Kjúklingarnir sem lifðu henta til slátrunar Sylvía Hall skrifar 26. ágúst 2019 12:48 Myndin er úr kjúklingabúi en þó ekki því sem er til umfjöllunar í fréttinni. vísir/friðrik þór Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir að það hafi tekið langan tíma að átta sig á stöðu mála þegar bera fór á kjúklingadauða á búi í Landsveit. Þrátt fyrir það tókst að varna því að smitið bærist í alla fugla búsins og eru eftirlifandi fuglar taldir hæfir til manneldis. Reykjagarður tilkynnti málið til Matvælastofnunar í lok júlí eftir að grunur vaknaði um smitsjúkdóm og voru veirusjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir grun um veikindin hafa vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í júlí en um var að ræða svokallaða Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólgu.Sjá einnig: Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma „Það fór að bera á veikindum í fuglum seinnipartinn í júlí og óeðlileg afföll þannig að við höfðum strax samband við Matvælastofnun og tilkynntum þeim um að það væri eitthvað óeðlilegt í gangi þarna. Síðan voru tekin sýni og annað og tók talsvert langan tíma að finna út úr því hvað væri hreinlega á seyði,“ segir Guðmundur. Fylgikvilli búskapar að ófyrirséðar aðstæður geta komið upp Guðmundur Svavarsson.Af vefsíðu Holta. Búið hefur leyfi fyrir sextíu þúsund fuglum en var ekki fullnýtt á þeim tíma er smitið kom upp. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og því engin hætta á að smit berist í menn eða önnur spendýr, en þeim fuglum sem höfðu smitast var slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar. „Það eru ekkert allir fuglarnir sem veikjast og þeir fuglar sem eru heilbrigðir eru fullkomlega hæfir til manneldis. Þeim verður bara slátrað þegar þeir eru tilbúnir til þess.“ Guðmundur segir málið vissulega vera erfitt viðureignar og það þurfi að huga að ýmsu. Það sé einfaldlega þannig í búskap að ýmislegt ófyrirséð geti komið upp og það hafi legið strax fyrir að grípa þyrfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekara smit. „Við ákváðum að taka þetta strax af mikilli alvöru og reyna að axla ábyrgð og gera þetta faglega með Matvælastofnun og mæltum eindregið með því að það yrði farið í mjög miklar aðgerðir til þess að reyna að fyrirbyggja að þetta smit berist í alífuglaiðnað á Íslandi. Þá erum við líka að horfa á dýravelferðarmál og annað slíkt þannig það er gríðarlega mikilvægt að okkur takist það sem við ætlum okkur að gera, að kæfa þetta bara í fæðingu,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs. Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir að það hafi tekið langan tíma að átta sig á stöðu mála þegar bera fór á kjúklingadauða á búi í Landsveit. Þrátt fyrir það tókst að varna því að smitið bærist í alla fugla búsins og eru eftirlifandi fuglar taldir hæfir til manneldis. Reykjagarður tilkynnti málið til Matvælastofnunar í lok júlí eftir að grunur vaknaði um smitsjúkdóm og voru veirusjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir grun um veikindin hafa vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í júlí en um var að ræða svokallaða Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólgu.Sjá einnig: Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma „Það fór að bera á veikindum í fuglum seinnipartinn í júlí og óeðlileg afföll þannig að við höfðum strax samband við Matvælastofnun og tilkynntum þeim um að það væri eitthvað óeðlilegt í gangi þarna. Síðan voru tekin sýni og annað og tók talsvert langan tíma að finna út úr því hvað væri hreinlega á seyði,“ segir Guðmundur. Fylgikvilli búskapar að ófyrirséðar aðstæður geta komið upp Guðmundur Svavarsson.Af vefsíðu Holta. Búið hefur leyfi fyrir sextíu þúsund fuglum en var ekki fullnýtt á þeim tíma er smitið kom upp. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og því engin hætta á að smit berist í menn eða önnur spendýr, en þeim fuglum sem höfðu smitast var slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar. „Það eru ekkert allir fuglarnir sem veikjast og þeir fuglar sem eru heilbrigðir eru fullkomlega hæfir til manneldis. Þeim verður bara slátrað þegar þeir eru tilbúnir til þess.“ Guðmundur segir málið vissulega vera erfitt viðureignar og það þurfi að huga að ýmsu. Það sé einfaldlega þannig í búskap að ýmislegt ófyrirséð geti komið upp og það hafi legið strax fyrir að grípa þyrfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekara smit. „Við ákváðum að taka þetta strax af mikilli alvöru og reyna að axla ábyrgð og gera þetta faglega með Matvælastofnun og mæltum eindregið með því að það yrði farið í mjög miklar aðgerðir til þess að reyna að fyrirbyggja að þetta smit berist í alífuglaiðnað á Íslandi. Þá erum við líka að horfa á dýravelferðarmál og annað slíkt þannig það er gríðarlega mikilvægt að okkur takist það sem við ætlum okkur að gera, að kæfa þetta bara í fæðingu,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs.
Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19