Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 11:13 Kjósi Johnson forsætisráðherra að senda þingið heim til að binda hendur þess gagnvart Brexit nyti hann stuðnings stórs hluta bresku þjóðarinnar. Vísir/EPA Fleiri Bretar styddu að Boris Johnson forsætisráðherra gripi til hvaða ráða sem er til að draga Bretlands úr Evrópusambandinu en væru því andsnúnir ef marka má skoðanakönnun breska blaðsins Daily Telegraph. Johnson hefur sagst ætla að láta verða af Brexit í lok október, hvort sem það verður með útgöngusamningi við ESB eða ekki. Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni sögðust 54% svarenda sammála fullyrðingunni: „Boris Johnson þarf að koma Brexit á sama hvað það kostar, þar á meðal með því að senda þingið heim ef þörf krefur til að koma í veg fyrir að þingmenn stöðvi það“. Andvígir voru 46%, að því er segir í frétt Reuters. Þegar tekið er tillit til óákveðinna aðhylltust 44% útgöngu sama hvað hún kostar en 37% voru á móti. Um fimmtungur sagðist óákveðinn. Vaxandi stuðningur við Íhaldsflokksins mældist í könnuninni en hann hefur tapað nokkru fylgi til Brexit-flokksins undanfarið. Um 31% sagðist styðja Íhaldsflokksins en 27% Verkamannaflokkinn.John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, á Wimbledon-tennismótinu fyrr í sumar.Vísir/EPAÞingforsetinn ætlar að berjast gegn því að þingið verði sent heim Hugmyndin um að Johnson gæti sent þingið heim til þess að koma í veg fyrir að þingmenn samþykki frumvarp gegn útgöngu án samnings er umdeild. Sjálfur hefur Johnson ekki útilokað að hann grípi til þess ráðs og harðlínumenn hafa hvatt hann til þess. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, segir að hann muni berjast gegn hvers konar tilraunum til að fara í kringum eða stöðva þingið til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu með „hverju beini í líkama mínum“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki lent í stöðu þar sem þinginu er lokað, við erum lýðræðisleg samfélag,“ segir Bercow. „Þingið lætur í sér heyra og enginn kemst upp með að koma í veg fyrir það, hvað mig varðar.“ Philipp Hammond, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May, segir að komið verði í veg fyrir útgöngu án samnings. Þingið muni stöðva það reyni ókjörnir fulltrúar í ríkisstjórn Johnson að þvinga útgöngunni í gegn. „Þingið er klárlega á móti útgöngu án samnings og forsætisráðherrann verður að virða það,“ segir Hammond. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Fleiri Bretar styddu að Boris Johnson forsætisráðherra gripi til hvaða ráða sem er til að draga Bretlands úr Evrópusambandinu en væru því andsnúnir ef marka má skoðanakönnun breska blaðsins Daily Telegraph. Johnson hefur sagst ætla að láta verða af Brexit í lok október, hvort sem það verður með útgöngusamningi við ESB eða ekki. Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni sögðust 54% svarenda sammála fullyrðingunni: „Boris Johnson þarf að koma Brexit á sama hvað það kostar, þar á meðal með því að senda þingið heim ef þörf krefur til að koma í veg fyrir að þingmenn stöðvi það“. Andvígir voru 46%, að því er segir í frétt Reuters. Þegar tekið er tillit til óákveðinna aðhylltust 44% útgöngu sama hvað hún kostar en 37% voru á móti. Um fimmtungur sagðist óákveðinn. Vaxandi stuðningur við Íhaldsflokksins mældist í könnuninni en hann hefur tapað nokkru fylgi til Brexit-flokksins undanfarið. Um 31% sagðist styðja Íhaldsflokksins en 27% Verkamannaflokkinn.John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, á Wimbledon-tennismótinu fyrr í sumar.Vísir/EPAÞingforsetinn ætlar að berjast gegn því að þingið verði sent heim Hugmyndin um að Johnson gæti sent þingið heim til þess að koma í veg fyrir að þingmenn samþykki frumvarp gegn útgöngu án samnings er umdeild. Sjálfur hefur Johnson ekki útilokað að hann grípi til þess ráðs og harðlínumenn hafa hvatt hann til þess. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, segir að hann muni berjast gegn hvers konar tilraunum til að fara í kringum eða stöðva þingið til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu með „hverju beini í líkama mínum“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki lent í stöðu þar sem þinginu er lokað, við erum lýðræðisleg samfélag,“ segir Bercow. „Þingið lætur í sér heyra og enginn kemst upp með að koma í veg fyrir það, hvað mig varðar.“ Philipp Hammond, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May, segir að komið verði í veg fyrir útgöngu án samnings. Þingið muni stöðva það reyni ókjörnir fulltrúar í ríkisstjórn Johnson að þvinga útgöngunni í gegn. „Þingið er klárlega á móti útgöngu án samnings og forsætisráðherrann verður að virða það,“ segir Hammond.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21
Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58
Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41
Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00