Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Úthluta á innflutningsheimildum á kjöti án endurgjalds að mati FA Nordicphotos/Getty Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. FA segir að með frumvarpinu sé þrengt að innflutningi á kjöti og sé það þvert á yfirlýst markmið frumvarpsins. Ekki verði lengur hægt að bregðast við kjötskorti á innanlandsmarkaði með tímabundnum opnum tollkvóta taki lögin gildi.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Drög að frumvarpinu birtust á samráðsgátt stjórnvalda þann tólfta júlí síðastliðinn og voru sett fram af Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðarráðherra eftir skýrslu sem unnin var af fimm manna starfshópi um endurskoðun á regluverki um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara. Á vef samráðsgáttarinnar kemur fram að markmið frumvarpsins sé að stuðla að auknum ábata neytenda og að aukinni samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Jafnframt sé markmiðið að einfalda og skýra regluverk um úthlutun tollkvóta. Í yfirlýsingu frá FA kemur fram að félagið telji breytta aðferð við uppboð á tollkvótum ekki gagnast neytendum til lengri tíma, úthluta eigi innflutningsheimildunum án endurgjalds. „Við getum út af fyrir sig tekið undir það að líklegt sé að í einhver misseri eða ár verði verð fyrir tollkvótann lægra með þessari aðferð en það mun engu að síður fljótt taka breytingum til hækkunar. Við teljum að það sé miklu skynsamlegra að úthluta þessum tollkvótum án endurgjalds enda er það mun algengari aðferð,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. FA segir að með frumvarpinu sé þrengt að innflutningi á kjöti og sé það þvert á yfirlýst markmið frumvarpsins. Ekki verði lengur hægt að bregðast við kjötskorti á innanlandsmarkaði með tímabundnum opnum tollkvóta taki lögin gildi.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Drög að frumvarpinu birtust á samráðsgátt stjórnvalda þann tólfta júlí síðastliðinn og voru sett fram af Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðarráðherra eftir skýrslu sem unnin var af fimm manna starfshópi um endurskoðun á regluverki um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara. Á vef samráðsgáttarinnar kemur fram að markmið frumvarpsins sé að stuðla að auknum ábata neytenda og að aukinni samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Jafnframt sé markmiðið að einfalda og skýra regluverk um úthlutun tollkvóta. Í yfirlýsingu frá FA kemur fram að félagið telji breytta aðferð við uppboð á tollkvótum ekki gagnast neytendum til lengri tíma, úthluta eigi innflutningsheimildunum án endurgjalds. „Við getum út af fyrir sig tekið undir það að líklegt sé að í einhver misseri eða ár verði verð fyrir tollkvótann lægra með þessari aðferð en það mun engu að síður fljótt taka breytingum til hækkunar. Við teljum að það sé miklu skynsamlegra að úthluta þessum tollkvótum án endurgjalds enda er það mun algengari aðferð,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira