Kjúklingarnir sem lifðu henta til slátrunar Sylvía Hall skrifar 26. ágúst 2019 12:48 Myndin er úr kjúklingabúi en þó ekki því sem er til umfjöllunar í fréttinni. vísir/friðrik þór Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir að það hafi tekið langan tíma að átta sig á stöðu mála þegar bera fór á kjúklingadauða á búi í Landsveit. Þrátt fyrir það tókst að varna því að smitið bærist í alla fugla búsins og eru eftirlifandi fuglar taldir hæfir til manneldis. Reykjagarður tilkynnti málið til Matvælastofnunar í lok júlí eftir að grunur vaknaði um smitsjúkdóm og voru veirusjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir grun um veikindin hafa vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í júlí en um var að ræða svokallaða Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólgu.Sjá einnig: Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma „Það fór að bera á veikindum í fuglum seinnipartinn í júlí og óeðlileg afföll þannig að við höfðum strax samband við Matvælastofnun og tilkynntum þeim um að það væri eitthvað óeðlilegt í gangi þarna. Síðan voru tekin sýni og annað og tók talsvert langan tíma að finna út úr því hvað væri hreinlega á seyði,“ segir Guðmundur. Fylgikvilli búskapar að ófyrirséðar aðstæður geta komið upp Guðmundur Svavarsson.Af vefsíðu Holta. Búið hefur leyfi fyrir sextíu þúsund fuglum en var ekki fullnýtt á þeim tíma er smitið kom upp. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og því engin hætta á að smit berist í menn eða önnur spendýr, en þeim fuglum sem höfðu smitast var slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar. „Það eru ekkert allir fuglarnir sem veikjast og þeir fuglar sem eru heilbrigðir eru fullkomlega hæfir til manneldis. Þeim verður bara slátrað þegar þeir eru tilbúnir til þess.“ Guðmundur segir málið vissulega vera erfitt viðureignar og það þurfi að huga að ýmsu. Það sé einfaldlega þannig í búskap að ýmislegt ófyrirséð geti komið upp og það hafi legið strax fyrir að grípa þyrfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekara smit. „Við ákváðum að taka þetta strax af mikilli alvöru og reyna að axla ábyrgð og gera þetta faglega með Matvælastofnun og mæltum eindregið með því að það yrði farið í mjög miklar aðgerðir til þess að reyna að fyrirbyggja að þetta smit berist í alífuglaiðnað á Íslandi. Þá erum við líka að horfa á dýravelferðarmál og annað slíkt þannig það er gríðarlega mikilvægt að okkur takist það sem við ætlum okkur að gera, að kæfa þetta bara í fæðingu,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs. Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir að það hafi tekið langan tíma að átta sig á stöðu mála þegar bera fór á kjúklingadauða á búi í Landsveit. Þrátt fyrir það tókst að varna því að smitið bærist í alla fugla búsins og eru eftirlifandi fuglar taldir hæfir til manneldis. Reykjagarður tilkynnti málið til Matvælastofnunar í lok júlí eftir að grunur vaknaði um smitsjúkdóm og voru veirusjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir grun um veikindin hafa vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í júlí en um var að ræða svokallaða Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólgu.Sjá einnig: Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma „Það fór að bera á veikindum í fuglum seinnipartinn í júlí og óeðlileg afföll þannig að við höfðum strax samband við Matvælastofnun og tilkynntum þeim um að það væri eitthvað óeðlilegt í gangi þarna. Síðan voru tekin sýni og annað og tók talsvert langan tíma að finna út úr því hvað væri hreinlega á seyði,“ segir Guðmundur. Fylgikvilli búskapar að ófyrirséðar aðstæður geta komið upp Guðmundur Svavarsson.Af vefsíðu Holta. Búið hefur leyfi fyrir sextíu þúsund fuglum en var ekki fullnýtt á þeim tíma er smitið kom upp. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og því engin hætta á að smit berist í menn eða önnur spendýr, en þeim fuglum sem höfðu smitast var slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar. „Það eru ekkert allir fuglarnir sem veikjast og þeir fuglar sem eru heilbrigðir eru fullkomlega hæfir til manneldis. Þeim verður bara slátrað þegar þeir eru tilbúnir til þess.“ Guðmundur segir málið vissulega vera erfitt viðureignar og það þurfi að huga að ýmsu. Það sé einfaldlega þannig í búskap að ýmislegt ófyrirséð geti komið upp og það hafi legið strax fyrir að grípa þyrfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekara smit. „Við ákváðum að taka þetta strax af mikilli alvöru og reyna að axla ábyrgð og gera þetta faglega með Matvælastofnun og mæltum eindregið með því að það yrði farið í mjög miklar aðgerðir til þess að reyna að fyrirbyggja að þetta smit berist í alífuglaiðnað á Íslandi. Þá erum við líka að horfa á dýravelferðarmál og annað slíkt þannig það er gríðarlega mikilvægt að okkur takist það sem við ætlum okkur að gera, að kæfa þetta bara í fæðingu,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs.
Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19