Ísland í öðru sætinu í Skopje: Fjögur gull og sex silfur á fyrri deginum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2019 20:33 Ásdís vann öruggan sigur í spjótkasti. mynd/frí Ísland er í öðru sætinu eftir fyrri daginn á Evrópubikarkeppni landsliða sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. Ísland keppir í þriðju deild og einungis eitt lið fer upp um deild. Ísland og Serbar munu berjast um efsta sætið ef marka má fyrsta daginn. Hulda Þorsteinsdóttir vann til gullverðlauna í stangarstökki kvenna en Hulda stökk 3,60 metra. Næst kom Eleonora Rossi frá San Marínó en Hulda stökk með lánsstöng. Sigurinn enn merkilegri fyrir vikið. Hilmar Örn Jónsson náði í silfur í sleggjukasti karla en hann kastaði 72,43 metra. Sigurvegarinn Serghei Marghiev frá Móldóvíu kastaði rúmum metra lengra en Hilmar. Stefán Velemic lenti í 4. sæti í kúluvarpi en hann kastaði 15,49 metra og tryggði því Íslandi tíu stig. Gullið tók Asmir Kolasinac frá Serbíu en hann kastaði rétt rúma 20 metra. Glódís Edda Þuríðardóttir lenti í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi. Hún kom í mark á 1:11,73 sekúndum en Drita Islami kom fyrst í mark. Hún kemur frá Makedóníu. Ívar Kristinn Jasonarson kom annar í mark í 400 metra grindahlaupi karla á 52,56 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tók silfur í 100 metra hlaupi kvenna. Hún var átta sekúndubrotum á eftir Milönu Tirnanic. Jóhann Björn Sigurbjörnsson náði sínum öðrum besta tíma er hann kom í mark á 10,81 sekúndum í 100 metra hlaupi karla. Ásdís Hjálmsdóttir náði í gull í spjótkasti kvenna er hún kastaði 57,04 metra. Hún kastaði tæplega hálfum metra lengra en næsti keppandi.Guðbjörg Jóna fékk silfur í 100 metra hlaupi kvenna.mynd/fríBenjamín Jóhann Johnsen var í 6. sæti í hástökki karla en hann stökk hæst 1,95 metra og Aníta Hinriksdóttir náði í silfur í 800 metra hlaupi kvenna á 2:06,16. Hlynur Andrésson fékk einnig silfur er hann kom í mark á 3:49,29 og fjórða silfrið kom er Þórdís Eva Steinsdóttir fékk silfur í 400 metra hlaupi kvenna. Þórdís hljóp á 56,33 sekúdum. Hinrik Snær Stefánsson var 7. í 400 metra hlaupi karla og Andrea Kolbeinsdóttir var þriðja í 3000 metra hlaupi kvenna. Ísak Óli Traustason var í 6. sæti í langstökki karla en hann stökk 6,92 metra. Arnar Pétursson var fjórði í 5000 metra hlaupi karla, Kristín Karlsdóttir var í 4. sætinu er hún kastaði 45,90 og Helga Guðný Elíasdóttir var sjöunda í 3000 metra grindahlaupi. Ísland vann til gullverðlauna er boðhlaupssveitir okkar komu fyrstar í mark. Strákarnir komu í mark á 40,44 sekúndum en stelpurnar á 45,81 sekúndum. Bæði lið voru fyrst í mark og tryggðu gull. Eftir fyrri daginn er Ísland í öðru sætinu með 222 stig, átta stigum á eftir Serbíu. Í þriðja sætinu er Bosnía og Hersegóvína með 206 stig. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Ísland er í öðru sætinu eftir fyrri daginn á Evrópubikarkeppni landsliða sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. Ísland keppir í þriðju deild og einungis eitt lið fer upp um deild. Ísland og Serbar munu berjast um efsta sætið ef marka má fyrsta daginn. Hulda Þorsteinsdóttir vann til gullverðlauna í stangarstökki kvenna en Hulda stökk 3,60 metra. Næst kom Eleonora Rossi frá San Marínó en Hulda stökk með lánsstöng. Sigurinn enn merkilegri fyrir vikið. Hilmar Örn Jónsson náði í silfur í sleggjukasti karla en hann kastaði 72,43 metra. Sigurvegarinn Serghei Marghiev frá Móldóvíu kastaði rúmum metra lengra en Hilmar. Stefán Velemic lenti í 4. sæti í kúluvarpi en hann kastaði 15,49 metra og tryggði því Íslandi tíu stig. Gullið tók Asmir Kolasinac frá Serbíu en hann kastaði rétt rúma 20 metra. Glódís Edda Þuríðardóttir lenti í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi. Hún kom í mark á 1:11,73 sekúndum en Drita Islami kom fyrst í mark. Hún kemur frá Makedóníu. Ívar Kristinn Jasonarson kom annar í mark í 400 metra grindahlaupi karla á 52,56 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tók silfur í 100 metra hlaupi kvenna. Hún var átta sekúndubrotum á eftir Milönu Tirnanic. Jóhann Björn Sigurbjörnsson náði sínum öðrum besta tíma er hann kom í mark á 10,81 sekúndum í 100 metra hlaupi karla. Ásdís Hjálmsdóttir náði í gull í spjótkasti kvenna er hún kastaði 57,04 metra. Hún kastaði tæplega hálfum metra lengra en næsti keppandi.Guðbjörg Jóna fékk silfur í 100 metra hlaupi kvenna.mynd/fríBenjamín Jóhann Johnsen var í 6. sæti í hástökki karla en hann stökk hæst 1,95 metra og Aníta Hinriksdóttir náði í silfur í 800 metra hlaupi kvenna á 2:06,16. Hlynur Andrésson fékk einnig silfur er hann kom í mark á 3:49,29 og fjórða silfrið kom er Þórdís Eva Steinsdóttir fékk silfur í 400 metra hlaupi kvenna. Þórdís hljóp á 56,33 sekúdum. Hinrik Snær Stefánsson var 7. í 400 metra hlaupi karla og Andrea Kolbeinsdóttir var þriðja í 3000 metra hlaupi kvenna. Ísak Óli Traustason var í 6. sæti í langstökki karla en hann stökk 6,92 metra. Arnar Pétursson var fjórði í 5000 metra hlaupi karla, Kristín Karlsdóttir var í 4. sætinu er hún kastaði 45,90 og Helga Guðný Elíasdóttir var sjöunda í 3000 metra grindahlaupi. Ísland vann til gullverðlauna er boðhlaupssveitir okkar komu fyrstar í mark. Strákarnir komu í mark á 40,44 sekúndum en stelpurnar á 45,81 sekúndum. Bæði lið voru fyrst í mark og tryggðu gull. Eftir fyrri daginn er Ísland í öðru sætinu með 222 stig, átta stigum á eftir Serbíu. Í þriðja sætinu er Bosnía og Hersegóvína með 206 stig.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira