Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. ágúst 2019 13:30 Farþegarnir ganga frá borði í Keflavík. Vísir/EgillA Flugvél United Airlines sem snúið var við vegna vélarbilunar skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli er lent á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia tókst lendingin vel. Flugmennirnir urðu varir við að annar hreyfillinn ofhitnaði og því var ákveðið að snúa við, samkvæmt heimildum Vísis. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar United Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. Vélin lagði af stað frá Keflavík skömmu eftir hádegi.Mynd/Flightradar 24Farþegi um borð í vélinni segir í samtali við Vísi að upplifunin hafi verið óþægileg en flugmenn vélarinnar hafi fullvissað farþega um að hægt yrði að lenda vélinni án vandvæða. Um tuttugu mínútur liðu þangað til vélinni var snúið við, þangað til henni var lent. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia sagði í samtali við Vísi að meldingin sem komi hafi verið kóðuð rauð og alltaf þegar slíkt gerist fari viðbragðsaðilar á svæðinu af stað. Sjúkraflutningsfólk, lögreglufólk og slökkviliðsmenn eru komnir á svæðið.Vélin er lent.Einar HafsteinnFlugvélin hafði verið á flugi í um klukkustund áður en henni var snúið við en hún lenti um klukkan 13.20. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru farþegar enn um borð í vélinni og hafa þeir verið beðnir um að halda kyrru fyrir. Rauði krossinn hefur sent viðbragðshóp sinn á Keflavíkurflugvöll og veitir farþegum vélarinnar sálrænan stuðning. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að í slíkum aðstæðum verði gjarnan uppnám meðal farþega og því gott að tala við vel þjálfaða sjálfboðaliða auk þess að veita upplýsingar um hvert er hægt að snúa sér ef vanlíðan gerir vart við sig síðar. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Flugvél United Airlines sem snúið var við vegna vélarbilunar skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli er lent á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia tókst lendingin vel. Flugmennirnir urðu varir við að annar hreyfillinn ofhitnaði og því var ákveðið að snúa við, samkvæmt heimildum Vísis. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar United Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. Vélin lagði af stað frá Keflavík skömmu eftir hádegi.Mynd/Flightradar 24Farþegi um borð í vélinni segir í samtali við Vísi að upplifunin hafi verið óþægileg en flugmenn vélarinnar hafi fullvissað farþega um að hægt yrði að lenda vélinni án vandvæða. Um tuttugu mínútur liðu þangað til vélinni var snúið við, þangað til henni var lent. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia sagði í samtali við Vísi að meldingin sem komi hafi verið kóðuð rauð og alltaf þegar slíkt gerist fari viðbragðsaðilar á svæðinu af stað. Sjúkraflutningsfólk, lögreglufólk og slökkviliðsmenn eru komnir á svæðið.Vélin er lent.Einar HafsteinnFlugvélin hafði verið á flugi í um klukkustund áður en henni var snúið við en hún lenti um klukkan 13.20. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru farþegar enn um borð í vélinni og hafa þeir verið beðnir um að halda kyrru fyrir. Rauði krossinn hefur sent viðbragðshóp sinn á Keflavíkurflugvöll og veitir farþegum vélarinnar sálrænan stuðning. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að í slíkum aðstæðum verði gjarnan uppnám meðal farþega og því gott að tala við vel þjálfaða sjálfboðaliða auk þess að veita upplýsingar um hvert er hægt að snúa sér ef vanlíðan gerir vart við sig síðar.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“