Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2019 14:47 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á ábyrgð hvers og eins að gera eitthvað í málunum. Fréttablaðið/Auðunn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri, hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. Segir hann ráðin ekki síst eiga erindi við ungu kynslóðina sem munu erfa jörðina og láti sig eðlilega loftslagsmálin varða. Ráðleggingar Einars koma ekki úr lausu lofti. Til umræðu hefur verið að minnka neyslu dýraafurða í skólamötuneytum landsins og óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum. Unglingar höfðu á orði í kvöldfréttum RÚV í gær að þeir væru alveg tilbúnir að draga úr kjöt- og fiskáti í loftslagsskyni. „Það er allt gott og blessað en hér koma með nokkur ráð til viðbótar sem eru jafnvel enn áhrifaríkari, ekki síst fyrir yngri kynslóðir landsins sem láta loftslagmálin sig eðlilega miklu varða.“ Hann segir margt hægt að gera í daglega lífinu og ekki eftir neinu að bíða. Þar gildi ábyrgð hvers og eins og meðvitund um það sem raunverulega skipti máli í glímunni við loftslagsvandann. Ráð Einars má sjá hér að neðan en þau hafa vakið mikla athygli á Facebook og eru í mikilli dreifingu.Einar hvetur unga fólkið til að ganga, hjóla eða taka strætó í skólann.Vísir/Kolbeinn Tumi1. Sleppa því að láta keyra sig í skólann. Ganga eða hjóla alla 180 daga skólaársins. Einnig í frístundir eða nota strætó eða tómstundabílinn. Með því sparast á að giska 15-25 milljónir ekinna km í Reykjavík árlega.Einar hvetur unga fólkið til að kaupa minna af fötum, skóm og halda lengur í raftæki sín.vísir/ebg2. Kaupa minna af nýjum fötum og skóm. Nýta lengur, skiptast á og kaupa notað. Halda lengur í snjallsímann sinn og önnur persónuleg tæki.Einar hvetur unga fólkið til að hætta að kaupa innflutta drykki á borð við Nocco og gos.Vísir3. Hætta að kaupa drykki sem að stofni til eru innflutt vatn. Það á við um Nocco, erlenda orkudrykki, safa, gosvatn og aðra sem skilja eftir sig stórt kolefnisspor í flutningum.Einar hvetur unga fólkið til að draga úr ferðalögum til útlanda með flugvélum.Vísir/vilhelm4. Neita sér um flugferðir til útlanda. Kannski óþarfa naumhyggja að sleppa alveg að fljúga eins og Greta Thunberg. Fljúga kannski einu sinni á ári og þá frekar styttri ferðir.Klárum af diskunum okkar og verum meðvituð um að kaupa ekki of mikinn mat sem endar svo í ruslinu.Vísir/Getty5. Nýta vel allan mat og venja sig við að klára alltaf af disknum sínum. Vera meðvitaður um matarsóun þegar keyptar eru pizzur, ís, snakk, gos eða annar matur.Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísir/Getty6. Spara fyrir kolefnisbindingu. T.d geta nemendafélög tekið sig saman og plantað trjám með skógræktarfélögum eða annað sem að einnig dregur koltvísýringinn út úr lofthjúpnum. Börn og uppeldi Loftslagsmál Umhverfismál Vegan Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri, hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. Segir hann ráðin ekki síst eiga erindi við ungu kynslóðina sem munu erfa jörðina og láti sig eðlilega loftslagsmálin varða. Ráðleggingar Einars koma ekki úr lausu lofti. Til umræðu hefur verið að minnka neyslu dýraafurða í skólamötuneytum landsins og óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum. Unglingar höfðu á orði í kvöldfréttum RÚV í gær að þeir væru alveg tilbúnir að draga úr kjöt- og fiskáti í loftslagsskyni. „Það er allt gott og blessað en hér koma með nokkur ráð til viðbótar sem eru jafnvel enn áhrifaríkari, ekki síst fyrir yngri kynslóðir landsins sem láta loftslagmálin sig eðlilega miklu varða.“ Hann segir margt hægt að gera í daglega lífinu og ekki eftir neinu að bíða. Þar gildi ábyrgð hvers og eins og meðvitund um það sem raunverulega skipti máli í glímunni við loftslagsvandann. Ráð Einars má sjá hér að neðan en þau hafa vakið mikla athygli á Facebook og eru í mikilli dreifingu.Einar hvetur unga fólkið til að ganga, hjóla eða taka strætó í skólann.Vísir/Kolbeinn Tumi1. Sleppa því að láta keyra sig í skólann. Ganga eða hjóla alla 180 daga skólaársins. Einnig í frístundir eða nota strætó eða tómstundabílinn. Með því sparast á að giska 15-25 milljónir ekinna km í Reykjavík árlega.Einar hvetur unga fólkið til að kaupa minna af fötum, skóm og halda lengur í raftæki sín.vísir/ebg2. Kaupa minna af nýjum fötum og skóm. Nýta lengur, skiptast á og kaupa notað. Halda lengur í snjallsímann sinn og önnur persónuleg tæki.Einar hvetur unga fólkið til að hætta að kaupa innflutta drykki á borð við Nocco og gos.Vísir3. Hætta að kaupa drykki sem að stofni til eru innflutt vatn. Það á við um Nocco, erlenda orkudrykki, safa, gosvatn og aðra sem skilja eftir sig stórt kolefnisspor í flutningum.Einar hvetur unga fólkið til að draga úr ferðalögum til útlanda með flugvélum.Vísir/vilhelm4. Neita sér um flugferðir til útlanda. Kannski óþarfa naumhyggja að sleppa alveg að fljúga eins og Greta Thunberg. Fljúga kannski einu sinni á ári og þá frekar styttri ferðir.Klárum af diskunum okkar og verum meðvituð um að kaupa ekki of mikinn mat sem endar svo í ruslinu.Vísir/Getty5. Nýta vel allan mat og venja sig við að klára alltaf af disknum sínum. Vera meðvitaður um matarsóun þegar keyptar eru pizzur, ís, snakk, gos eða annar matur.Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísir/Getty6. Spara fyrir kolefnisbindingu. T.d geta nemendafélög tekið sig saman og plantað trjám með skógræktarfélögum eða annað sem að einnig dregur koltvísýringinn út úr lofthjúpnum.
Börn og uppeldi Loftslagsmál Umhverfismál Vegan Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira