Veröld sem (vonandi) verður Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 28. ágúst 2019 08:00 Hver hefði trúað fyrir nokkrum árum að stærstu efnisveitur heimsins myndu ekki búa til neitt efni sjálfar? Eða að eitt stærsta gistifyrirtæki í heimi ætti ekki eitt einasta herbergi og eitt stærsta leigubílafyrirtæki heims myndi ekki eiga einn einasta leigubíl? Og hver hefði trúað því að sumir stærstu fjárfestingarsjóðir heimsins ættu ekki krónu sjálfir? En þetta á allt við í tilviki Facebook, Snapchat, Instagram, YouTube, Airbnb, Uber og Kickstarter. Þessi dæmi sýna vel hversu hratt hlutirnir geta breyst og hvað framtíðin er óútreiknanleg. Þessu til viðbótar. Hver hefði trúað fyrir nokkrum misserum að Trump yrði forseti Bandaríkjanna og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands? Það er virkilega auðvelt að fara aftur á bak í stað þess að fara áfram veginn. Holl lesning þessa dagana er bók Stefan Zweig, Veröld sem var. Sérstaklega á tímum Trumps, Borisar og Pútíns ásamt þeim Bolsonaro í Brasilíu, Erdogan í Tyrklandi, Orban í Ungverjalandi, Conte og Salvini á Ítalíu og Duterte á Filippseyjum. Á þessum tímum þarf Ísland að standa vörð um umburðarlyndi og frjálslyndi. Hvort tveggja er frelsi til athafna en einnig frelsi frá fátækt og fáfræði. Ef Íslendingar eru þekktir úti í hinum stóra heimi þá er það fyrir einstaka náttúrufegurð og menningarafrek. Menningarafrekin voru fyrst á sviði bókmennta, fyrir um þúsund árum, en núna eru þau helst á sviði tónlistar og sjónvarpsefnis (reyndar þarf hið opinbera að styrkja menninguna mun betur, til dæmis með margföldun sjónvarpssjóðs og tónlistarsjóðs). En fyrir utan öfluga menningu getur Ísland líka orðið boðberi frjálslyndis og umburðarlyndis úti í heimi. Hins vegar geta slík gildi brostið og æ fleiri ríkisstjórnir eru farnar að ala á ótta, þjóðrembu og þrengja að réttindum fólks. Það er nefnilega hægt að fara í hina áttina, í átt til nýsköpunar, fjölmenningar og umburðarlyndis sem eru lykilorð í veröld sem verður, vonandi. Það er sú framtíð sem við eigum að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Hver hefði trúað fyrir nokkrum árum að stærstu efnisveitur heimsins myndu ekki búa til neitt efni sjálfar? Eða að eitt stærsta gistifyrirtæki í heimi ætti ekki eitt einasta herbergi og eitt stærsta leigubílafyrirtæki heims myndi ekki eiga einn einasta leigubíl? Og hver hefði trúað því að sumir stærstu fjárfestingarsjóðir heimsins ættu ekki krónu sjálfir? En þetta á allt við í tilviki Facebook, Snapchat, Instagram, YouTube, Airbnb, Uber og Kickstarter. Þessi dæmi sýna vel hversu hratt hlutirnir geta breyst og hvað framtíðin er óútreiknanleg. Þessu til viðbótar. Hver hefði trúað fyrir nokkrum misserum að Trump yrði forseti Bandaríkjanna og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands? Það er virkilega auðvelt að fara aftur á bak í stað þess að fara áfram veginn. Holl lesning þessa dagana er bók Stefan Zweig, Veröld sem var. Sérstaklega á tímum Trumps, Borisar og Pútíns ásamt þeim Bolsonaro í Brasilíu, Erdogan í Tyrklandi, Orban í Ungverjalandi, Conte og Salvini á Ítalíu og Duterte á Filippseyjum. Á þessum tímum þarf Ísland að standa vörð um umburðarlyndi og frjálslyndi. Hvort tveggja er frelsi til athafna en einnig frelsi frá fátækt og fáfræði. Ef Íslendingar eru þekktir úti í hinum stóra heimi þá er það fyrir einstaka náttúrufegurð og menningarafrek. Menningarafrekin voru fyrst á sviði bókmennta, fyrir um þúsund árum, en núna eru þau helst á sviði tónlistar og sjónvarpsefnis (reyndar þarf hið opinbera að styrkja menninguna mun betur, til dæmis með margföldun sjónvarpssjóðs og tónlistarsjóðs). En fyrir utan öfluga menningu getur Ísland líka orðið boðberi frjálslyndis og umburðarlyndis úti í heimi. Hins vegar geta slík gildi brostið og æ fleiri ríkisstjórnir eru farnar að ala á ótta, þjóðrembu og þrengja að réttindum fólks. Það er nefnilega hægt að fara í hina áttina, í átt til nýsköpunar, fjölmenningar og umburðarlyndis sem eru lykilorð í veröld sem verður, vonandi. Það er sú framtíð sem við eigum að skapa.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar