Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:15 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins var utanríkisráðherra þegar minnisblöð um leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann voru lagðar til í utanríkisráðuneytinu. Fréttablaðið/Ernir Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. Forysta Miðflokksins hefur beitt sér fyrir því að Þriðji orkupakkinn verði ekki innleiddur hér á landi. Í ályktun flokksins frá flokksráðsfundi 2018 kemur að innleiðing hans feli í sér fullveldisframsal. Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður Miðflokksins var utanríkisráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar á árunum 2013 til 2017.Úr minnisblaði Utanríkisráðuneytisins 23. febrúar 2015.Í ráðherratíð Gunnars Braga voru unnin þrjú minnisblöð í utanríkisráðuneytinu um Þriðja orkupakkann fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þar sem er leitað lausna fyrir Ísland varðandi tilskipun Evrópusambandsins um samstarfsstofnun orkueftirlitsaðila á orkumarkaði eða ACER um að framfylgja stefnu sambandsins á orkumarkaði. Í aðlögunartexta kemur fram að eftirlitsyfirvöld í EFTA- ríkjunum muni taka þátt í stjórn ACER sem sjái um eftirlit á orkumarkaðií ríkjum Evrópubandalagsins en ekki hafa atkvæðisrétt. Því þurfi að að koma á fót stjórn eftirlitsaðila í EFTA- ríkjunum og sú stjórn taki ákvarðanir sem bindi eftirlitsyfirvöld í þeirra löndum. Meginreglan verði að sú stjórn tæki bindandi ákvörðun gagnvart EFTA- ríkjunum þar sem ACER hefði haft valdheimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart aðildarríkjum ESB. Þannig geti bindandi ákvarðanir einnig tekið til EFTA- ríkjanna. Fram kemur að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir ACER ekki við hér á landi heldur eingöngu þegar raforka sé flutt yfir landamæri. Ef ákvörðun ACER myndi snúa að Íslandi myndi virkjast tveggja stoða fyrirkomulag þannig að ACER tæki aldrei eitt og sér ákvörðun gagnvart Íslandi.Bjarni Benediktsson segir málflutning forystumanna Miðflokksins ekki standast skoðun.Um það sagði Bjarni Benediktsson á fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í gær. „Sá sem bar ábyrgð á utanríkisráðuneytinu og öllum þeim minnisblöðum þar sem fram kom að þetta mál væri í lagi þegar við lagi sóttum eftir því að það fái grænt ljós, koma núna og segja: „Þetta mál verður að fá rautt ljós og hvar eru öll minnisblöðin?“ Þetta stenst enga skoðun,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook síðu sinni í gær að ríkisstjórn hans hefði ekki innleitt þriðja orkupakkann. Sigmundur svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í morgun og ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson. Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. Forysta Miðflokksins hefur beitt sér fyrir því að Þriðji orkupakkinn verði ekki innleiddur hér á landi. Í ályktun flokksins frá flokksráðsfundi 2018 kemur að innleiðing hans feli í sér fullveldisframsal. Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður Miðflokksins var utanríkisráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar á árunum 2013 til 2017.Úr minnisblaði Utanríkisráðuneytisins 23. febrúar 2015.Í ráðherratíð Gunnars Braga voru unnin þrjú minnisblöð í utanríkisráðuneytinu um Þriðja orkupakkann fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þar sem er leitað lausna fyrir Ísland varðandi tilskipun Evrópusambandsins um samstarfsstofnun orkueftirlitsaðila á orkumarkaði eða ACER um að framfylgja stefnu sambandsins á orkumarkaði. Í aðlögunartexta kemur fram að eftirlitsyfirvöld í EFTA- ríkjunum muni taka þátt í stjórn ACER sem sjái um eftirlit á orkumarkaðií ríkjum Evrópubandalagsins en ekki hafa atkvæðisrétt. Því þurfi að að koma á fót stjórn eftirlitsaðila í EFTA- ríkjunum og sú stjórn taki ákvarðanir sem bindi eftirlitsyfirvöld í þeirra löndum. Meginreglan verði að sú stjórn tæki bindandi ákvörðun gagnvart EFTA- ríkjunum þar sem ACER hefði haft valdheimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart aðildarríkjum ESB. Þannig geti bindandi ákvarðanir einnig tekið til EFTA- ríkjanna. Fram kemur að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir ACER ekki við hér á landi heldur eingöngu þegar raforka sé flutt yfir landamæri. Ef ákvörðun ACER myndi snúa að Íslandi myndi virkjast tveggja stoða fyrirkomulag þannig að ACER tæki aldrei eitt og sér ákvörðun gagnvart Íslandi.Bjarni Benediktsson segir málflutning forystumanna Miðflokksins ekki standast skoðun.Um það sagði Bjarni Benediktsson á fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í gær. „Sá sem bar ábyrgð á utanríkisráðuneytinu og öllum þeim minnisblöðum þar sem fram kom að þetta mál væri í lagi þegar við lagi sóttum eftir því að það fái grænt ljós, koma núna og segja: „Þetta mál verður að fá rautt ljós og hvar eru öll minnisblöðin?“ Þetta stenst enga skoðun,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook síðu sinni í gær að ríkisstjórn hans hefði ekki innleitt þriðja orkupakkann. Sigmundur svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í morgun og ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson.
Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira