Hvert á að stefna í bankamálum? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 29. ágúst 2019 09:30 Þeir flokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn hafa lýst þeim einlæga ásetningi sínum að selja þá tvo banka sem nú eru í eigu ríkisins til einkaaðila. Seint verður sagt að stjórnin gangi í takt við þjóðina í þessu máli því yfirgnæfandi meirihluti hennar hefur lýst eindreginni andstöðu við slíkan gerning í skoðanakönnunum. Sporin hræða á þeim bæ þótt þau geri það ekki í stjórnarráðinu eða á þingi. Ein aðalröksemd einkavæðingarflokkanna fyrir sölunni er að það muni verða svo miklar breytingar á bankastarfsemi á næstu árum að eins gott sé að losna við bankana sem fyrst meðan þeir séu einhvers virði. Þegar hins vegar er spurt hverjar þessar breytingar séu vefst mönnum tunga um háls og verður fátt um svör. Það næsta sem ég hef komist við að fá svör við þessari spurningu er að bráðum verði hægt að framkvæma allar bankaaðgerðir gegnum einhver snjalltæki með öppum eða einhverju slíku. Undirritaður man þá tíð að eitt algengasta greiðsluform fólks í almennum viðskiptum voru ávísanir. Allir gengu með ávísanahefti í veskinu og skrifuðu ávísanir þegar þeir keyptu í matinn. Síðustu helgi í mánuði „gúmmuðu“ menn svo grimmt innistæðulausum ávísunum á börum bæjarins í þeirri von að þær færu ekki inn í bankann fyrr en eftir mánaðamót. Ávísanirnar eru nú því sem næst horfnar úr almennum viðskiptum. Þar á undan þurftu menn að fara í bankann og taka út þá peninga hjá gjaldkera sem þeir töldu að þeir þyrftu að nota á næstunni. Núna borga menn með appi í símanum sínum. Grunnstarfsemi bankanna gagnvart almenningi hefur hins vegar ekkert breyst síðan þeir komu fram í núverandi mynd á 14. og 15. öld, það er að segja að taka við innlánum frá fólki og lána þeim sem þurfa á lánum að halda. Vandséð er að einhver öpp muni breyta þeirri starfsemi frekar en ávísanaheftin hér áður fyrr en kannski geta stjórnmálamennirnir upplýst okkur um það. Það má vissulega færa rök fyrir því að óþarfi sé að ríkið eigi tvo banka en það væri full ástæða til að ríkið ætti og ræki einn banka sem gegndi nákvæmlega því hlutverki sem lýst var hér að framan, tæki við innlánum launafólks og lánaði fé ef viðskiptavinirnir þyrftu að endurnýja eldhúsinnréttinguna, bílinn eða stækka við sig íbúðina. Bankinn gæti líka sinnt litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessi banki hefði einnig þann stóra kost að innlán væru ríkistryggð upp að vissu marki þannig að lítil hætta væri á að þau Jón og Gunna sem eiga aura í bankanum töpuðu þeim í einhverjum hamförum á fjármálamörkuðum. Aðrar fjármálastofnanir mættu svo gjarnan vera í einkaeign og þar gætu banksterar, hrunkvöðlar, útrásarvíkingar og annar óþjóðalýður látið öllum illum látum án þess að það kæmi við okkur hin. Ríkisbankinn yrði hins vegar íhaldsöm og varkár fjármálastofnun sem hefði meiri áhuga á Jónu Jóns en Dow Jones. Ég þykist þess fullviss að þessar hugmyndir muni falla í grýttan jarðveg hjá einkavæðingarflokkunum í stjórn og stjórnarandstöðu og því er rétt að spyrja forystumenn ASÍ, Eflingar, VR og BSRB: „Er ekki kominn tími til að endurreisa Sparisjóð alþýðu?“Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þeir flokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn hafa lýst þeim einlæga ásetningi sínum að selja þá tvo banka sem nú eru í eigu ríkisins til einkaaðila. Seint verður sagt að stjórnin gangi í takt við þjóðina í þessu máli því yfirgnæfandi meirihluti hennar hefur lýst eindreginni andstöðu við slíkan gerning í skoðanakönnunum. Sporin hræða á þeim bæ þótt þau geri það ekki í stjórnarráðinu eða á þingi. Ein aðalröksemd einkavæðingarflokkanna fyrir sölunni er að það muni verða svo miklar breytingar á bankastarfsemi á næstu árum að eins gott sé að losna við bankana sem fyrst meðan þeir séu einhvers virði. Þegar hins vegar er spurt hverjar þessar breytingar séu vefst mönnum tunga um háls og verður fátt um svör. Það næsta sem ég hef komist við að fá svör við þessari spurningu er að bráðum verði hægt að framkvæma allar bankaaðgerðir gegnum einhver snjalltæki með öppum eða einhverju slíku. Undirritaður man þá tíð að eitt algengasta greiðsluform fólks í almennum viðskiptum voru ávísanir. Allir gengu með ávísanahefti í veskinu og skrifuðu ávísanir þegar þeir keyptu í matinn. Síðustu helgi í mánuði „gúmmuðu“ menn svo grimmt innistæðulausum ávísunum á börum bæjarins í þeirri von að þær færu ekki inn í bankann fyrr en eftir mánaðamót. Ávísanirnar eru nú því sem næst horfnar úr almennum viðskiptum. Þar á undan þurftu menn að fara í bankann og taka út þá peninga hjá gjaldkera sem þeir töldu að þeir þyrftu að nota á næstunni. Núna borga menn með appi í símanum sínum. Grunnstarfsemi bankanna gagnvart almenningi hefur hins vegar ekkert breyst síðan þeir komu fram í núverandi mynd á 14. og 15. öld, það er að segja að taka við innlánum frá fólki og lána þeim sem þurfa á lánum að halda. Vandséð er að einhver öpp muni breyta þeirri starfsemi frekar en ávísanaheftin hér áður fyrr en kannski geta stjórnmálamennirnir upplýst okkur um það. Það má vissulega færa rök fyrir því að óþarfi sé að ríkið eigi tvo banka en það væri full ástæða til að ríkið ætti og ræki einn banka sem gegndi nákvæmlega því hlutverki sem lýst var hér að framan, tæki við innlánum launafólks og lánaði fé ef viðskiptavinirnir þyrftu að endurnýja eldhúsinnréttinguna, bílinn eða stækka við sig íbúðina. Bankinn gæti líka sinnt litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessi banki hefði einnig þann stóra kost að innlán væru ríkistryggð upp að vissu marki þannig að lítil hætta væri á að þau Jón og Gunna sem eiga aura í bankanum töpuðu þeim í einhverjum hamförum á fjármálamörkuðum. Aðrar fjármálastofnanir mættu svo gjarnan vera í einkaeign og þar gætu banksterar, hrunkvöðlar, útrásarvíkingar og annar óþjóðalýður látið öllum illum látum án þess að það kæmi við okkur hin. Ríkisbankinn yrði hins vegar íhaldsöm og varkár fjármálastofnun sem hefði meiri áhuga á Jónu Jóns en Dow Jones. Ég þykist þess fullviss að þessar hugmyndir muni falla í grýttan jarðveg hjá einkavæðingarflokkunum í stjórn og stjórnarandstöðu og því er rétt að spyrja forystumenn ASÍ, Eflingar, VR og BSRB: „Er ekki kominn tími til að endurreisa Sparisjóð alþýðu?“Höfundur er kennari.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun