Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 18:45 Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. Á annað hundrað manns hafa leitað til samtakanna eftir að hafa greitt okurvexti sem Neytendastofa hefur úrskurðað að hafi verið ólöglegir. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða ríflega þrettán þúsund prósenta vaxtakostnað fyrir smálán. Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli gegn Ecommerce 2020 sem býður Íslendingum lán frá smálaánfyrirtækjunum 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og smálánum. Kannað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki og hvort upplýsingar í eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við lög. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum.Gríðarlegir okurvextir Eftir að gagnaöflun Neytendastofu hófst gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Í ákvörðunarorðum Neytendastofu kemur fram: Ecommerce 2020 ApS braut gegn neytendalögum: -með innheimtu kostnaðar af neytendalánum. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í stöðluðu eyðublaði. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í lánssamningi. Neytendastofa þeim fyrirmælum til Ecommerce 2020 ApS að koma upplýsingum, í viðunandi horf. Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að fyrirtækið segist hafa lækkað vexti en ennþá sé ágreiningur. „Nei, þeir hafa breytt heilmiklu hjá sér en það er ennþá ákveðinn ágreiningur um hvort þeir eigi að fara að íslenskum eða dönskum lögum,“ segir Þórunn Anna.Kröfðust ofgreiðslu upp á 464.000 krónur Fréttastofa hefur dæmi af manneskju sem tók 105 smálán hjá fyrirtækjum eCommerce 2020 á tíu mánaða tímabili frá 2018 og 2019. Alls nemur lánsupphæðin einni komma níu milljónum króna. Hvert lán var til 15-30 daga. Alls greiddi viðkomandi um 525.000 krónur í kostnað og vexti þennan tíma en hefði samkvæmt ákvörðun Neytendastofu og íslenskum lögum átt að greiða um 61.000 krónur. Þarna er því um ofgreiðslu að ræða uppá tæplega 464.000 krónur. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að hátt í tvö hundruð manns hafi leitað þangað vegna sambærilegra mála og segir að ákvörðun Neytendastofu gefi tilefni til hópmálsóknar.Dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í vaxtakostnað „Við erum einmitt að skoða þetta núna og mögulega með tilliti til mögulegrar hópmálsóknar en það er augljóst að fólk sem hefur verið að greiða alltof háa vexti á kröfu á þessi fyrirtæki. Við erum með dæmi um að fólk hefur greitt á þriðju milljón í vexti og afborganir á þessum lánum og eðlilega er fólki mikið niðri fyrir vegna þess að hafa greitt svona alltof mikið. Við hvetjum alla sem hafa tekið slík lán að hafa samband við okkur og kanna réttarstöðu sína,“ segir Breki Karlsson að lokum. Neytendur Smálán Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. Á annað hundrað manns hafa leitað til samtakanna eftir að hafa greitt okurvexti sem Neytendastofa hefur úrskurðað að hafi verið ólöglegir. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða ríflega þrettán þúsund prósenta vaxtakostnað fyrir smálán. Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli gegn Ecommerce 2020 sem býður Íslendingum lán frá smálaánfyrirtækjunum 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og smálánum. Kannað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki og hvort upplýsingar í eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við lög. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum.Gríðarlegir okurvextir Eftir að gagnaöflun Neytendastofu hófst gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Í ákvörðunarorðum Neytendastofu kemur fram: Ecommerce 2020 ApS braut gegn neytendalögum: -með innheimtu kostnaðar af neytendalánum. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í stöðluðu eyðublaði. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í lánssamningi. Neytendastofa þeim fyrirmælum til Ecommerce 2020 ApS að koma upplýsingum, í viðunandi horf. Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að fyrirtækið segist hafa lækkað vexti en ennþá sé ágreiningur. „Nei, þeir hafa breytt heilmiklu hjá sér en það er ennþá ákveðinn ágreiningur um hvort þeir eigi að fara að íslenskum eða dönskum lögum,“ segir Þórunn Anna.Kröfðust ofgreiðslu upp á 464.000 krónur Fréttastofa hefur dæmi af manneskju sem tók 105 smálán hjá fyrirtækjum eCommerce 2020 á tíu mánaða tímabili frá 2018 og 2019. Alls nemur lánsupphæðin einni komma níu milljónum króna. Hvert lán var til 15-30 daga. Alls greiddi viðkomandi um 525.000 krónur í kostnað og vexti þennan tíma en hefði samkvæmt ákvörðun Neytendastofu og íslenskum lögum átt að greiða um 61.000 krónur. Þarna er því um ofgreiðslu að ræða uppá tæplega 464.000 krónur. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að hátt í tvö hundruð manns hafi leitað þangað vegna sambærilegra mála og segir að ákvörðun Neytendastofu gefi tilefni til hópmálsóknar.Dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í vaxtakostnað „Við erum einmitt að skoða þetta núna og mögulega með tilliti til mögulegrar hópmálsóknar en það er augljóst að fólk sem hefur verið að greiða alltof háa vexti á kröfu á þessi fyrirtæki. Við erum með dæmi um að fólk hefur greitt á þriðju milljón í vexti og afborganir á þessum lánum og eðlilega er fólki mikið niðri fyrir vegna þess að hafa greitt svona alltof mikið. Við hvetjum alla sem hafa tekið slík lán að hafa samband við okkur og kanna réttarstöðu sína,“ segir Breki Karlsson að lokum.
Neytendur Smálán Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira