Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 19:15 Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. Soðið grænmeti endi jafnan í ruslinu. Skólastjóri segir skólana tilbúna til að stuðla að bættum neysluvenjum en telur að bæta þurfi aðstöðu í eldhúsum samhliða því. Til skoðunar er að draga úr kjötframboði í mötuneytum borgarinnar. Samtök grænkera skoruðu nýverið á ríki og sveitarfélög um að draga úr eða hætta alveg framboði á dýraafurðum í skólamötuneytum. Þetta fellur vel að matarstefnu Reykjavíkurborgar þar sem eitt helsta markmiðið er að auka vægi grænmetisfæðis. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, segir að færri eða engir kjötdagar í mötuneytum sameini matar- og loftlagsstefnur og minnki kolefnisfótspor borgarinnar. Mátráður í grunnskóla til fjórtán ára telur þetta erfitt í framkvæmd. Börnin borði ágætlega ferskt grænmeti úr salatbar en réttirnir renna ekki eins ljúflega niður. „Ef þau fá soðið grænmeti, þá tína þau það úr og henda því. Þannig að fyrir okkur, með allan þennan fjölda, að ætla að fara kenna þeim að borða soðið grænmeti. Að það er nú meira en að segja það," segir Sigurður Karl Karlsson, matráður í Laugarnesskóla. Sé markmiðið að minnka kolefnisfótspotið þyrfti einnig að huga að innkaupum þar sem grænmetisréttirnir séu að mestu innfluttir.Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í LaugarnesskólaBæta aðstöðu ef matarsóun á ekki að aukast Í Laugarlækjaskóla, líkt og í flestum öðrum grunnskólum, er boðið upp á kjötrétti tvisvar til þrisvar í viku og fiskrétti tvisvar. Um mikla breytingu væri því að ræða.Er þetta gerlegt; að metta öll þessi börn með grænmeti? „Eins og staðan er í dag, nei, ekki í skólanum hjá okkur. Eldhúsið okkar er mjög lítið. Við erum með frábæran kokk sem gæti í raun eldað allt frá grunni, en það er ekki aðstaða til þess," segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigurður tekur undir það. „Aðstaðan í eldhúsinu býður ekki upp á það, nema þú kaupir það tilbúið og það er töluverður kostnaður í því," segir hann. Til meiri matarsóunar gæti komið verði skólaeldhúsin ekki bætt samhliða þessu. „Við getum ekki bara sagt að við ætlum að taka allt kjöt út heldur þurfum við að hugsa hvernig við lokkum þau til að borða. Ekki þannig að það endi bara í ruslinu hjá okkur," segir Sigríður. Matur Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Vegan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. Soðið grænmeti endi jafnan í ruslinu. Skólastjóri segir skólana tilbúna til að stuðla að bættum neysluvenjum en telur að bæta þurfi aðstöðu í eldhúsum samhliða því. Til skoðunar er að draga úr kjötframboði í mötuneytum borgarinnar. Samtök grænkera skoruðu nýverið á ríki og sveitarfélög um að draga úr eða hætta alveg framboði á dýraafurðum í skólamötuneytum. Þetta fellur vel að matarstefnu Reykjavíkurborgar þar sem eitt helsta markmiðið er að auka vægi grænmetisfæðis. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, segir að færri eða engir kjötdagar í mötuneytum sameini matar- og loftlagsstefnur og minnki kolefnisfótspor borgarinnar. Mátráður í grunnskóla til fjórtán ára telur þetta erfitt í framkvæmd. Börnin borði ágætlega ferskt grænmeti úr salatbar en réttirnir renna ekki eins ljúflega niður. „Ef þau fá soðið grænmeti, þá tína þau það úr og henda því. Þannig að fyrir okkur, með allan þennan fjölda, að ætla að fara kenna þeim að borða soðið grænmeti. Að það er nú meira en að segja það," segir Sigurður Karl Karlsson, matráður í Laugarnesskóla. Sé markmiðið að minnka kolefnisfótspotið þyrfti einnig að huga að innkaupum þar sem grænmetisréttirnir séu að mestu innfluttir.Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í LaugarnesskólaBæta aðstöðu ef matarsóun á ekki að aukast Í Laugarlækjaskóla, líkt og í flestum öðrum grunnskólum, er boðið upp á kjötrétti tvisvar til þrisvar í viku og fiskrétti tvisvar. Um mikla breytingu væri því að ræða.Er þetta gerlegt; að metta öll þessi börn með grænmeti? „Eins og staðan er í dag, nei, ekki í skólanum hjá okkur. Eldhúsið okkar er mjög lítið. Við erum með frábæran kokk sem gæti í raun eldað allt frá grunni, en það er ekki aðstaða til þess," segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigurður tekur undir það. „Aðstaðan í eldhúsinu býður ekki upp á það, nema þú kaupir það tilbúið og það er töluverður kostnaður í því," segir hann. Til meiri matarsóunar gæti komið verði skólaeldhúsin ekki bætt samhliða þessu. „Við getum ekki bara sagt að við ætlum að taka allt kjöt út heldur þurfum við að hugsa hvernig við lokkum þau til að borða. Ekki þannig að það endi bara í ruslinu hjá okkur," segir Sigríður.
Matur Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Vegan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira