Pavel: Var orðinn of rólegur og sáttur í KR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 14:15 Pavel Ermolinskij mun klæðast rauðu næsta vetur vísir Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. Pavel hefur verið lykilmaður hjá KR undanfarin sex ár eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2013. Frá því hann kom heim hefur Íslandsmeistaratitillinn átt heima í Vesturbænum. Hvað kom til að hann ákvað að færa sig um set? „Það var bara komið að því held ég,“ sagði Pavel á blaðamannafundi Vals í dag. „Ég var orðinn of rólegur og sáttur í KR og það hafði áhrif á hvernig ég nálgaðist körfubolta og sjálfan mig.“ „Þetta var held ég rétti tímapunkturinn fyrir mig til þess að setja aukna pressu á mig og gera meiri kröfur til sjálfs míns.“Pavel er fæddur árið 1987. Hann er uppalinn hjá Skallagrími en er landsmönnum þekktastur sem leikmaður KRvísir/báraPavel sagði ákvörðunina að yfirgefa KR hafa verið erfiða. „Þetta eru búnir að vera skrýtnir dagar, spenntur og mjög stemmdur fyrir þessu en að sama skapi mjög leiður og dapur yfir ákveðnum sambandsslitum við fólkið í KR.“ „Það var orðið miklu meira en bara körfuboltasamband og ég hef ekki trú á öðru en að það haldist þrátt fyrir að ég sé að kasta bolta í körfu fyrir eitthvað annað lið.“ Valur kom upp í Domino's deildina vorið 2017, hélt sér uppi á fyrsta tímabilinu og var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni síðasta vetur. Afhverju varð Valur fyrir valinu hjá Pavel? „Þegar ég var orðinn nokkuð viss um að ég væri að fara frá KR þá þurfti ég í raun og veru bara að finna farartæki, einhvern bíl sem ég get keyrt þangað sem ég vil að hann komist,“ sagði djúpur Pavel. „Ég átti marga góða fundi með Valsmönnum, þetta er stór klúbbur, þeir geta og vilja útvegað þennan bíl. Þeir geta verið með mér og vita að ég er ekki kominn hingað til þess að taka eitt lítið skref áfram.“ „Þeir eru til í að setja kröfur á sjálfa okkur að gera miklu betur.“ Síðasta tímabil einkenndist af meiðslum hjá Pavel en hann hefur verið að koma sér í stand í sumar og átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hann segir líkamann vera í góðu standi.„Standið er gott í dag. Sum af þessum meiðslum sem ég lenti í eru út af því að ég hafði það gott í KR, gat tekið því rólega og meiddist í kjölfarið.“ „Það er góð tilfinning núna að vita að það er meiri pressa á mér, ég þarf að standa mig og sinna þessu á ákveðinn hátt. Ég get alltaf meiðst, en ég mun mæta klár, það er alveg klárt.“ Pavel hefur ekki tapað í 20 seríum í úrslitakeppninni á Íslandi í röð og er greinilegt að í hans huga er lítið annað en sigur í boði þegar hann mætir á körfuboltavöllinn. Svarið við spurningunni hvert markmiðið fyrir veturinn væri var einfalt. „Það er að vinna.“ „Ég ætla bara að segja það núna og vona að leikmenn, þjálfarar og stjórn byrji að apa það eftir mér. Þetta er hugarfarsbreytingin sem þarf að eiga sér stað hér.“ „Allt annað verður vonbrigði. Valur er stór klúbbur og að þeir geri kröfu um eitthvað minna ætti ekki að vera í boði. Við komumst ekkert áfram nema þetta verði hugsunin,“ sagði Pavel Ermolinskij. Pavel mætir með sínum nýju félögum til leiks í Domino's deild karla þann 3. október þegar liðið fer í Grafarvoginn og mætir nýliðum Fjölnis. Dominos-deild karla Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. Pavel hefur verið lykilmaður hjá KR undanfarin sex ár eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2013. Frá því hann kom heim hefur Íslandsmeistaratitillinn átt heima í Vesturbænum. Hvað kom til að hann ákvað að færa sig um set? „Það var bara komið að því held ég,“ sagði Pavel á blaðamannafundi Vals í dag. „Ég var orðinn of rólegur og sáttur í KR og það hafði áhrif á hvernig ég nálgaðist körfubolta og sjálfan mig.“ „Þetta var held ég rétti tímapunkturinn fyrir mig til þess að setja aukna pressu á mig og gera meiri kröfur til sjálfs míns.“Pavel er fæddur árið 1987. Hann er uppalinn hjá Skallagrími en er landsmönnum þekktastur sem leikmaður KRvísir/báraPavel sagði ákvörðunina að yfirgefa KR hafa verið erfiða. „Þetta eru búnir að vera skrýtnir dagar, spenntur og mjög stemmdur fyrir þessu en að sama skapi mjög leiður og dapur yfir ákveðnum sambandsslitum við fólkið í KR.“ „Það var orðið miklu meira en bara körfuboltasamband og ég hef ekki trú á öðru en að það haldist þrátt fyrir að ég sé að kasta bolta í körfu fyrir eitthvað annað lið.“ Valur kom upp í Domino's deildina vorið 2017, hélt sér uppi á fyrsta tímabilinu og var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni síðasta vetur. Afhverju varð Valur fyrir valinu hjá Pavel? „Þegar ég var orðinn nokkuð viss um að ég væri að fara frá KR þá þurfti ég í raun og veru bara að finna farartæki, einhvern bíl sem ég get keyrt þangað sem ég vil að hann komist,“ sagði djúpur Pavel. „Ég átti marga góða fundi með Valsmönnum, þetta er stór klúbbur, þeir geta og vilja útvegað þennan bíl. Þeir geta verið með mér og vita að ég er ekki kominn hingað til þess að taka eitt lítið skref áfram.“ „Þeir eru til í að setja kröfur á sjálfa okkur að gera miklu betur.“ Síðasta tímabil einkenndist af meiðslum hjá Pavel en hann hefur verið að koma sér í stand í sumar og átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hann segir líkamann vera í góðu standi.„Standið er gott í dag. Sum af þessum meiðslum sem ég lenti í eru út af því að ég hafði það gott í KR, gat tekið því rólega og meiddist í kjölfarið.“ „Það er góð tilfinning núna að vita að það er meiri pressa á mér, ég þarf að standa mig og sinna þessu á ákveðinn hátt. Ég get alltaf meiðst, en ég mun mæta klár, það er alveg klárt.“ Pavel hefur ekki tapað í 20 seríum í úrslitakeppninni á Íslandi í röð og er greinilegt að í hans huga er lítið annað en sigur í boði þegar hann mætir á körfuboltavöllinn. Svarið við spurningunni hvert markmiðið fyrir veturinn væri var einfalt. „Það er að vinna.“ „Ég ætla bara að segja það núna og vona að leikmenn, þjálfarar og stjórn byrji að apa það eftir mér. Þetta er hugarfarsbreytingin sem þarf að eiga sér stað hér.“ „Allt annað verður vonbrigði. Valur er stór klúbbur og að þeir geri kröfu um eitthvað minna ætti ekki að vera í boði. Við komumst ekkert áfram nema þetta verði hugsunin,“ sagði Pavel Ermolinskij. Pavel mætir með sínum nýju félögum til leiks í Domino's deild karla þann 3. október þegar liðið fer í Grafarvoginn og mætir nýliðum Fjölnis.
Dominos-deild karla Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti