Erfitt að fá stelpur til að dæma Benedikt Bóas skrifar 14. ágúst 2019 16:30 Stephanie Frappart gefur Hicham Benkaid gult spjald sem hann reyndar skilur ekkert í. NordicPhotos/Getty Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir í kvöld viðureign Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbúl. Hún er fyrsta konan til að dæma úrslitaleik hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Frappart dæmdi úrslitaleikinn á HM kvenna og fékk almennt mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á mótinu. Henni til halds og trausts verða þær Manuela Nicolosi frá Frakklandi og Michelle O’Neill. Fjórði dómarinn er Tyrkinn kunni Cuneyt Cakir, sem dæmdi fyrsta leik Íslands á stórmóti – leikinn gegn Portúgal á EM 2016. „Ég vona að þau gæði sem Stéphanie hefur sýnt á ferli sínum til að ná þessu stigi muni veita milljónum stúlkna og kvenna um Evrópu innblástur,“ sagði forseti UEFA, Aleksander Ceferin, þegar sína tilkynnt var að Frappart mundi dæma leikinn. Frappart dæmdi leik Amiens og RC Strasbourg í frönsku deildinni í apríl og fékk mjög góða dóma. Einn blaðamaður á þeim leik sagði að hún hefði gert fæst mistök á vellinum. Í júní var svo tilkynnt að hún myndi dæma í frönsku deildinni í vetur. Hún er þó ekki fyrsta konan til að dæma karlaleik innan UEFA því Nicole Petignat frá Sviss gerði það nokkrum sinnum frá 2004-2009. Frappart kom hingað til lands árið 2013 og dæmdi leik Þórs/KA gegn Zorkij á Akureyri í Meistaradeild Evrópu sem Þór/KA tapaði 1:2.Karllægur heimur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að það sé erfitt að fá stelpur til að dæma hér heima. Farið hafi verið í átak til að fá stelpur til að flauta en lítið gengið. Hann segir að kannski þurfi að hugsa hlutina upp á nýtt. „Þegar ég kom inn í þetta á sínum tíma fórum við að hugsa og spá aðeins út fyrir boxið og gera þetta öðruvísi. Reyna að vera með aðra nálgun en KSÍ hefur áður verið með því þetta hefur ekki verið að ganga nógu vel. Það er sérstaklega erfitt að fá stelpur til að dæma. Við höfum verið með sér dómaranámskeið fyrir þær og reynum að hitta bara stelpur og ýmislegt fleira. En það verður að segjast að árangurinn er ekki mikill. Hvers vegna það er, veit ég einfaldlega ekki,“ segir hann. Þóroddur bendir á að það sé ekki aðeins í dómgæslu sem skortur er á konum því í flestu starfi í kringum fótboltann vanti konur. Í slag Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar um formannsembætti KSÍ hafi þessi skortur einmitt oft komið upp í umræðum. Fótboltinn hafi jú alltaf verið karllægur. En Þóroddur vill fá fleiri konur til að dæma og þótt hann viðurkenni að hann sé ekki með lausnina akkúrat núna á því hvernig eigi að fjölga kvendómurum muni hann vinna hart að því að fá fleiri stelpur til að dæma fótboltaleiki. „Fyrsta skrefið fyrir alla þá sem vilja dæma er að gefa sig fram við dómarastjóra síns félags eða við dómarastjóra KSÍ. Við tökum öllum opnum örmum. Við prófuðum, hérna fyrir norðan, að auglýsa sérstaklega námskeið í staðarmiðlinum til að athuga hvort það væru einhverjir sem vildu dæma, en væru ekkert tengdir Þór eða KA. Það virkaði mjög vel. Það sem við höfum verið að gera hefur ekki verið að virka og þá þarf að finna aðrar leiðir – það þýðir ekkert að berja bara hausnum við steininn.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Frakkland Jafnréttismál UEFA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira
Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir í kvöld viðureign Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbúl. Hún er fyrsta konan til að dæma úrslitaleik hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Frappart dæmdi úrslitaleikinn á HM kvenna og fékk almennt mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á mótinu. Henni til halds og trausts verða þær Manuela Nicolosi frá Frakklandi og Michelle O’Neill. Fjórði dómarinn er Tyrkinn kunni Cuneyt Cakir, sem dæmdi fyrsta leik Íslands á stórmóti – leikinn gegn Portúgal á EM 2016. „Ég vona að þau gæði sem Stéphanie hefur sýnt á ferli sínum til að ná þessu stigi muni veita milljónum stúlkna og kvenna um Evrópu innblástur,“ sagði forseti UEFA, Aleksander Ceferin, þegar sína tilkynnt var að Frappart mundi dæma leikinn. Frappart dæmdi leik Amiens og RC Strasbourg í frönsku deildinni í apríl og fékk mjög góða dóma. Einn blaðamaður á þeim leik sagði að hún hefði gert fæst mistök á vellinum. Í júní var svo tilkynnt að hún myndi dæma í frönsku deildinni í vetur. Hún er þó ekki fyrsta konan til að dæma karlaleik innan UEFA því Nicole Petignat frá Sviss gerði það nokkrum sinnum frá 2004-2009. Frappart kom hingað til lands árið 2013 og dæmdi leik Þórs/KA gegn Zorkij á Akureyri í Meistaradeild Evrópu sem Þór/KA tapaði 1:2.Karllægur heimur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að það sé erfitt að fá stelpur til að dæma hér heima. Farið hafi verið í átak til að fá stelpur til að flauta en lítið gengið. Hann segir að kannski þurfi að hugsa hlutina upp á nýtt. „Þegar ég kom inn í þetta á sínum tíma fórum við að hugsa og spá aðeins út fyrir boxið og gera þetta öðruvísi. Reyna að vera með aðra nálgun en KSÍ hefur áður verið með því þetta hefur ekki verið að ganga nógu vel. Það er sérstaklega erfitt að fá stelpur til að dæma. Við höfum verið með sér dómaranámskeið fyrir þær og reynum að hitta bara stelpur og ýmislegt fleira. En það verður að segjast að árangurinn er ekki mikill. Hvers vegna það er, veit ég einfaldlega ekki,“ segir hann. Þóroddur bendir á að það sé ekki aðeins í dómgæslu sem skortur er á konum því í flestu starfi í kringum fótboltann vanti konur. Í slag Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar um formannsembætti KSÍ hafi þessi skortur einmitt oft komið upp í umræðum. Fótboltinn hafi jú alltaf verið karllægur. En Þóroddur vill fá fleiri konur til að dæma og þótt hann viðurkenni að hann sé ekki með lausnina akkúrat núna á því hvernig eigi að fjölga kvendómurum muni hann vinna hart að því að fá fleiri stelpur til að dæma fótboltaleiki. „Fyrsta skrefið fyrir alla þá sem vilja dæma er að gefa sig fram við dómarastjóra síns félags eða við dómarastjóra KSÍ. Við tökum öllum opnum örmum. Við prófuðum, hérna fyrir norðan, að auglýsa sérstaklega námskeið í staðarmiðlinum til að athuga hvort það væru einhverjir sem vildu dæma, en væru ekkert tengdir Þór eða KA. Það virkaði mjög vel. Það sem við höfum verið að gera hefur ekki verið að virka og þá þarf að finna aðrar leiðir – það þýðir ekkert að berja bara hausnum við steininn.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Frakkland Jafnréttismál UEFA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira