Guðlaugur Þór segir Sigmund Davíð telja sig nafla alheims Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2019 11:59 Umræðan í þinginu er farin að taka á sig verulega sérstaka mynd en nú undir hádegi gengu háðsglósurnar milli utanríkisráðherra og formanns Miðflokksins. Í umræðu sem nú stendur yfir á þinginu um 3. orkupakkann, fylgjast má með á Vísi, gengu háðsglósurnar milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ráðherra hæddist að Sigmundi Davíð og sagði að hann teldi meirihluta þjóðarinnar vera með sig á heilanum eða væru með þráhyggju gagnvart honum, að mati Sigmundar Davíðs.Taugaveiklun Samtryggingarflokksins Sigmundur Davíð var á mælendaskrá í fyrrnefndri umræðu og gerði sér mat úr orðum Guðlaugs Þórs í sinni tölu. Hann talaði um að það gætti taugaveiklunar innan samtryggingarflokksins, en er það þá með vísan til þess að Miðflokkurinn sé eini stjórnarandstöðuflokkurinn á þinginu. Viðreisn, Samfylking og Píratar hafa lýst sig samþykk afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð sagði utanríkiráðherra ekkert nýtt fram að færa, hann hraðlesi embættismannatexta og fari svo með rullu sína enn og aftur þess efnis að allt sé öðrum um að kenna. Og hann fari með hrein og klár ósannindi, en þar var Sigmundur Davíð að tala um það þegar Guðlaugur Þór vísaði til fundar sem formaður Miðflokksins, þá forsætisráðherra, átti við forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, þar sem möguleikar á sæstreng milli landanna voru ræddir. Þetta væru allt ósannindi, hann hefði lýst því yfir að hann væri andsnúinn lagningu sæstrengs, en andstæðingar Orkupakkans telja Orkupakka 3 opna fyrir möguleika á lagningu strengs sem muni þá hafa í för með sér hækkun á verði orku til almennings. Meint þráhyggja Sigmundar Davíðs um þráhyggju gagnvart sér Sigmundur Davíð spurði hæstvirtan ráðherra, en tók fram að hann vildi hlífa honum við of erfiðum spuringum og sakaði hann um þráhyggju gagnvart sér; hvers vegna lægi svona á, af hverju mætti ekki ræða málið aftur og hvers vegna HANN vildi þennan orkupakka?Frá þinginu nú í morgun. Þar var stutt milli hláturs og gráturs.visir/vilhelmGuðlaugur Þór kom í pontu til andsvara, og virtist ekki vita hvort hann ætti frekar að hlæja eða gráta. Hann sagði þetta tímamót í söguskýringum. Að Sigmundur Davíð hafi staðið í viðræðum við forsætisráðherra Bretlandseyja, hann hafi sett á fót vinnuhóp af því að hann væri andsnúinn málinu?! Og hefði alltaf verið? Sigmundur Davíð var þá með framíköll úr sal sem Guðlaugur Þór nýtti til að hæðast að formanni Miðflokksins. Að hann væri kominn í mikinn meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju gagnvart Sigmundi Davíð. „Að hans mati.Allt gengur þetta út á Sigmund Davíð. Þetta gengur allt út á þig. Orkupakkinn er aukaatriði. Við getum bara ekki hugsað um neitt annað en þig.“ Guðlaugur Þór sagðist því miður ekki hafa svigrúm til að endurflytja ræðuna sem hann flutti þegar hann lagði málið fram. Á vef utanríkisráðuneytisins mætti finna ítarlegar skýringar, spurt og svarað og ef þingmaður teldi að ekki væri búið að setja fram rökin í málinu, sem honum væri frjálst að vera ósammála, þá væri það „vægast sagt sérstakt“. En fyrr í umræðunni hafði Guðlaugur Þór lesið úr lokakafla álits sérfræðinga þar sem kveðið er að engin minnsta hætta sé á að innleiðing orkupakka 3 stangist á við stjórnarskrá. „Það er kýrskýrt.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08 Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í umræðu sem nú stendur yfir á þinginu um 3. orkupakkann, fylgjast má með á Vísi, gengu háðsglósurnar milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ráðherra hæddist að Sigmundi Davíð og sagði að hann teldi meirihluta þjóðarinnar vera með sig á heilanum eða væru með þráhyggju gagnvart honum, að mati Sigmundar Davíðs.Taugaveiklun Samtryggingarflokksins Sigmundur Davíð var á mælendaskrá í fyrrnefndri umræðu og gerði sér mat úr orðum Guðlaugs Þórs í sinni tölu. Hann talaði um að það gætti taugaveiklunar innan samtryggingarflokksins, en er það þá með vísan til þess að Miðflokkurinn sé eini stjórnarandstöðuflokkurinn á þinginu. Viðreisn, Samfylking og Píratar hafa lýst sig samþykk afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð sagði utanríkiráðherra ekkert nýtt fram að færa, hann hraðlesi embættismannatexta og fari svo með rullu sína enn og aftur þess efnis að allt sé öðrum um að kenna. Og hann fari með hrein og klár ósannindi, en þar var Sigmundur Davíð að tala um það þegar Guðlaugur Þór vísaði til fundar sem formaður Miðflokksins, þá forsætisráðherra, átti við forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, þar sem möguleikar á sæstreng milli landanna voru ræddir. Þetta væru allt ósannindi, hann hefði lýst því yfir að hann væri andsnúinn lagningu sæstrengs, en andstæðingar Orkupakkans telja Orkupakka 3 opna fyrir möguleika á lagningu strengs sem muni þá hafa í för með sér hækkun á verði orku til almennings. Meint þráhyggja Sigmundar Davíðs um þráhyggju gagnvart sér Sigmundur Davíð spurði hæstvirtan ráðherra, en tók fram að hann vildi hlífa honum við of erfiðum spuringum og sakaði hann um þráhyggju gagnvart sér; hvers vegna lægi svona á, af hverju mætti ekki ræða málið aftur og hvers vegna HANN vildi þennan orkupakka?Frá þinginu nú í morgun. Þar var stutt milli hláturs og gráturs.visir/vilhelmGuðlaugur Þór kom í pontu til andsvara, og virtist ekki vita hvort hann ætti frekar að hlæja eða gráta. Hann sagði þetta tímamót í söguskýringum. Að Sigmundur Davíð hafi staðið í viðræðum við forsætisráðherra Bretlandseyja, hann hafi sett á fót vinnuhóp af því að hann væri andsnúinn málinu?! Og hefði alltaf verið? Sigmundur Davíð var þá með framíköll úr sal sem Guðlaugur Þór nýtti til að hæðast að formanni Miðflokksins. Að hann væri kominn í mikinn meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju gagnvart Sigmundi Davíð. „Að hans mati.Allt gengur þetta út á Sigmund Davíð. Þetta gengur allt út á þig. Orkupakkinn er aukaatriði. Við getum bara ekki hugsað um neitt annað en þig.“ Guðlaugur Þór sagðist því miður ekki hafa svigrúm til að endurflytja ræðuna sem hann flutti þegar hann lagði málið fram. Á vef utanríkisráðuneytisins mætti finna ítarlegar skýringar, spurt og svarað og ef þingmaður teldi að ekki væri búið að setja fram rökin í málinu, sem honum væri frjálst að vera ósammála, þá væri það „vægast sagt sérstakt“. En fyrr í umræðunni hafði Guðlaugur Þór lesið úr lokakafla álits sérfræðinga þar sem kveðið er að engin minnsta hætta sé á að innleiðing orkupakka 3 stangist á við stjórnarskrá. „Það er kýrskýrt.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08 Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08
Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00