Rekstrarniðurstaða meðal annars betri vegna matsbreytinga Félagsbústaða Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2019 14:46 Ráðhús Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, sem lagt var fram í borgarráði í dag, var jákvæð um 7,7 milljarða en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 6,6 milljarða króna. Rekstrarniðurstaðan er því 1.177 milljón krónum betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstöðu má einkum rekja til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Þar er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að niðurstaðan sé góð einkum í ljósi þess að þess að merki séu um samdrátt í hagkerfinu. Sjálfstæðismenn sendu tilkynningu vegna árshlutareikningsins en þeir hafa farið fram á að óháðir matsmenn meti eignasafn Félagsbústaða. „Tölurnar í rekstrinum eru allar á grænu og staða borgarinnar sterk. Við höfum verið að bæta fjármagni í skólamálin og velferðarmálin jafnt og þétt en á sama tíma erum við í stórum og miklum fjárfestingum um alla borg til dæmis í skólabyggingum, íþróttamannvirkjum, götum, torgum og hjólastígum. Árshlutauppgjörið gefur ágætar vísbendingar um framhaldið en við þurfum að halda vel á spöðunum áfram,“ er haft eftir Degi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmRekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 1.653 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 2.318 milljónir króna á tímabilinu. Niðurstaðan er því 665 milljónum króna lakari en gert var ráð fyrir. Lakari rekstrarniðurstaða skýrist einkum af lægri tekjum af sölu byggingarréttar, lægri skatttekjum og hærri gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.811 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 3.188 mkr eða 1.377 mkr undir áætlun. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 673 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 343 milljarðar króna og eigið fé var 330 milljarðar króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 17,5 milljarður króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 49% en var 49,4% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. og Sorpa bs. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sendu frá sér tilkynningu vegna árshlutareikningsins en þeir hafa lagt til að fengnir yrðu óháðir matsaðilar til að meta eignasafn Félagsbústaða hf þar sem matsbreytingar síðustu ára eru 50,8 milljarðar króna. Þannig hafi félagslegt íbúðarhúsnæði borgarinnar verið uppfært í bókum Félagsbústaða um sömu fjárhæð. Jafnframt er reiknaður hagnaður upp á sömu fjárhæð í samstæðu Reykjavíkurborgar.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir„Matsbreytingar upp á 51 milljarð króna skila sér seint inn á bankabók Reykjavíkurborgar,“ er haft eftir Eyþóri Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Telja Sjálfstæðismenn að þessi hagnaður mun seint skila sér til borgarinnar enda standi ekki til að selja félagslegt húsnæði frá Félagsbústöðum. Hætta sé á að viðhaldsþörf íbúðanna sé meiri en gert hefur verið ráð fyrir. Kostnaður við viðhald getur því verið að miklu leyti ófyrirséður. Fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar bendir á í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar að matsbreytingarnar segi lítið til um grunnrekstur Félagsbústaða hf. Eyþór bendir á að skuldir og skuldbindingar haldi áfram að vaxa um tugi milljarða á fyrstu sex mánuðum þessa árs þrátt fyrir mikla skattlagningu. „Þetta er ekki gott veganesti út úr lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar,“ segir Eyþór. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Sorpa Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, sem lagt var fram í borgarráði í dag, var jákvæð um 7,7 milljarða en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 6,6 milljarða króna. Rekstrarniðurstaðan er því 1.177 milljón krónum betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstöðu má einkum rekja til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Þar er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að niðurstaðan sé góð einkum í ljósi þess að þess að merki séu um samdrátt í hagkerfinu. Sjálfstæðismenn sendu tilkynningu vegna árshlutareikningsins en þeir hafa farið fram á að óháðir matsmenn meti eignasafn Félagsbústaða. „Tölurnar í rekstrinum eru allar á grænu og staða borgarinnar sterk. Við höfum verið að bæta fjármagni í skólamálin og velferðarmálin jafnt og þétt en á sama tíma erum við í stórum og miklum fjárfestingum um alla borg til dæmis í skólabyggingum, íþróttamannvirkjum, götum, torgum og hjólastígum. Árshlutauppgjörið gefur ágætar vísbendingar um framhaldið en við þurfum að halda vel á spöðunum áfram,“ er haft eftir Degi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmRekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 1.653 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 2.318 milljónir króna á tímabilinu. Niðurstaðan er því 665 milljónum króna lakari en gert var ráð fyrir. Lakari rekstrarniðurstaða skýrist einkum af lægri tekjum af sölu byggingarréttar, lægri skatttekjum og hærri gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.811 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 3.188 mkr eða 1.377 mkr undir áætlun. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 673 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 343 milljarðar króna og eigið fé var 330 milljarðar króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 17,5 milljarður króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 49% en var 49,4% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. og Sorpa bs. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sendu frá sér tilkynningu vegna árshlutareikningsins en þeir hafa lagt til að fengnir yrðu óháðir matsaðilar til að meta eignasafn Félagsbústaða hf þar sem matsbreytingar síðustu ára eru 50,8 milljarðar króna. Þannig hafi félagslegt íbúðarhúsnæði borgarinnar verið uppfært í bókum Félagsbústaða um sömu fjárhæð. Jafnframt er reiknaður hagnaður upp á sömu fjárhæð í samstæðu Reykjavíkurborgar.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir„Matsbreytingar upp á 51 milljarð króna skila sér seint inn á bankabók Reykjavíkurborgar,“ er haft eftir Eyþóri Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Telja Sjálfstæðismenn að þessi hagnaður mun seint skila sér til borgarinnar enda standi ekki til að selja félagslegt húsnæði frá Félagsbústöðum. Hætta sé á að viðhaldsþörf íbúðanna sé meiri en gert hefur verið ráð fyrir. Kostnaður við viðhald getur því verið að miklu leyti ófyrirséður. Fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar bendir á í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar að matsbreytingarnar segi lítið til um grunnrekstur Félagsbústaða hf. Eyþór bendir á að skuldir og skuldbindingar haldi áfram að vaxa um tugi milljarða á fyrstu sex mánuðum þessa árs þrátt fyrir mikla skattlagningu. „Þetta er ekki gott veganesti út úr lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar,“ segir Eyþór.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Sorpa Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda