Segir innri endurskoðun um rekstur grunnskóla í Reykjavík áfellisdóm Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2019 20:30 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskóla borgarinnar vera áfellisdóm yfir skólamálum í Reykjavík. Formaður skóla- og frístundaráðs segist ósammála oddvitanum en tekur þó undir gagnrýni hans á framlög til viðhalds skólahúsnæðis. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur grunnskóla var lögð fyrir skóla- og frístundaráð í fyrradag. Skýrslan verður formlega lögð fyrir borgarráð í næstu viku en var þó rædd á fundi ráðsins í dag og sagði oddviti Sjálfstæðisflokksins skýrsluna áfellisdóm. „Skýrslan er ákveðinn áfellisdómur yfir hvernig staðið er að skólamálum. Það kemur fram að framlög til skólanna eru 7% lægri en landsmeðaltal,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Nei, ég er ekki sammála því þar sem við þurfum líka að halda því til haga að framlögin til grunnskólanna hafa hækkað myndarlega á undanförnum árum. Við erum að horfa á 46% hækkun, alveg helmings hækkun framlaganna frá 2013,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Í skýrslunni eru gerðar 24 ábendingar. Meginniðurstaðan er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og fjárveitingavalds borgarinnar um hvað sé nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar. Eyþór segir of mikill hluti fjármagns fara til rangra aðila. „Stjórnsýslan og miðlæga stjórnsýslan hefur vaxið gríðarlega og kostnaður í kerfinu hefur vaxið mikið en peningarnir eiga bara að skila sér til barnanna og það er okkar hlutverk í minnihlutanum að passa upp á það af því að hinir hafa gleymt því,“ sagði Eyþór. Viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum og því orðið mjög brýnt að taka til hendinni þar. „Það voru sex skólar sem ekki voru með húsnæðismálin sín í lagi á þessu ári,“ sagði Eyþór. „Það er alveg rétt að framlög til viðhalds voru of lítil og það er bara af því að borgarsjóður hafði ekki úr meiru fjármagni að spila. En skýrslan sýnir það líka að undanfarin tvö ár hefur þessi þáttur fengið meira vægi og framlögin hafa tvöfaldast,“ sagði Skúli. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskóla borgarinnar vera áfellisdóm yfir skólamálum í Reykjavík. Formaður skóla- og frístundaráðs segist ósammála oddvitanum en tekur þó undir gagnrýni hans á framlög til viðhalds skólahúsnæðis. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur grunnskóla var lögð fyrir skóla- og frístundaráð í fyrradag. Skýrslan verður formlega lögð fyrir borgarráð í næstu viku en var þó rædd á fundi ráðsins í dag og sagði oddviti Sjálfstæðisflokksins skýrsluna áfellisdóm. „Skýrslan er ákveðinn áfellisdómur yfir hvernig staðið er að skólamálum. Það kemur fram að framlög til skólanna eru 7% lægri en landsmeðaltal,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Nei, ég er ekki sammála því þar sem við þurfum líka að halda því til haga að framlögin til grunnskólanna hafa hækkað myndarlega á undanförnum árum. Við erum að horfa á 46% hækkun, alveg helmings hækkun framlaganna frá 2013,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Í skýrslunni eru gerðar 24 ábendingar. Meginniðurstaðan er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og fjárveitingavalds borgarinnar um hvað sé nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar. Eyþór segir of mikill hluti fjármagns fara til rangra aðila. „Stjórnsýslan og miðlæga stjórnsýslan hefur vaxið gríðarlega og kostnaður í kerfinu hefur vaxið mikið en peningarnir eiga bara að skila sér til barnanna og það er okkar hlutverk í minnihlutanum að passa upp á það af því að hinir hafa gleymt því,“ sagði Eyþór. Viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum og því orðið mjög brýnt að taka til hendinni þar. „Það voru sex skólar sem ekki voru með húsnæðismálin sín í lagi á þessu ári,“ sagði Eyþór. „Það er alveg rétt að framlög til viðhalds voru of lítil og það er bara af því að borgarsjóður hafði ekki úr meiru fjármagni að spila. En skýrslan sýnir það líka að undanfarin tvö ár hefur þessi þáttur fengið meira vægi og framlögin hafa tvöfaldast,“ sagði Skúli.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira