Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Johnson vill út hvað sem tautar og raular. Nordicphotos/AFP Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta var niðurstaða dómstólsins í gær. Andstæðingar Johnsons og slíkrar útgöngu óttast að Johnson gæti beitt þessu mögulega vopni á dögunum fyrir settan útgöngudag, 31. október, til þess að knýja fram samningslausa útgöngu í trássi við yfirlýstan vilja meirihluta þingmanna. Johnson hefur ekki lýst sérstaklega yfir áhuga sínum á þeirri útkomu. Þrír þættir gera atburðarásina hins vegar nokkuð líklega. Í fyrsta lagi er Johnson staðráðinn í því að halda í settan útgöngudag og ekki fresta honum líkt og áður hefur verið gert vegna samningsleysis. Í öðru lagi er nokkuð ólíklegt að samningur muni liggja fyrir í októberlok. Breska þingið hefur í þrígang hafnað samningi ríkisstjórnar Theresu May og Evrópusambandstoppar segja ómögulegt að semja upp á nýtt. Í þriðja lagi er þingið andsnúið samningslausri útgöngu og því yrði erfitt fyrir Johnson að ná þess háttar útgöngu þar í gegn. Skoðanakönnun sem ComRes gerði og The Telegraph birti í gær sýndi að 44 prósent aðspurðra myndu styðja forsætisráðherrann til þess að klára útgöngumálið hvað sem tautar og raular. Jafnvel þótt það þýddi að slíta þurfi þingi til að koma í veg fyrir synjun þingheims. 37 prósent sögðust andvíg en nítján prósent óviss. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta var niðurstaða dómstólsins í gær. Andstæðingar Johnsons og slíkrar útgöngu óttast að Johnson gæti beitt þessu mögulega vopni á dögunum fyrir settan útgöngudag, 31. október, til þess að knýja fram samningslausa útgöngu í trássi við yfirlýstan vilja meirihluta þingmanna. Johnson hefur ekki lýst sérstaklega yfir áhuga sínum á þeirri útkomu. Þrír þættir gera atburðarásina hins vegar nokkuð líklega. Í fyrsta lagi er Johnson staðráðinn í því að halda í settan útgöngudag og ekki fresta honum líkt og áður hefur verið gert vegna samningsleysis. Í öðru lagi er nokkuð ólíklegt að samningur muni liggja fyrir í októberlok. Breska þingið hefur í þrígang hafnað samningi ríkisstjórnar Theresu May og Evrópusambandstoppar segja ómögulegt að semja upp á nýtt. Í þriðja lagi er þingið andsnúið samningslausri útgöngu og því yrði erfitt fyrir Johnson að ná þess háttar útgöngu þar í gegn. Skoðanakönnun sem ComRes gerði og The Telegraph birti í gær sýndi að 44 prósent aðspurðra myndu styðja forsætisráðherrann til þess að klára útgöngumálið hvað sem tautar og raular. Jafnvel þótt það þýddi að slíta þurfi þingi til að koma í veg fyrir synjun þingheims. 37 prósent sögðust andvíg en nítján prósent óviss.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira