Lygilegur leikur á Parken: Níu vítaspyrnur í súginn þegar Rauða stjarnan fór áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2019 23:30 Bláklæddir leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna sigrinum á FCK. vísir/getty Seinni leikur FC København og Rauðu stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken í kvöld var dramatískur í meira lagi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 22. spyrnu í vítakeppni. Á endanum vann Rauða stjarnan og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FCK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.Mi večeras ne spavamo! IDEMO SVI - ZVEZDA!#fkczpic.twitter.com/cyGz64xMph — FK Crvena zvezda (@crvenazvezdafk) August 13, 2019 Rauða stjarnan og FCK gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Marakana í Belgrad fyrir viku. Richmond Boakye kom gestunum yfir á 17. mínútu í leiknum á Parken í kvöld en Dame N'Doye jafnaði fyrir heimamenn á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu fékk Nemanja Milunovic sitt annað gula spjald og þar með rautt. Dönsku meistararnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og því þurfti að framlengja. Þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni var Pep Biel, leikmaður FCK, rekinn út af og því jafnt í liðum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og því réðust úrslitin í vítakeppni sem var lygileg.Leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna hetjunni Milan Borjan.vísir/gettyStaðan var jöfn, 3-3, eftir fyrstu tíu spyrnurnar. Því þurfti að grípa til bráðabana. Fyrstu fjórar spyrnurnar í bráðabananum fóru forgörðum og því var enn jafnt, 3-3, eftir 14 spyrnur. Liðin skoruðu bæði úr næstu þremur spyrnum sínum og á þeim tíma voru allir leikmenn liðanna búnir að taka spyrnur, þ.á.m. markverðirnir Milan Borjan og Sten Grytebust. Í 6. umferð bráðabanans sendi Rauða stjarnan Radovan Pankov á punktinn en hann tók síðustu spyrnu liðsins áður en til bráðabanans kom. Pankov skoraði og kom serbnesku meisturunum yfir. Hinn tvítugi Jonas Wind, sem tók og skoraði úr fyrstu spyrnu FCK í vítakeppninni, fór aftur á punktinn. Í þetta sinn sá Borjan við honum, varði og tryggði Rauðu stjörnunni sigur í sannkölluðum maraþonleik. Serbarnir unnu vítakeppnina, 6-7. Alls fóru níu af 22 spyrnum í vítakeppninni í súginn, þar af fjórar í röð í fyrstu tveimur umferðum bráðabanans. Vítapunkturinn varð fljótt allur tættur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.Vítapunkturinn var í ansi slæmu ástandi, enda mikið notaður.vísir/gettyRauða stjarnan mætir Young Boys frá Sviss í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Bern í Sviss 21. ágúst og seinni leikurinn í Belgrad sex dögum síðar. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56 Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira
Seinni leikur FC København og Rauðu stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken í kvöld var dramatískur í meira lagi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 22. spyrnu í vítakeppni. Á endanum vann Rauða stjarnan og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FCK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.Mi večeras ne spavamo! IDEMO SVI - ZVEZDA!#fkczpic.twitter.com/cyGz64xMph — FK Crvena zvezda (@crvenazvezdafk) August 13, 2019 Rauða stjarnan og FCK gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Marakana í Belgrad fyrir viku. Richmond Boakye kom gestunum yfir á 17. mínútu í leiknum á Parken í kvöld en Dame N'Doye jafnaði fyrir heimamenn á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu fékk Nemanja Milunovic sitt annað gula spjald og þar með rautt. Dönsku meistararnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og því þurfti að framlengja. Þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni var Pep Biel, leikmaður FCK, rekinn út af og því jafnt í liðum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og því réðust úrslitin í vítakeppni sem var lygileg.Leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna hetjunni Milan Borjan.vísir/gettyStaðan var jöfn, 3-3, eftir fyrstu tíu spyrnurnar. Því þurfti að grípa til bráðabana. Fyrstu fjórar spyrnurnar í bráðabananum fóru forgörðum og því var enn jafnt, 3-3, eftir 14 spyrnur. Liðin skoruðu bæði úr næstu þremur spyrnum sínum og á þeim tíma voru allir leikmenn liðanna búnir að taka spyrnur, þ.á.m. markverðirnir Milan Borjan og Sten Grytebust. Í 6. umferð bráðabanans sendi Rauða stjarnan Radovan Pankov á punktinn en hann tók síðustu spyrnu liðsins áður en til bráðabanans kom. Pankov skoraði og kom serbnesku meisturunum yfir. Hinn tvítugi Jonas Wind, sem tók og skoraði úr fyrstu spyrnu FCK í vítakeppninni, fór aftur á punktinn. Í þetta sinn sá Borjan við honum, varði og tryggði Rauðu stjörnunni sigur í sannkölluðum maraþonleik. Serbarnir unnu vítakeppnina, 6-7. Alls fóru níu af 22 spyrnum í vítakeppninni í súginn, þar af fjórar í röð í fyrstu tveimur umferðum bráðabanans. Vítapunkturinn varð fljótt allur tættur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.Vítapunkturinn var í ansi slæmu ástandi, enda mikið notaður.vísir/gettyRauða stjarnan mætir Young Boys frá Sviss í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Bern í Sviss 21. ágúst og seinni leikurinn í Belgrad sex dögum síðar.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56 Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira
Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56
Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34