, þar sem konum sem koma í fyrsta sinn er boðin gjaldfrjáls skoðun. Krabbameinsfélag Íslands boðar konur á aldrinum 23-65 ára í leghálsskimun á þriggja ára fresti. 40-69 ára konur eru boðaðar í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að 800 tölvupóstar hafi beðið starfsmanna eftir fjögurra vikna sumarfrí, stærstur hluti þeirra hafi verið vegna tímapantana. Vanalega hafi póstar vegna tímapantana verið á bilinu 2-300 eftir sumarfrí starfsmanna. Halldóra segir þetta vera í takti við að þátttaka í skimun hafi verið betri síðustu mánuði en áður.Konur eru greinilega að taka við sér og átta sig á því hvað það er mikilvægt að mæta í skimun. „Það hefur verið heilmikil umfjöllun í fjölmiðlum um starfið hér og annað slíkt. Við höfum líka verið að auglýsa grimmt. Það virðist vera að skila sér. Hann hefur margfaldast fjöldinn þar sem konur eru að óska eftir tímum í skimun hjá okkur.“Boð um gjaldfrjálsa skoðun skilar árangri Tilraunaverkefni var sett á laggirnar fyrr á árinu til að bregðast við því að yngri konur mættu síður í skoðun en þær eldri. Fyrstu árgöngum er boðið upp á gjaldfrjálsa skoðun. Annars vegar er konum sem verða 23 ára á árinu boðið í sína fyrstu leghálsskimun og hins vegar er konum sem verða fertugar á árinu boðið í fyrstu brjóstamyndatökuna. „Við sjáum það strax, án þess að geta tekið það algjörlega út, en svo sannarlega hefur fjöldi skoðana kvenna í þessum árgöngum aukist mikið frá því sem hefur verið,“ segir Halldóra.Eruð þið farin að nálgast fólk með öðrum hætti en með gömlu góðu bréfunum? „Já, boðsbréfin eru ennþá send út í bréfpósti. Hins vegar erum við farin að nota samfélagsmiðla miklu meira en verið hefur áður til þess að auglýsa okkur. Konur sem eru á þessum ákveðna aldri fá skilaboð inn á samfélagsmiðlana sína.“ Um þriggja vikna bið er eftir leghálsskimun. Lengri bið er yfirleitt eftir brjóstamyndatöku. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að reynt verði að bæta við tímum eftir þörfum. Hún bendir konum á að hafa samband til að kanna hvort tímar losni fyrr. Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tímapantanir í skimun vegna krabbameins hafa margfaldast hjá Krabbameinsfélaginu. Deildarstjóri leitarstöðvar félagsins segir að tilraunaverkefni sé að skila árangri, þar sem konum sem koma í fyrsta sinn er boðin gjaldfrjáls skoðun. Krabbameinsfélag Íslands boðar konur á aldrinum 23-65 ára í leghálsskimun á þriggja ára fresti. 40-69 ára konur eru boðaðar í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að 800 tölvupóstar hafi beðið starfsmanna eftir fjögurra vikna sumarfrí, stærstur hluti þeirra hafi verið vegna tímapantana. Vanalega hafi póstar vegna tímapantana verið á bilinu 2-300 eftir sumarfrí starfsmanna. Halldóra segir þetta vera í takti við að þátttaka í skimun hafi verið betri síðustu mánuði en áður.Konur eru greinilega að taka við sér og átta sig á því hvað það er mikilvægt að mæta í skimun. „Það hefur verið heilmikil umfjöllun í fjölmiðlum um starfið hér og annað slíkt. Við höfum líka verið að auglýsa grimmt. Það virðist vera að skila sér. Hann hefur margfaldast fjöldinn þar sem konur eru að óska eftir tímum í skimun hjá okkur.“Boð um gjaldfrjálsa skoðun skilar árangri Tilraunaverkefni var sett á laggirnar fyrr á árinu til að bregðast við því að yngri konur mættu síður í skoðun en þær eldri. Fyrstu árgöngum er boðið upp á gjaldfrjálsa skoðun. Annars vegar er konum sem verða 23 ára á árinu boðið í sína fyrstu leghálsskimun og hins vegar er konum sem verða fertugar á árinu boðið í fyrstu brjóstamyndatökuna. „Við sjáum það strax, án þess að geta tekið það algjörlega út, en svo sannarlega hefur fjöldi skoðana kvenna í þessum árgöngum aukist mikið frá því sem hefur verið,“ segir Halldóra.Eruð þið farin að nálgast fólk með öðrum hætti en með gömlu góðu bréfunum? „Já, boðsbréfin eru ennþá send út í bréfpósti. Hins vegar erum við farin að nota samfélagsmiðla miklu meira en verið hefur áður til þess að auglýsa okkur. Konur sem eru á þessum ákveðna aldri fá skilaboð inn á samfélagsmiðlana sína.“ Um þriggja vikna bið er eftir leghálsskimun. Lengri bið er yfirleitt eftir brjóstamyndatöku. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að reynt verði að bæta við tímum eftir þörfum. Hún bendir konum á að hafa samband til að kanna hvort tímar losni fyrr.
Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira