Valinn var besti markvörðurinn, varnarmaðurinn, miðjumaðurinn og sóknarmaðurinn en Evrópumeistararnir eiga besta markvörðinn og miðvörðinn.
Alisson Becker var valinn besti markvörðurinn og Virgil van Dijk var valinn besti varnarmaðurinn en þeir áttu báðir risa þátt í því að Liverpool varð Evrópumeistari.
Van Dijk var ekki bara valinn besti varnarmaðurinn heldur einnig var hann valinn besti leikmaður tímabilsins af UEFA. Hann er fyrsti hollenski leikmaðurinn í sögunni til að hreppa verðlaunin.
Virgil van Dijk has won the Uefa Men's Player of the Year award!
Congratulations @VirgilvDijk!!! br>
Live: https://t.co/KMVq5hOS9W#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/sIFkwiZLs9
— BBC Sport (@BBCSport) August 29, 2019
Frenkie De Jong, sem fór á kostum í liði Ajax sem komst alla leið í undanúrslitin, var valinn besti miðjumaðurinn og besti sóknarmaðurinn var hinn magnaði, Lionel Messi.
Meira má lesa um riðlana hér að neðan en fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram 17. og 18. september. Hinir leikdagarnir eru 1. og 2. október, 22. og 23. október, 5. og 6. nóvember, 26. og 27. nóvember og svo 10. og 11. desember.