Lágmarksstærð sveitarfélaga verði lögfest við þúsund íbúa Sveinn Arnarsson skrifar 10. ágúst 2019 07:30 Sandgerði og Garður sameinuðust í eitt sveitarfélag í fyrra í kjölfar íbúakosninga. fréttablaðið/stefán Stefnt er að því í drögum reglugerðar Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra sveitarstjórnarmála, að lögfest verði að lágmarksstærð sveitarfélaga verði þúsund íbúar. Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi er með færri en eitt þúsund íbúa og því munu þessar breytingar hafa áhrif á stóran hluta sveitarfélaga hér á landi. 72 sveitarfélög eru nú á landinu og hefur fækkað hægt en örugglega síðustu áratugi en um miðja síðustu öld voru hér vel á annað hundrað sveitarfélaga. Sigurður Ingi hefur boðað breytingar í þá átt að gera sveitarfélögin öflugri og betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin í nútímaþjóðfélagi. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ og formaður sambands sveitarfélaga, sat í nefnd á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem skilaði til ráðherra tillögum sínum sem kynntar voru á ríkisstjórnarfundi á fimmtudaginn. Hún segir einnig mikilvægt að sveitarfélögin geti sinnt þeim skyldum sem sveitarfélögunum ber. „Þessar tillögur verða kynntar í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum. Í tillögunum er gert ráð fyrir að í þrepum verði settur lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum. Þannig er sveitarfélögum veitt ráðrúm til að kanna möguleika sína. Aðal atriðið er að sveitarfélög hér á landi verði öll sterk og gert kleift að sinna sínum verkefnum fyrir íbúa sína,“ segir Aldís. „Fjölmörg sveitarfélög eru fámenn og mikilvæg verkefni unnin með öðrum sveitarfélögum. Þegar svo er komið eru ákvarðanir kannski komnar nokkuð langt frá íbúum sveitarfélaganna.“ Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Til að mynda kannaði Akureyrarkaupstaður möguleika annarra sveitarfélaga í Eyjafirði til sameiningar ekki alls fyrir löngu og bæði hafa orðið sameiningar á Reykjanesi og á Austurlandi. Einnig eru uppi hugmyndir um sameiningar í Þingeyjarsveit. Aldís bendir á að jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði nýttur til góða fyrir þau sveitarfélög sem sameinast. „Í tillögunum er gert ráð fyrir veglegu framlagi úr ríkissjóði til þeirra sveitarfélaga sem sameinast. Það er mikilvægt að vel takist til í þetta skiptið og þessar tillögur miða að því að sveitarfélög og íbúar þeirra njóti góðs af mögulegum sameiningum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málinu frestað á fundi ríkisstjórnar síðastliðinn fimmtudag og ekki tekin ákvörðun um að birta þetta strax. Vildu menn setjast aðeins yfir málið og skoða það áður en það yrði birt almenningi. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Stefnt er að því í drögum reglugerðar Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra sveitarstjórnarmála, að lögfest verði að lágmarksstærð sveitarfélaga verði þúsund íbúar. Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi er með færri en eitt þúsund íbúa og því munu þessar breytingar hafa áhrif á stóran hluta sveitarfélaga hér á landi. 72 sveitarfélög eru nú á landinu og hefur fækkað hægt en örugglega síðustu áratugi en um miðja síðustu öld voru hér vel á annað hundrað sveitarfélaga. Sigurður Ingi hefur boðað breytingar í þá átt að gera sveitarfélögin öflugri og betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin í nútímaþjóðfélagi. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ og formaður sambands sveitarfélaga, sat í nefnd á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem skilaði til ráðherra tillögum sínum sem kynntar voru á ríkisstjórnarfundi á fimmtudaginn. Hún segir einnig mikilvægt að sveitarfélögin geti sinnt þeim skyldum sem sveitarfélögunum ber. „Þessar tillögur verða kynntar í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum. Í tillögunum er gert ráð fyrir að í þrepum verði settur lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum. Þannig er sveitarfélögum veitt ráðrúm til að kanna möguleika sína. Aðal atriðið er að sveitarfélög hér á landi verði öll sterk og gert kleift að sinna sínum verkefnum fyrir íbúa sína,“ segir Aldís. „Fjölmörg sveitarfélög eru fámenn og mikilvæg verkefni unnin með öðrum sveitarfélögum. Þegar svo er komið eru ákvarðanir kannski komnar nokkuð langt frá íbúum sveitarfélaganna.“ Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Til að mynda kannaði Akureyrarkaupstaður möguleika annarra sveitarfélaga í Eyjafirði til sameiningar ekki alls fyrir löngu og bæði hafa orðið sameiningar á Reykjanesi og á Austurlandi. Einnig eru uppi hugmyndir um sameiningar í Þingeyjarsveit. Aldís bendir á að jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði nýttur til góða fyrir þau sveitarfélög sem sameinast. „Í tillögunum er gert ráð fyrir veglegu framlagi úr ríkissjóði til þeirra sveitarfélaga sem sameinast. Það er mikilvægt að vel takist til í þetta skiptið og þessar tillögur miða að því að sveitarfélög og íbúar þeirra njóti góðs af mögulegum sameiningum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málinu frestað á fundi ríkisstjórnar síðastliðinn fimmtudag og ekki tekin ákvörðun um að birta þetta strax. Vildu menn setjast aðeins yfir málið og skoða það áður en það yrði birt almenningi.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira