Á biðlista eru 1328 börn Valgerður Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:17 Í síðustu viku sendi Reykjavíkurborg út fréttatilkynningu þar sem skýrt var frá því að búið væri að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum. Staða mönnunarmála er því að mati Reykjavíkurborgar góð. Þrátt fyrir þá „góðu stöðu“ sem uppi er í mönnunarmálum að mati borgarinnar er ljóst að ekki fá öll börn þá þjónustu sem foreldrar þeirra hafa óskað eftir en nú á enn eftir að ráða í 230 stöðugildi hjá skóla- og frístundasviði. Þá er óljóst hvort að hægt sé að taka inn öll þau börn á leikskóla sem hefur verið boðið pláss þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Biðlisti inn á frístundaheimili telur 1328 börn sem er óásættanleg staða. Því þarf að hafa hraðar hendur til þess að klára ráðningar þannig að biðlistum sé eytt. Enda eru foreldrar ungra barna ekki með mikið svigrúm til þess að brúa óvænt bil sem getur myndast þegar börn þeirra fá ekki þá þjónustu sem sótt hefur verið um hjá sveitarfélaginu.Sama sagan ár eftir ár Það er ekki boðlegt að þessi staða komi upp ár eftir ár. Við verðum að reyna að breyta ferlinu til batnaðar. Lausnin að mínu mati gæti falist í því að bjóða sem flestu starfsfólki frístundaheimila 100% starfshlutfall. En hvernig?Tilraun til að leysa þennan árlegan vanda Hægt væri að samþætta starfsemi skóla- og frístundaheimila mun meira en nú er gert svo unnt sé að ráða fólk sem sinnir 100% vinnu. Þannig væri hægt bjóða starfsfólki að flakka á milli skóla og frístundaheimila yfir vetrarmánuðina. Starfsfólkinu yrði síðan boðið starf á frístundaheimilum á sumrin þar sem nú þegar eru frístundaheimili með heilsdagsopnum á sumrin. Ef sem flest starfsfólk frístundaheimila hefði 100% vinnu allt árið um kring hjá Reykjavíkurborg ætti starfsmannavelta að minnka. Þar með vonandi gætum við bundið enda á þetta árlega vandamál sem veldur töluverðum vandræðum hjá fjölda fjölskyldna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku sendi Reykjavíkurborg út fréttatilkynningu þar sem skýrt var frá því að búið væri að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum. Staða mönnunarmála er því að mati Reykjavíkurborgar góð. Þrátt fyrir þá „góðu stöðu“ sem uppi er í mönnunarmálum að mati borgarinnar er ljóst að ekki fá öll börn þá þjónustu sem foreldrar þeirra hafa óskað eftir en nú á enn eftir að ráða í 230 stöðugildi hjá skóla- og frístundasviði. Þá er óljóst hvort að hægt sé að taka inn öll þau börn á leikskóla sem hefur verið boðið pláss þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Biðlisti inn á frístundaheimili telur 1328 börn sem er óásættanleg staða. Því þarf að hafa hraðar hendur til þess að klára ráðningar þannig að biðlistum sé eytt. Enda eru foreldrar ungra barna ekki með mikið svigrúm til þess að brúa óvænt bil sem getur myndast þegar börn þeirra fá ekki þá þjónustu sem sótt hefur verið um hjá sveitarfélaginu.Sama sagan ár eftir ár Það er ekki boðlegt að þessi staða komi upp ár eftir ár. Við verðum að reyna að breyta ferlinu til batnaðar. Lausnin að mínu mati gæti falist í því að bjóða sem flestu starfsfólki frístundaheimila 100% starfshlutfall. En hvernig?Tilraun til að leysa þennan árlegan vanda Hægt væri að samþætta starfsemi skóla- og frístundaheimila mun meira en nú er gert svo unnt sé að ráða fólk sem sinnir 100% vinnu. Þannig væri hægt bjóða starfsfólki að flakka á milli skóla og frístundaheimila yfir vetrarmánuðina. Starfsfólkinu yrði síðan boðið starf á frístundaheimilum á sumrin þar sem nú þegar eru frístundaheimili með heilsdagsopnum á sumrin. Ef sem flest starfsfólk frístundaheimila hefði 100% vinnu allt árið um kring hjá Reykjavíkurborg ætti starfsmannavelta að minnka. Þar með vonandi gætum við bundið enda á þetta árlega vandamál sem veldur töluverðum vandræðum hjá fjölda fjölskyldna.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar