Segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2019 20:00 Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans. Landspítalinn glímir nú við rekstrarvanda en rekstrarhallinn nam 2,4 milljörðum króna samkvæmt hálfsuppgjöri spítalans. Áætlað er að hann verði um 4,5 milljarðar á árinu að óbreyttu en Morgunblaðið greindi fyrst frá upphæðinni. „Nú höfum við í höndunum sex mánaða uppgjör Landspítalans og þá erum við komin með tvo ársfjórðunga og við sjáum að það stefnir í allt of háar tölur þar. Það sem gerist þá er að það fer ákveðið ferli af stað og spítalinn gerir ráðuneytinu grein fyrir því hverju sætir og kemur með tillögur til að koma til móts við stöðuna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Níu framkvæmdastjórum hefur verið sagt upp störfum, ekki liggur ljóst fyrri hvort frekari uppsagnir verði. Heilbrigðisráðherra segir hallareksurinn hafa komið á óvart. „Það kemur auðvitað á óvart þegar um er að ræða niðurstöður fjárlaga sem við samþyktum fyrir hálfu ári og allir gerðu það með opin augu og ekki síst þeir sem stýr Landspítalanum. Það er eitt af verkefnum hverrar ríkisstjórnar að stýra verkefnum innan fjárlaga og þess vegna kom þetta okkur á óvart já,“ sagði Svandís. Þá mun Fjárlaganefnd Alþingis funda með spítalanum um málið. „Ég hef fregnir af því að fjárlaganefnd sem hefur eftirlitshlutverk gangvart öllum stofnunum ríkisins, hefur kallað spítalann á sinn fund og við þurfum að leita allra leiða til að ná utan um þetta mál en verkefnið er í raun Landspítala og okkar að styðja viðþær hugmyndir sem þar hafa komið fram,“ sagði Svandís.Berð þú fullt traust til forstjóra Landspítalans? „Að sjálfsögðu,“ sagði Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00 Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans. Landspítalinn glímir nú við rekstrarvanda en rekstrarhallinn nam 2,4 milljörðum króna samkvæmt hálfsuppgjöri spítalans. Áætlað er að hann verði um 4,5 milljarðar á árinu að óbreyttu en Morgunblaðið greindi fyrst frá upphæðinni. „Nú höfum við í höndunum sex mánaða uppgjör Landspítalans og þá erum við komin með tvo ársfjórðunga og við sjáum að það stefnir í allt of háar tölur þar. Það sem gerist þá er að það fer ákveðið ferli af stað og spítalinn gerir ráðuneytinu grein fyrir því hverju sætir og kemur með tillögur til að koma til móts við stöðuna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Níu framkvæmdastjórum hefur verið sagt upp störfum, ekki liggur ljóst fyrri hvort frekari uppsagnir verði. Heilbrigðisráðherra segir hallareksurinn hafa komið á óvart. „Það kemur auðvitað á óvart þegar um er að ræða niðurstöður fjárlaga sem við samþyktum fyrir hálfu ári og allir gerðu það með opin augu og ekki síst þeir sem stýr Landspítalanum. Það er eitt af verkefnum hverrar ríkisstjórnar að stýra verkefnum innan fjárlaga og þess vegna kom þetta okkur á óvart já,“ sagði Svandís. Þá mun Fjárlaganefnd Alþingis funda með spítalanum um málið. „Ég hef fregnir af því að fjárlaganefnd sem hefur eftirlitshlutverk gangvart öllum stofnunum ríkisins, hefur kallað spítalann á sinn fund og við þurfum að leita allra leiða til að ná utan um þetta mál en verkefnið er í raun Landspítala og okkar að styðja viðþær hugmyndir sem þar hafa komið fram,“ sagði Svandís.Berð þú fullt traust til forstjóra Landspítalans? „Að sjálfsögðu,“ sagði Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00 Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36
Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00
Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00